Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 26
Föstudagur 10. ágúst 200726 Helgarblað DV seinna, þegar hann fór í gegnum uppgötvun- artímabilið sitt urðu textarnir hans enn opin- skárri og persónulegri. Það var aldrei litið svo á að þú værir opinskár textahöfundur heldur að þú værir meira fyrir melódíur og að segja sögur. Þessi plata er mjög opinská; það er eins og þú sért að svipta hulunni af sál þinni. Myndir þú segja að þetta sé hinn raunverulegi þú? „Já, sennilega. Þetta er samt ferli sem mað- ur gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir sjálfur vegna þess að maður er bara að lifa lífinu. Ég og John skilgreindum okkur aldrei á einn eða annan hátt, „ég er svona og hann hinsegin“, það er bara eitthvað sem fólk heldur. Ég held samt að að mörgu leyti sé það rétt, þú veist, af því að John var eins og hann var og ég er eins og ég er og við erum frekar ólíkir. Það er reynd- ar ástæðan fyrir því að við náðum svona vel saman: við bættum hvor annan upp. En, já, ég held að þessi plata sé mjög opinská. Það sem ég er að reyna að segja er að ég ætlaði ekkert að vera eitthvað minna opinskár á hinum plöt- unum, það er bara, ég veit ekki, kannski kom þetta bara svona út á þeim tíma. Ég meina, að semja lag um dauðann – það er lag sem heit- ir The End Of The End sem fjallar einfaldlega um „Daginn sem ég dey myndi ég vilja að yrðu sagðir brandarar“ – það er frekar opin- skátt. Það bara æxlaðist þannig að umfjöllun- arefnin sem ég valdi eru þannig. Einhvern tíma hefði ég fjallað um viðfangsefni eins og „Þegar ég verð 64“ sem er í eðli sínu miklu léttara. Ég heyri reyndar, augljóslega, það lag spilað frekar oft um þessar mundir! (Hlær.) En þetta er alls ekki svo slæmt lag. Þetta er einfaldlega tónlist- artegund sem ég datt inn í vegna þess hvernig ég er gerður. En ég er ánægður með að ég gerði það. En svo ég svari spurningunni, já, ég held að þessi plata sé opinskárri. Ég ætlaði ekki að gera hana þannig, hún bara varð það.“ Eitt lagið á nýju plötunni þinni, Vintage Clothes, er með frábæran takt, svona nútíma- lega, taktfasta endurtekningu, sem er kjörin fyr- ir aðra tónlistarmenn að endurhljóðblanda. Þegar þú varst í Bítlunum notaðir þú nýjustu tækni til að prófa þig áfram með hljóð en þessa dagana er það svo að þær hljómsveitir sem eru álitnar arftakar Bítlanna eru venjulega gítar- bönd sem eru ekki að gera neitt nýtt. Ætti það ekki að vera svo nú að slík tilraunastarfsemi væri helst að finna í tækninni sem tengist dans- tónlist? „Þetta er rétt hjá þér. Það er þar sem þetta gerist. Danstónlistin er kjörinn vettvangur fyr- ir svona vegna þess að hún er með þennan trans-takt sem endist í tíu mínútur svo það er eins gott að fólk geri einhverjar tilraunir, ann- ars verður þetta hrikalega leiðinlegt. Ef maður semur hins vegar styttra lag er ekki svo auðvelt að brjóta það upp og bæta einhverju öðruvísi inn í lagið. Þannig að ég held að það sé örugg- lega rétt að þetta gerist helst í danstónlist. Ég hef alltaf haft áhuga á henni. Mér hefur alltaf fundist frábært í Tomorrow Never Knows, að bandið lúppar á Bítlalaginu Tomorrow Ne- ver Knows. Það var eins og: „Já, þetta er það sem ég er að gera í dag, sem er að gera eitt- hvað áhugavert og spennandi.