Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Page 41
Agnar Bogason, ritstjóri Mánudags- blaðsins, var um langt árabil einn af þekktustu borgurum Reykjavík- ur. Hann var sonur Boga Ólafssonar menntaskólakennara og k.h., Gunn- hildar Jónsdóttur frá Akranesi. Agn- ar ólst fyrst upp á Sólvallagötunni þar sem foreldrar hans bjuggu á númer 15, en Árni í Múla var þá á númer 12 og þeir Jón Múli því æsku- vinir. Bogi byggði síðan mikið og reisulegt steinhús á horni Tjarnar- götu og Skothúsvegs, Tjarnargötu 39, þar sem fjölskyldan og fjölskylda Agnars átti síðan heima. Agnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940. Hann sigldi til Bandaríkjanna og sparaði sér fargjaldið með því að ráða sig sem léttadrengur á Goða- foss. Hann hóf undirbúningsnám í tannlækningum við Southern Met- hodist University í Dallas í Texas, en hætti því námi, kom heim með fjöldann allan af nýjum jazzplötum, en hóf síðan nám og lauk prófum í fjölmiðlafræði og stjórnmálafræði í Chicago 1946. Mun hann vera fyrsti Íslendingurinn sem lauk háskóla- prófum í fjölmiðlafræði. Agnar stofnaði Mánudagsblað- ið 1947 og starfrækti það meðan honum entust heilsa og starfskraft- ar. Með Mánudagsblaðinu braut hann blað í sögu íslenskrar blaða- mennsku. Blaðið var oft flokkað sem gul pressa en seldist yfirleitt vel og fletti oft ofan af ýmsum spilling- armálum þess tíma. Agnar var bráðgreindur, vel menntaður, áhugamaður um Ís- lendingasögur og íslenskt mál, rit- fær, drátthagur frá því á unglingsár- unum og mikill hestamaður. Hann var manna skemmtilegastur, orð- heppinn og hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundum og sat löngum í síðdegiskaffi á Hótel Borg, ásamt fleiri fastagestum þar, s.s. Albert Guðmundssyni, Hauki Óskarssyni rakara og Þorkeli Valdimarssyni (Kela Valda) svo aðeins örfáir séu nefndir. Agnar var kvæntur Jóhönnu Páls- dóttur sem var stoð hans og stytta við útgáfu blaðsins og eignuðust þau þrjá syni, Boga, Pál og Sturlu. Bogi er nú einn þekktasti flugmaður landsins, ekki síst fyrir björgunaraf- rek sín frá því hann var þyrluflug- maður hjá Landhelgisgæslunni. Agnar veiktist hastarlega 1973 og missti þá mátt að hluta en hélt þó áfram að gefa út Mánudagsblað- ið. Heilsu hans hrakaði síðan í lok áttunda áratugarins uns hann lést haustið 1983, langt fyrir aldur fram. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík 10.2. 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1975, BS-prófi í stærðfræði frá HÍ 1978, MSc-prófi í hagfræði frá Lond- on School of Economics 1980 og hlaut réttindi til verðbréfamiðlunar 1998. Ólafur starfaði hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum 1985-87, var efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar 1987-88, stýrði alþjóðasviði Seðlabankans 1991-2001 og var að- alsamningamaður ríkisins um lán- tökur erlendis. Hann sat í stjórn Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 2002-2003 og hefur verið lektor við Háskólann í Reykjavík frá 2003. Ólafur kenndi við Háskóla Ís- lands 1981-85, var dálkahöfundur um efnahagsmál á Morgunblaðinu 1988-89, sat í samkeppnisráði 1993- 94 og var formaður Krónunefndar Viðskiptaráðs Íslands 2005-2006. Ólafur hefur setið í orðanefnd hagfræðinga, í stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju og var formaður stjórnar Stofnunar Sigurðar Nordals. Fjölskylda Sonur Ólafs og fyrrum eiginkonu hans, Daggar Pálsdóttur, hrl. og varaþm., er Páll Ágúst, f. 26.2. 1983, meistaranemi í lögfræði við HR. Bræður Ólafs eru Jóhann, f. 12.3. 1947, fyrrv. forstöðumaður víxla- deildar Iðnaðarbankans; Örn, f. 7.8. 1956, flugmaður hjá Atlanta. Foreldrar Ólafs: Ísleifur A. Páls- son, f. 27.2. 1922, d. 14.12. 1996, skrifstofustjóri Skreiðarsamlagsins og framkvæmdastjóri eigin fyrirtæk- is, og k.h. (skildu) Ágústa Jóhanns- dóttir, f. 10.12. 