Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 15
DV Helgarblað föstudagur 10. ágúst 2007 15 Hlutafélag Staður NafNverð eigNarHlutur fasteignafélög ámundarkinn ehf. Blönduós 19.000 25,76% ásgarður ehf. austur-Hérað 15.000 13,00% dalagisting ehf. dalabyggð 8.000 12,11% dýralíf ehf. austur-Hérað 4.000 28,92% eignarfélagið Hallormur ehf austur-Hérað 2.814 20,00% fasteignafélagið Borg ehf. Húnaþing-vest. 18.825 38,35% fjarðaraldan hf. seyðisfjörður 15.000 29,88% grand hótel Mývatn ehf. skútustaðahr. 10.000 7,22% Hótel Hellissandur hf. snæfellsbær 19.534 27,01% sláturhúsið Búðardal ehf. dalabyggð 16.919 24,85% sundatangi ehf. Ísafjörður 31.702 27,27% tröllasteinn ehf. Þingeyjarsveit 7.000 18,92% sjávarútvegur Bakkavík ehf. Bolungarvík 31.097 16,61% eignarhaldsfélagið gláma hf. vesturbyggð 114.500 36,52% fossvík ehf. Breiðdalsvík 9.000 15,38% Íslenskur kúfiskur ehf. Þórshöfn 25.000 11,90% norðurskel ehf akureyri 1.264 6,32% reykofninn ehf. grundarfjörður 11.667 30,17% Þóroddur ehf. tálknafjörður 10.000 14,60% Þórsberg ehf. tálknafjörður 2.900 7,65% landBúnaður fóðuriðjan Ólafsdal ehf. dalabyggð 6.000 28,57% sláturfélag austurlands fsvf. austur-Hérað 18.000 28,00% Yrkja ehf. eyja- og Miklahr. 1.800 7,29% iðnaður fjallalamb ehf. norðurþing 10.000 13,55% eðalís ehf. Hornafjörður 3.000 11,06% eldisfóður ehf. vopnafjörður 1.200 40,00% feyging ehf. Þorlákshöfn 1.749 14,44% Kjörorka ehf. rangárþing 2.000 8,25% Plastmótun ehf. Hveragerði 733 7,82% saumastofan Borg ehf. Húnaþing-vest. 1.700 19,82% saxa smiðjufélag ehf. austubyggð 12.000 28,48% skaginn hf. akranes 2.984 8,89% trico ehf. akranes 5.000 33,33% ullarvinnsla frú láru hf. seyðisfjörður 2.500 29,76% Þvottatækni ehf. seyðisfjörður 729 30,00% Þörungaverksmiðjan hf. reykhólahr. 7.919 27,67% ferðaÞjÓnusta Baðfélag Mývatnssveitar ehf. skútustaðahr. 25.000 20,83% Brimnes hótel ehf. Ólafsfjörður 4.610 12,00% ferðaskrifstofa austurl. ehf. austur-Hérað 4.500 29,03% Hótel flúðir hf. Hrunamannahr. 9.327 19,38% Hótel Húsavík ehf. Húsavík 136 0,38% Hótel valaskjálf hf. austur-Hérað 4.500 18,80% Hótel varmahlíð ehf. skagafjörður 3.000 13,04% Hvalamiðstöðin á Húsavík ehf. Húsavík 2.000 19,70% reynihlíð ehf. skútustaðahr. 5.000 27,47% snorri Þorfinnsson ehf. skagafjörður 12.000 19,89% sæferðir ehf. stykkishólmur 20.000 25,09% textílsetur Íslands ses. Blönduósi 2.000 32,15% lÍftæKni og HeilBrigðisiðnaður orf líftækni hf. reykjavík 3.339 3,74% globodent á Íslandi ehf. akureyri 2.353 7,18% ráðgjöf og BÓKHald atvinnuþróunarf. vestfj. hf. Ísafjarðarbær 1.933 22,10% atvinnuþróunarf. Þingey. hf. Húsavík 1.500 33,30% forsvar ehf. Húnaþing-vest. 2.000 12,28% frumkvöðlasetur austurl. ehf. Hornafjörður 5.600 13,76% fjárfestingarfélög eignarhaldsfélag austurl. hf. austur-Hérað 120.000 40,00% eignarhaldsfélag suðurl. hf. árborg 109.142 40,00% eignarhaldsfélag suðurn. hf. reykjanesbær 96.840 19,40% eignarhaldsfélag vestm. hf. vestmannaeyjar 78.500 38,77% gjöll