Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 56
Önnur breiðskífa hljómsveitar- innar Jan Mayen kemur út næst- komandi þriðjudag en hún hef- ur hlotið nafnið So Much Better Than Your Normal Life. „Við erum búnir að vera starfandi í fjög- ur ár núna. Við komum allir frá Suðvestur-Íslandi og höfðum ver- ið að glamra saman í bílskúrnum í gegnum árin. Það endaði svo bara á því að við fórum að gera þessa dúndurpopptónlist saman,“ segir Valgeir Gestsson, söngvari og gítar- leikari hljómsveitarinnar, en djúp pæling liggur að baki nafni sveit- arinnar, Jan Mayen. „Nafnið kom eftir að ég hitti eitt sinn gamlan sjómann og við fórum eitthvað að spjalla. Hann sagði mér frá því að þegar hann var á togara sá hann færi á því að Ísland myndi ná eyj- unni Jan Mayen undir íslenska lög- sögu. Þetta var einhverntíman rétt eftir að við fengum sjálfstæði og hann fór til íslenskra stjórnvalda og spurði hvort þau væru til í að bakka hann upp ef hann færi með málið fyrir erlenda dómstóla en þeir voru ekki til í það. Eftir þetta spjall okkar ákváðum við bara að kalla hljóm- sveitina Jan Mayen og höfum við það að markmiði að ná eyjunni Jan Mayen undir Ísland,“ segir Valgeir og bætir því við að hljómsveitin sé mjög svo pólitísk. „Það er íslensk heimsvaldastefna í gangi hjá okk- ur.“ Fyrst Jan Mayen, svo Osló Valli segir að sveitinni miði í rétta átt að markmiði sínu með því að gefa út þessa aðra plötu sína. „Við gáfum út eina EP plötu árið 2003 og svo breiðskífu árið 2004. En svo þuyrftum við aðeins að leggja höfuðið í bleytu áður en við gerð- um þessa nýju plötu,“ útskýrir Val- geir. Útgáfufyrirtækið Smekkleysa sér um að gefa út So Much Better Than Your Normal Life og dreifa henni í allar helstu tónlistarversl- anir landsins. Aðspurður hvort hljómsveitin ætli sér ekki að yfir- taka erlenda markaðinn líka svarar Valgeir: „Fyrst tökum við Jan May- en og svo Ósló. Aðalmálið er nátt- úrulega bara að vera hérna heima og berjast. Við erum reyndar að fara út að spila á svona kynning- artónleikum fyrir Airwaves í Lond- on í september ásamt Motion Boys og Hafdísi Huld. Við ætlum í leið- inni að spila á nokkrum tónleikum í Bretlandi og Skotlandi. Þá erum við reyndar ekki að hyggja á beina landvinninga heldur er þetta frekar svona diplómatískt.“ Fyrsta kolefnisjafnaða platan Að sögn Valgeirs er So Much Better Than Your Normal Life fyrsta kolefnisjafnaða platan sem gefin hefur verið út. „Með fyrstu fjögur hundruð eintökunum sem seld verða af plötunni fylgja fræ svo allir sem kaupa hana geti kolefnis- jafnað hana. Út af því að hún er seld í plasti þarf bara nokkur fræ til að kolefnisjafna hana og umbúðirn- ar eru úr endurvinnanlegu efni og geisladiskurinn sjálfur er úr pappa en ekki plasti. Eftir að þau eintök eru öll seld ætlum við bara að gróð- ursetja sjálfir eitt tré fyrir hverja selda plötu.“ Að sjálfsögðu verða haldnir glæsilegir útgáfutónleikar þegar platan er komin út en dag- setning verður auglýst síðar. „Við ætlum að fara að spila alveg helling núna. Við erum til dæmis að fara að spila á Grand Rokk í kvöld ásamt Diktu og Lödu Sport og fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna ætlum við að selja nokkur eintök af plöt- unni þar á góðu verði og að sjálf- sögðu fylgja fræ með þeim eintök- um, enda snýst þetta ekki bara um að skemmta okkur heldur einnig að skemmta náttúrunni,“ segir Valgeir að lokum og lofar hörkustuði á tón- leikunum í kvöld. Hægt er að kynna sér Jan Mayen nánar á myspace síðu sveitarinnar, myspace.com/ janmayen. krista@dv.is föstudagur 10. ágúst 200756 Helgarblað DV TónlisT Lista- og athafnamaðurinn Curv- er Thoroddsen stendur fyrir ekta