1922, húsmóðir. Ætt Ísleifur var sonur Páls, kaup- manns í Vestmannaeyjum Odd- geirssonar, pr. á Ofanleiti, bróð- ur Margrétar Andreu, móður Árna Pálssonar prófessors. Séra Odd- geir var sonur Þórðar, sýslumanns og alþm. Guðmundssonar. Móð- ir Þórðar var Sigríður Helgadóttir, systir Árna biskups í Görðum. Móð- ir Sigríðar var Guðrún Árnadóttir, pr. í Gufudal Ólafssonar, ættföður Eyrarættar Jónssonar. Móðir Odd- geirs var Jóhanna Andrea Knudsen, systir Kirstinar, móður Sveinbjörns Sveinsbjörnssonar tónskálds og höf- undar þjóðsöngs Íslendinga. Önnur systir Jóhönnu var Kristjana, þeirrar er Jónas Hallgrímsson orti til ljóð- ið Söknuður. Jóhanna Andrea var dóttir Lauritz Michaels kaupmanns, ættföður Knudsensættar. Móð- ir Páls var Anna Guðmundsdótt- ir, prófasts í Arnarbæli, bróður séra Ólafs, afa Alexanders Jóhannesson- ar háskólarektors. Séra Guðmund- ur var sonur Einars, kaupmanns í Reykjavík, föðurbróður Jóns forseta og Jens rektors, langafa Jóhannes- ar Nordals. Systir séra Guðmundar var Ingibjörg, eiginkona Jóns for- seta. Móðir Önnu var Guðrún, dótt- ir Péturs, b. á Helgavatni Hjaltested, hálfbróður Magnúsar, föður Björns M. Olsens, fyrsta rektors Háskóla Íslands. Móðir Guðrúnar var Guð- ríður Magnúsdóttir, pr. í Steinnesi Árnasonar, biskups á Hólum, Þórar- inssonar. Móðir Guðríðar var Anna, systir Kristjáns, langafa Þórarins á Tjörn, föður Kristjáns Eldjárns for- seta. Anna var einnig systir Hall- gríms, föður Jónasar skálds. Anna var dóttir Þorsteins, pr. á Stærra-Ár- skógi Hallgrímssonar og Jórunnar Lárusdóttur Scheving klausturhald- ara Hannessonar sýslumanns. Móð- ir Lárusar var Jórunn Steinsdóttir, biskups á Hólum Jónssonar. Móðir Ísleifs var Matthildur, dóttir Ísleifs, b. á Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um Guðnasonar, b. í Hallgeirseyjar- hjáleigu Guðnasonar, b. á Arnarhóli Ögmundssonar. Móðir Guðna á Arn- arhóli var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Þorvalds, afa Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Matthildar var Sigurlaug, dóttir Guðnýjar, syst- ur Páls, forföður Harðar forstjóra Einarssonar, föður hagfræðinganna Yngva, Magnúsar og Páls. Guðný var dóttir Páls, prófasts og þjóðfundar- manns í Hörgsdal Pálssonar, af ætt Síðupresta. Ágústa er dóttir Jóhanns Þ., alþm. og ráðherra, Jósefssonar, skipstjóra í Vestmannaeyjum, launsonar séra Jóns prófasts í Reykholti Þorvarðar- sonar, pr. í Holti undir Eyjafjöllum, bróður Friðriks, langafa Ólafs Hjart- ar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Bróðir séra Jóns var Skúli alþm., langafi Ólafs Skúlasonar biskups. Móðir Jóhanns Þ. var Guð- rún Þorkelsdóttir. Móðurætt Guð- rúnar verður rakin í Vestmannaeyj- um allar götur aftur á miðja 18. öld svo langt sem kirkjubækur ná. Móðir Ágústu var Magnea Dag- mar Þórðardóttir, sjómanns í Reykja- vík Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Steinunn Stefánsdóttir, b. í Vestri- Kirkjubæ, bróður Guðmundar á Keldum, langafa Jóns Helgasonar, prófessors og skálds. Guðmundur var einnig langafi Lýðs, langafa Þórð- ar Friðjónssonar, forstjóra Kauphall- arinnar. Stefán var sonur Brynjólfs í Vestri-Kirkjubæ Stefánssonar, b. í Árbæ, bróður Ólafs, b. á Fossi, lang- afa Odds, hreppstjóra á Sámsstöð- um, langafa Davíðs Oddssonar, for- manns bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Stefán var sonur Bjarna, ættföður Víkingslækjarættar Hall- dórssonar. Móðir Magneu var Ver- ónika, dóttir Einars, b. á Skrauthól- um Magnússonar. Móðir Veróniku var Guðrún Jónsdóttir, b. á Miðengi Erlendssonar og Ingibjargar Sæ- mundsdóttur, systur Gróu, ömmu Einars, ráðherra Íslands og hæsta- réttardómara Arnórssonar, föður Loga hæstaréttardómara. DV Ættfræði föstudagur 10. ágúst 2007 41 Merkir Íslendingar: MaÐUr VikUnnar Ólafur Ísleifsson lektor við Háskólann í Reykjavík Agnar Bogason f. 10. ágúst 1921, d. 26. september 1983 Ólafur Ísleifsson, hagfræðing- ur og lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur löngum verið í fréttum og tekið þátt í umfjöll- un um efnahagslíf og fjármál þjóðarinnar. Hann hefur ekki síst verið í sviðsljósinu nú síð- ustu daga vegna gagnrýni Den Danske Bank og fleiri aðila á íslenska útrás og efnahags- ástand. DV mynd Ásgeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.