“ Þetta er auð- vitað voða sjálfselskt en hvers vegna ekki? Ég meina: hvers vegna ættirðu annars að semja lög? Veistu, það er ekki til neins annars en að kveikja í sjálfum sér. Á þessari plötu eru nokkur fleiri atriði þannig, vegna þess að mig langaði til að... Ég held að það sem þú ert að tala um sé Mellotron-dæmið. Ég á enn gamlan Mellotron; ég held að hann sé meira að segja fyrsti Mell- otroninn! En hann hljómar æðislega! Þetta er eiginlega ekki lúppa, en hljómar eins og lúppa, svo þú getur fengið svona tilraunakennt hljóð. Þetta er dáldið frumstætt dót. Sumt af því er eins og við gerðum í Bítlunum, bara vegna þess að ég hef ekki prófað það lengi.“ Í Bítlunum virtist bassaleikurinn þinn allt- af betri eða melódískari í þeim lögum sem voru ekki eftir þig. Var það vegna þess að þú hafðir meiri tíma til að hugsa um hvað þú vildir gera eða komu hinir með ábendingar? „Þar er líklega, sko... ég gerði mér grein fyr- ir að þegar einhver annar söng var það mitt hlutverk að spila á bassann. Ég vissi að mitt hlutverk var að spila á bassann til að styðja við þann sem var að syngja en þegar ég var að flytja mín eigin lög var það líklega eins og... ég meina, ég er samt ekki viss um að þetta sé rétt, þetta er þín túlkun á því. Ég þyrfti að fara aft- ur og hlusta á öll lögin. Var ég leiðinlegri í lög- unum mínum? En ef það er satt, sem það gæti auðveldlega verið – vegna þess að ég kafa ekk- ert sérstaklega ofan í þau – myndi ég halda að það væri vegna þess að einhver annar er að syngja og ég sæi mitt hlutverk þá sem bassa- leikari og ég vil koma fram með eitthvað nýtt. Þegar ég syng gæti svo verið að ég hugsaði með mér: „Allt sem þú þarft að gera núna er að sjá um bassaleikinn, félagi,“ og ég gæti hugsað með mér: „Oh, ég verð að láta að mér kveða.“ Já, en hvar er þá góði bassinn? Taxman var góð- ur, það var George...“ Lagið Something. „Það var gott, það var George sem söng. Come Together var gott, það var John, já, þetta er sennilega satt!“ Í mörgum lögum George er það þannig að það ber mest á þér í stuðningnum við hann, hvort sem er með bassaleik eða í bakröddum. Oft á maður erfitt með að greina framlag Johns. Hversu mikinn stuðning veitti John lögum George og hversu skapandi var hann í að koma þeim í endanlegt form? „Við studdum allt það sem hinir gerðu. Það var enginn rígur þegar kom að því að gera hlut- ina, þetta var bara spurning um hvað væri best fyrir lagið. Margt af þessu var þriggja þátta sam- hljómur og þá vorum það við þrír, ég, John og George. Ég held ekki að neinn okkar hafi hjálp- að meira til en aðrir. Við lögðum allir eitthvað af mörkum. Þetta var bara: Hvað er best fyrir plöt- una? Ég hef líklega... Þú skilur, ég, ég er áhuga- samur, þannig að á Something er ég að radda við söng George, kannski bara vegna þess að ég fór eitthvað að gaula. Sennilega var það málið. „Hvernig væri að radda þetta?“ Sennilega var það bara út af því að ég hafði áhugann. John kynni að hafa verið til í að grúva. Ef hann hefði sagt: „Hvað með röddun hér?“ Sennilega hef ég bara fengið hugmyndina fyrstur, eða eitt- hvað svoleiðis, skilurðu? Þannig gerðist þetta.“ Þrátt fyrir að þú værir alltaf að prófa eitt- hvað nýtt varð tónlist Bítlanna aldrei sjálfhverf eins og oft virðist vera hættan með tilrauna- kennda tónlist. Hvernig fóruð þið að þessu? „Við vorum bara svona góðir. Við vorum bara virkilega góðir. Við vorum bara virkilega, virki-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.