ehf. Höfn 4.000 22,04% Hvetjandi ehf. Ísafjarðarbær 45.429 52,40% uPPlýsingatæKni gagnaveita skagafjarðar hf. skagafjörður 10.000 11,98% HotMobileMail ehf. Bolungarvík 15.000 24,53% Óley ehf. Ólafsfjörður 10.000 42,02% verslun og ÞjÓnusta Bæjarkort-fyrirt. og stof. ehf árborg 3.000 50,00% Hlutafélög Björgunarleiðangur og lánastopp hefur sjávarútvegurinn verið sterk- ur inni hjá okkur en viðskiptabank- arnir hafa meira tekið við á því sviði. Undanfarið höfum við frekar lagt áherslu á uppbyggingu í ferða- þjónustu og þar hefur margt tekist gríðarlega vel,“ segir Aðalsteinn. „Jákvæðustu merki okkar síðustu ár hafa verið í ferðaþjónustunni, til dæmis sjóstangaveiði á Suður- eyri og Baðfélagið í Mývatnssveit. Það eru fjölmörg smærri fyrirtæki í ferðaþjónustunni sem nú ganga vel en smærri fiskvinnslur án veiði- heimilda og rækjuvinnsla hafa á móti valdið mestu skakkaföllunum. Þessi innspýting er hluti af mót- vægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar en upphæðin í heild er ekki eyrna- merkt öðru en almennum aðgerð- um stofnunarinnar til að styðja við atvinnulíf á landsbyggðinni.“ Ójafnt skipt Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins var stofnaður árið 1997 og hefur svip- uðu hlutverki að gegna og Byggða- stofnun, að styðja við atvinnulíf og nýsköpun. Megináhersla sjóðsins er á höfuðborgarsvæðinu þó svo að sjóð- urinn hafi einnig lánað til verkefna á landsbyggðinni og erlendis. Kristinn bendir á mun meiri áhættu sem Nýsköpunar- sjóði leyf- ist að taka í samanburði við Byggðastofnun. Hann undrast hversu ójafnt er skipt milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðar. „Mig minnir að tap Byggða- stofnunar hafi að meðaltali verið í kringum 12 prósent. Á móti hefur Nýsköpunarsjóður haft úr mörgum milljörðum að spila, að mestu á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem tapið hef- ur verið nærri 40 prósent. Mér finnst mjög skrítið að enginn stjórnmála- flokkur hafi gert athugasemdir við að tap sjóðsins sé óeðlilegt. Auðvitað finnst mér að hið sama eigi að gilda um Byggðastofnun enda um sömu starfsemi að ræða og hjá Nýsköpun- arsjóði, því mér finnst mjög skrítið að tap stofnunarinnar megi aðeins vera þriðjungur af tapi sjóðsins á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Kristinn. Meira tap blasir við Aðspurður er Aðalsteinn að vissu leyti sammála því að nauðsynlegt sé að veita Byggðastofnun frekari heimild til áhættulána. Hann bendir á að á síðasta ári hafi hún verið rek- in án halla. „Reksturinn hefur ver- ið að réttast af og nýlegt framlag er lokahnykkurinn í því. Fyrir vikið telj- um við okkur allvel í stakk búin til að halda áfram okkar starfi. Eðli okkar rekstrar leiðir af sér áhættu og auð- vitað verða áföll í einstaka málum, það er alveg ljóst að hér inni eru stórir viðskiptavinir í vanda nú þeg- ar. Í lögum er samt áfram gert ráð fyrir því að stofnunin standi undir sér,“ segir Aðalsteinn. Pétur er alfarið ósammála og