Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 16
Föstudagur 10. ágúst 200716 Helgarblað DV ÞAU HURFU AF ALÞINGI Í VOR Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum Vangaveltur á biðlaunum „Ég er nú í hinu og þessu. Ég hef velt ýmsu fyrir sér á meðan ég var á biðlaunum,“ segir Magnús sem vakti athygli fyrir að skrifa úttekt um sjávarútveginn í nýj- asta tölublaði Mannlífs. Hann segir það jafnvel koma til greina að koma meira að fjölmiðlum þó svo að tilviljun hafi ráðið því að hann skrifaði umrædda grein. „Þetta er ákveðinn millileikur, ég hef engan hug á því að hætta í pólitík, sveitarstjórnarkosningar eru eftir þrjú ár og Al- þingiskosningar eru eftir fjögur ár í síðasta lagi. Ég er allavega ekki búinn að segja mitt síðasta í stjórnmálum.“ Tuttugu og fjögur hurfu af Al- þingi í vor. Sum eru komin í verk- efni. Önnur eru farin að leita að nýrri vinnu. Þau hafa þó nægan tíma til að ákveða sig enda á bið- launum í minnst fjóra mánuði eftir að þingsetu lauk. Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum Fer í heilbrigðiseftirlit Sigurjón er fluttur aftur norður á Sauðárkrók. 15. september tekur hann við starfi framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. „Ég sóttist eftir því að halda áfram á þingi, en það er auðvitað gott að koma norður aftur. Það er fátt betra en að vera hér.“ Guðjón Ólafur Jónsson, Framsóknarflokki Aftur í lögfræðina Guðjón Ólafur er kominn aftur í lögmannsstörf eftir stuttan feril á Alþingi í bili. „Ég er farinn að sinna lög- mannsstörfum á nýjan leik. Það er allt að fara í gang núna, réttarhlé tekur enda núna í lok ágúst og ég er á fullu að undirbúa það allt saman,“ segir hann. „Sumar- ið hefur verið mjög gott, ég hef farið mér hægt og reynt að hvíla mig vel eftir annasama tíma undanfarið.“ Að- spurður hvað sé annað á döfinni segir hann: „Fiskidag- urinn mikli á Dalvík er framundan, konan mín er frá Dalvík og ég ætla að fara í fyrsta skipti.“ Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki Býr til nýjan skóla „Ég er hamingjusamur maður að búa til skólasam- félag hjá Keili á Keflavíkurflugvelli, ég er að breyta draugaþorpi í lifandi þorp. Það er greinilega skemmti- legt og gott líf eftir pólitík.“ Að undanförnu hefur Hjálmar þó notið blíðunnar á landinu. „Það eru líkar nokkrir laxar í kistunni þannig að það er mikil hamingja. Ég er mjög þakklátur og sátt- ur við starfið í pólitíkinni en allt hefur sinn tíma. Ég hef alltaf unnið í tíu ára lotum og nú taka ný verkefni við.“ Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki Afmælisár Jóns Sigurðssonar „Ég hef notið þessa góða sumars hérna á Íslandi síð- an ég lét af störfum. Annars verð ég formaður nefnd- ar sem sér um að undirbúa afmælisár Jóns Sigurðsson- ar og það er mjög spennandi verkefni sem fer af stað bráðlega.“ Aðspurð hvernig henni lítist á að vera hætt í stjórnmálum segir hún: „Það er ákveðin eftirsjá, póli- tíkin hefur verið stór hluti af mínu lífi og verður það áfram. Ég tel að þetta hafi verið mjög góður tími og ég hef fengið tækifæri sem ég er þakklát fyrir.“ Drífa Hjartardóttir, Sjálfstæðisflokki Komin í sveitina „Ég er bara á fullu að sinna sveitastörfunum mínum, þau taka mestan minn tíma í sumar,“ segir Drífa sem er bóndi á Keldum á Rangárvöllum. „Sumarið er búið að vera dásamlegt, það hefur verið mikil sól og við erum að stækka fjósið hjá okkur, svo það er nóg framundan. Ég er ekkert farin að hugsa meira um framtíðina, ég ætla bara að njóta þess að vera í sveitinni í bili.“ Sigríður Anna Þórðardóttir, Sjálfstæðisflokki Fær börnin í heimsókn Sigríður Anna segist kveðja stjórnmálin sátt. Hún hefur starfað á vettvangi þeirra í þrjátíu ár og segir það ekki vera skrítið að vera hætt. „Ég er eins og er í sumar- fríi, ég á börn sem búa erlendis og eru komin heim til landsins þannig að það er nóg um að vera. Það var stór- kostlega skemmtilegur tími sem ég átti á Alþingi og ég er afskaplega ánægð með hann.“ Gunnar Örn Örlygsson, Sjálfstæðisflokki Af þingi í feðraorlof „Ég er bara í feðraorlofi, svo ljúft er það. Ég eignaðist stelpu 1. febrúar þannig að það er eintóm sól og sæla í rigningunni og logninu í Reykjanesbæ. Annars er það framundan að fara í hluti tengda sjávarútvegi og ferða- þjónustu. Það er nóg af verkefnum og það er engu að kvíða í þeim efnum,“ segir Gunnar. Hann er veiðimaður en hefur lítið farið í veiði í sumar. „Ég hef ekki landað nógu mörgum löxum en ég reyni að bæta úr því.“ Hann segir eftirsjána eftir þingsetu ekki vera mikla. „Það er jú eftirsjá að samvinnu með góðu fólki,“ segir Gunnar sem gæti tekið þátt í stjórnmálum af hliðarlínunni. Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki Klárar íslenskuna „Ég er að fara að vinna í því að klára námið mitt, ís- lensku í Háskóla Íslands. Ég er bara á lokasprettinum og vonast til að klára það sem fyrst,“ segir Dagný. Hún hefur notið sumarblíðunnar síðan hún féll af Alþingi. „Þetta hefur verið rosalega ljúft í sumar og ég hef verið dugleg að ferðast um Ísland og hálendið. Það er ekk- ert planað með framtíðina annað en að klára námið. Ég ætla að taka mér allavega pásu í bili og ég er sátt við þá ákvörðun sem ég tók. Ég féll ekki af þingi og það er alltaf betra að hætta þannig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.