Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 14
föstudagur 10. ágúst 200714 Helgarblað DV Björgunarleiðangur og lánastopp Ekki ríkir einhugur um tilvist Byggðastofnunar og byggðastefnu stjórnvalda. Stofnunin, sem er ætlað að styðja við atvinnulíf á landsbyggðinni, hefur verið óstarfhæf síðustu ár vegna fjár- skorts. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir mikil- vægt að stjórnvöld hætti að berja höfðinu við steininn og sætti sig við að núgildandi byggðastefna sé barn síns tíma. Fjárhagsstaða Byggðastofnunar hef- ur verið svo bágborin undanfarin ár að stjórnendur hennar neyddust til að hætta útlánum haustið 2005 og á dögunum þurftu stjórnvöld að koma stofnuninni til hjálpar. Það var gert með 1.200 milljóna króna inn- spýtingu í sjóði stofnunarinnar og hafa ráðamenn sagt það vera hluta af mótvægisaðgerðum hennar við niðurskerðingu þorskkvótans. Hlutverk Byggðastofnunar hefur verið að styðja við atvinnulíf á lands- byggðinni. Henni er ætlað að fjár- magna sjálf alla sína lánastarfsemi og um leið er henni ætlað að vera sjálfbær. Innanlands og utan tek- ur stofnunin lán til að geta sjálf lán- að öðrum án þess að fá bein fram- lög úr ríkissjóði. Þesar lántökur eru hins vegar með beinni ábyrgð ríkis- sjóðs og ef til þess kæmi að stofnun- in gæti ekki borgað félli tapið alfarið á ríkissjóð. Þar sem Byggðastofnun er gert að láta lánastarfsemina standa und- ir sér neyðist hún til að bjóða við- skiptavinum sínum hærri lánavexti en aðrar lánastofnanir. Á móti er bent á að viðskiptabankarnir séu tregir til að lána út á landsbyggð- ina. Ljóst er að ekki ríkir einhugur um tilvist og mikilvægi Byggðastofn- unar og jafnvel innan stjórnarflokk- anna má finna ólíkar skoðanir um byggðastefnuna. Burt með Byggðastofnun Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, er mót- fallinn fyrirhuguðum mótvægisað- gerðum ríkisstjórnarinnar og þar af leiðandi hlutverki Byggðastofnunar í þeim aðgerðum. Hann telur eðli- legast að leyfa vinnumarkaðnum sjálfum að leysa úr hugsanlegum vanda sem skapast við niðurskerð- ingu kvóta. Pétur Blöndal, flokks- bróðir Sigurðar Kára, tekur að vissu leyti undir það sjónarmið og bendir jafnframt á aðrar leiðir ríkisvaldsins til aðstoðar smærri byggðarlögum. Hann segir nauðsynlegt að leggja Byggðastofnun niður. „Fyrirbæri eins og Byggðastofnun er ekki gott og vandi byggðanna hefur ekkert batn- að við tilvist hennar. Ég stend við þá skoðun mína að leggja eigi stofnun- ina niður og að aðgerðir hennar séu ekki af hinu góða. Stofnunin hefur styrkt fyrirtæki, sem staðið hafa höll- um fæti, sem standa í samkeppni við betur rekin fyrirtæki í byggð- unum. Í mínum huga er bet- ur hægt að standa að þess- um málum og atvinnulífið hér er nógu þroskað til að vinna sjálft úr vandanum,“ segir Pétur. Gyrt upp um stofnunina Aðalsteinn Þorsteins- son, forstjóri Byggða- stofnunar, er aftur á móti bjartsýnn á framtíð stofn- unarinnar og telur hana vel í stakk búna til að sinna sínu hlutverki. Hann seg- ir mjög langt í að stofn- unin verði ógjaldfær. „Við fögnum óskaplega tilkynningu ráð- herrans um hlutverk okkar í mót- vægisaðgerðum og þessi fjárhæð festir stofnunina í sessi sem verkfæri stjórnvalda. Það er hins vegar ekki um það að ræða að þessum 1.200 milljónum verði úthlutað með ein- hverjum hætti heldur er verið með þeim að gera stofnunina starfhæfa. Fram til þessa höfðum við verið að glíma við gamlan uppsafnað- an vanda og skuldastöðu sem ekki hafði verið tekið á,“ segir Aðalsteinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sér enn gagn í Byggðastofnun og telur hana mikilvægan hlekk í þeim vanda sem blasir við vegna kvótaskerðingar. „Byggðastofnun hafði einfaldlega verið gerð óstarfhæf og ég held að nauðsynlegt hafi verið að laga þá stöðu ef hún skyldi þurfa að taka að sér einhver verkefni sem fela í sér áhættu. Því miður virðist bankakerf- ið lítið viljugt til að lána út á lands- byggðina og því gæti Byggðastofnun orðið nauðsynleg á næstu misserin. Það verður hins vegar að vera ein- hver rekstrarglóra hjá þeim fyrir- tækjum sem stofnunin veitir lán til,“ segir Guðjón Arnar. Meistarar í slæmri þróun Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, er sammála því að Byggðastofnun hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því hversu veikburða stofnunin er. „Það er nauðsynlegt að hafa slíka stofn- un