seg- ir tap og frekari skuldir blasa við hjá stofnuninni. Hann ítrekar skoðun sína að leggja eigi hana niður. „Al- mennt tel ég vænlegra að styðja sjálf byggðarlögin, til dæmis í gegnum skattalækkanir og lækkun ýmissa gjalda. Ég hef ekki trú á að þetta sé rétta aðferðin og peningafram- lög til Byggðastofnunar sýnast mér aðeins til þess fallin að leysa fortíðarvanda hennar vegna fyrri tapa og koma kvótaskerðingu ekk- ert við. Fyrir vikið nýtist hún lítið sem hjálpartæki í mótvægisað- gerðum, ekki nema þá að hún geti tekið á sig nýjar skuldir og ný töp,“ segir Pétur. Borgríkið er staðreynd Ágúst Einarsson, rektor Háskól- ans á Bifröst, telur íslensk stjórnvöld um nokkurt skeið hafa verið á rangri leið með áherslum sínum í byggða- stefnu. Hann segir þau verða að ein- blína á aðra þætti en atvinnulíf til uppbyggingar landsbyggðarinnar. „Allar áherslur í byggðamálum eru barn síns tíma. Ég vek athygli á að á höfuðborgarsvæðinu búa nærri tveir þriðju hlutar þjóðarinnar og þrír af hverjum fjórum ef litið er til Suður- nesja, Árborgar og Akraness líka. Það er nær einsdæmi í heiminum að svo stór hluti þjóðar búi á sama blettin- um. Borgríkið Ísland hefur orðið til án þess að stjórnvöld hafi tekið eftir því án þess að nokkur maður vilji að búseta á landsbyggðinni leggist af,“ segir Ágúst. „Byggðastefnuna þarf að hugsa út frá því sem fólkið vill. Það er ekki bara atvinna og tekjur sem það hugsar um, til dæmis voru tekjur á Vestfjörðum lengi með þeim hæstu en samt fækkaði fólkinu þar. Nú þarf að fara að huga meir að félagslegri umgjörð byggðanna og að mínu mati skiptir gífurlega miklu máli að leggja meiri áherslu á mennta- og menn- ingarstarfsemi. Það er leiðin til að halda landinu saman, ef umgjörðin er í lagi koma fyrirtækin af sjálfu sér því fólkið er duglegt.“ Aðspurður er Guðjón Arnar sam- mála því að stuðningur við atvinnu- líf sé alls ekki eina verkefnið sem bíði ríkisstjórnarinnar til að bæta hag landsbyggðarinnar. „Flutningskostn- aður út á land er aðkallandi verkefni sem taka verður á strax. Flutning- arnir kosta allt of mikið og fyrirtæki sem standa höllum fæti ráða ekki við þetta. Sömuleiðis hefur þróun raforkuverðs lítið hjálpað til þar sem hækkunin hefur orðið mest í dreifbýl- inu. Byggðastefna stjórnvalda er út og suður og mestar áhyggjur hef ég af tekjumissi einstaklinga vegna kvóta- skerðingarinnar,“ segir Guðjón Arnar. Kristinn H. Gunnarsson Þingmaður frjálslynda flokksins telur Byggðastofnun illa í stakk búna til að takast á við sam- keppni viðskiptabankanna. Honum finnst ósanngjarnt hversu mikið nýsköpunarsjóði atvinnulífsins er leyft að tapa í samanburði við Byggðastofnun. Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst bendir á þá staðreynd að Ísland sé fyrir löngu orðið borgríki og segir stjórnvöld þurfa að uppfæra byggðastefnu sína. Hann telur nauðsynlegt að leggja áherslu á mennta- og menningarstarfsemi landsbyggðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.