rokkabillípartíi á Bar11 í kvöld. Kvöldin voru gífurlega vinsæl í fyrra en vegna mikilla anna Curvers með hljómsveitinni Ghostigital undan- farið hefur hann ekki haft tök á að halda neitt slíkt í ár. Þetta verður bæði fyrsta og síðasta rokkabillípar- tí ársins þar sem Curver heldur brátt til New York þar sem hann hyggst kaupa sér Nike-íþróttaskó og leggja stund á framhaldsnám í leiklist. Gallharðir unnendur rokkabillítón- listar mega því ekki láta þetta ein- staka kvöld framhjá sér fara. Troð- fullt var út úr dyrum þegar partíin voru haldin í fyrra og búist er við enn meiri stemningu í þetta skiptið og eru miklar líkur á því að fólk endi dansandi uppi á barborðum og inni í Dj-búri hjá Curver þegar stemn- ingin nær hámarki. Curver mun að vanda spila bragðsterka blöndu af rokkabillí, surf, twang, garage og gamaldags rokki og róli. Stuðið byrj- ar upp úr miðnætti og er aðgangur ókeypis. krista@dv.is Sögufrægur gripur á eBay Píanó sem áður var í eigu tónlistar- mannsins Bruce springsteen er nú til sölu á uppboðssíðunni eBay til hæstbjóðanda. Píanóið notaði Bruce þegar hann bjó í New York árin 1979- 1999 ásamt þáverandi kærustu sinni, Lynn goldsmith sem nú á píanóið. springsteen er sagður hafa samið þó nokkur lög á umrætt píanó sem mörg hver birtust á plötunni the river sem kom út árið 1980. springsteen er þó ekki sá eini sem spilað hefur á hljóðfærið því félagar hans og tónlistargoðin Bob dylan, Keith richards og Patti smith eru einnig sögð hafa leikið á það þegar þau kíktu í heimsókn til springsteens. Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! Its a Bit Complicated - art Brut send away the tigers - Manic street Preachers ugK - underground Kingz Libertad - Velvet revolver Young americans - david Bowie Aðdáendur ósáttir söngkonunni Lilly allen var neitað um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag og eru aðdáendur söngkonunnar þar í landi alveg æfir yfir þessari ákvörðun stjórnvalda. Ekki er alveg vitað hver ástæðan var fyrir neituninni en getgátur eru uppi um að það hafi haft eitthvað að gera með leiðinda- atvik sem allen lenti í í London í mars síðastliðnum þegar hún sparkaði í ljósmyndara en þar sem málið var aldrei kært til lögreglu er undarlegt að Bandaríkjamenn hafi getað notað það gegn henni. „Ég vona að bandarísk stjórnvöld séu ekki að nota internetið til að finna einhverjar sorasögur af manni sem þeir nota svo gegn manni þegar maður sækir um vegabréfsárit- un,“ segir allen á heimasíðu sinni. Miðasala hefst í dag Miðasala á tónleika hljómsveitarinnar franz ferdinand hefst í dag á midi.is, Bt á landsbyggðinni og í verslunum skífunnar. tónleikar þessarar skosku stórsveitar fara fram á tónleikastaðnum Nasa við austurvöll föstudaginn fjórtánda september og má búast við mikilli stemningu þegar svo hress hljómsveit spilar á tónleikastað á stærð við Nasa. að sjálfsögðu er um tak- markaðan miðafjölda að ræða svo fólki er bent á að tryggja sér miða sem fyrst. Eina rokkabillípartí ársins í kvöld Athafnamaðurinn Curver er duglegur að halda þrususkemmtileg þemapartí en í kvöld stendur hann fyrir rokkabillípartíi á Bar11: Önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Jan Mayen kemur út næstkomandi þriðjudag. Val- geir Gestsson söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar segir hljómsveitina vinna hörðum höndum að því að ná eyjunni Jan Mayen undir íslenska lögsögu. HugsjónaHljómsveit með markmið Jan Mayen gefa út fyrstu kolefnisjöfn- uðu plötuna Valgeir Gestsson söngvari og gítarleikari Jan Mayen. DV mynd Ásgeir Curver Thoroddsen spilar ekta rokkabillítónlist á Bar11 í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.