og sömu afstöðu er að finna hjá fleiri ríkjum. Vandinn er hins veg- ar sá að árangurinn erlendis hef- ur verið mikilu meiri en hér á landi þar sem starfsemi Byggðastofnunar hefur verið í skötulíki. Satt að segja erum við Evrópumeistarar í slæmri byggðaþróun og stofnunin hefur ekki gert mikið gagn að mínu viti,“ segir Kristinn. Aðspurður segir Aðal- steinn afskriftir á göml- um lánum skýringu þess að stofnunin hafi starfað í skötulíki síðustu ár. Hann telur bjartari tíma fram- undan. „Við vinnum eft- ir mjög stífum kröfum. Okkur er til dæmis ætl- að að taka meiri áhættu en samt uppfylla sömu skilyrði og viðskipta- bankarnir. Með framlagi rík- isstjórnar- innar nýverið verður stofnunin betur í stakk búin til að þola þau áföll sem auðvitað er hætt við í þeirri stöðu sem upp er komin með kvótaskerð- ingunni. Það er ljóst að þetta mun skapa gríðarleg vandamál fyrir mörg fyrirtæki í sjávarútvegi,“ segir Aðal- steinn. „Vegna afskrifta á gömlum útlánum hefur verið gríðarlegt tap síðustu ár og sú staða hefur gengið mjög nærri stofnuninni. Innspýting- in lyftir okkur nú upp fyrir lögbund- in lágmörk, hægt og rólega er þróun- in að snúast við hjá okkur. Það hlaut að koma að því að menn ákveddu annaðhvort að leggja stofnunina niður eða gyrða upp um hana.“ Stendur illa í samkeppni Grímur Atlason, bæjarstjóri Bol- ungarvíkur, segir tilvistarkreppu Byggðastofnunar áberandi og á ekki von á því að hún nái að koma sér í lykilhlutverk í byggðaþróun. Hann áttar sig ekki á því hvers vegna illa hefur farið fyrir stofnuninni. „Byggðastofnun er ekki yfir gagn- rýni hafin og greinilegt að þar er eitthvað ekki að virka. Það er spurn- ing hvers vegna hlutirnir hafa ekki gengið upp, hvort það sé vegna tak- markaðra fjárframlaga ríkisins eða hvort óvarlega hafi verið farið með fé skal ég ekki segja. Stofnunin var að minnsta kosti orðin alveg óstarf- hæf og hafði ekkert í samkeppni við aðrar lánastofnanir að gera,“ segir Grímur. „Byggðastofnun hefur ver- ið í algjörri tilvistarkreppu og átt undir högg að sækja. Þrátt fyrir inn- spýtingu núna sé ég stofnunina ekki verða neina þungavigtarstofnun.“ Kristinn er sammála því að Byggðastofnun standi illa í sam- keppni við viðskiptabankana. Hann telur stofnun- ina ein- fald- lega bjóða upp á okurlán. „Lánastarf- semin er háð því að standa undir sér, líkt og hjá viðskiptabönkunum, í stað þess að meiri áhætta sé leyfð. Sterkir viðskiptavinir stofnunarinn- ar hafa verið keyptir yfir til viðskipta- bankanna og í staðinn situr hún eftir með fyrirtæki sem verr standa. Um leið hverfur hagnaðurinn af lánveit- ingum stofnunarinnar og tapið blas- ir við. Það segir sig sjálft að stofn- unin er gerð máttlaus með þessum hætti og nær aðeins að bjóða við- skiptavinum sínum upp á okurlán,“ segir Kristinn. Mörg jákvæð merki Aðalsteinn leggur áherslu á að þó svo mikill hallarekstur hafi verið hjá Byggðastofnun síðustu ár sé margt jákvætt að finna í starfsemi henn- ar. Hann ítrekar jafnframt skoðun sína að innspýting ríkisstjórnarinn- ar í sjóði stofnunarinnar nýtist ekki eingöngu í mótvægisaðgerðirnar og á von á því að fyrstu skrefin verði til aðstoðar í rækjuvinnslu. „Við höfum hingað til ekki ver- ið í góðri stöðu til að þola mikil vanskil hjá viðskiptavinum og slíkt hefur valdið okkur miklum vanda. Stór töp í einstaka fyrirtækjum settu okkur í mikinn vanda og nú getum við vonandi betur þolað þetta. Frá fornu fari TrauSTi hafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Það hlaut að koma að því að menn ákvæðu ann- aðhvort að leggja stofn- unina niður eða gyrða upp um hana.“ Guðjón arnar Kristjánsson formaður frjálslynda flokksins telur Byggðastofnun hafa mikilvægu hlutverki að gegna á næstu misserum. Hann telur mörg aðkallandi verkefni bíða ríkisstjórnar- innar til að koma fólki og fyrirtækjum til hjálpar á landsbyggðinni. Pétur Blöndal Vill leggja niður Byggðastofn- un þar sem vandi byggðanna hafi ekkert lagast með tilvist hennar. Hann telur fátt annað en tap og frekari skuldir blasa við hjá stofnuninni. Vandi landsbyggðarinnar Miklum vanda er spáð í kjölfar ákvörðunar um kvótaskerðingu og er Byggðastofnun ætlað hlutverk í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar. skiptar skoðanir eru hins vegar um tilvist stofnunarinnar og deilt um stefnu stjórnvalda. Hættu útlánum 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.