Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 24
Sem gerir það að verkum að tilhugsunin ein og sér um að taka viðtal við Paul McCartn- ey er áskorun fyrir hvaða blaðamann sem er. Fyrir það fyrsta, hvar á að byrja? Ferill hans er svo langur og litríkur og hefur haft svo mik- il áhrif á tónlistarsöguna að það er nánast ómögulegt að ná utan um hann. Og hann er svo gríðarlega frægur, um allan heim, að það hlýtur að vera ómögulegt fyrir hvaða tónlist- artímarit sem er svo mikið sem að íhuga að afþakka það þegar hann býður viðtal. En þegar komið var að máli við ritstjórn tímaritsins Clash um hvort vilji væri fyrir hendi að taka viðtal við Paul McCartney um nýjustu plötu hans, Memory Almost Full, varð uppi fótur og fit og deilur upphófust. Sumir voru efins um hver staða hans í samtímatón- list væri og hvaða erindi hann ætti við lesend- ur Clash. Væri hann nógu kúl í augum yngstu kynslóðarinnar til þess að standa við hlið Kings Of Leon og Arctic Monkeys – væri það áhætta sem við værum tilbúin að taka? Stæð- ist tónlist hans þær kröfur sem við gerum til þeirra sem við gerum skil í blaðinu okkar og hvers gætum við spurt hann sem hann hefði ekki þegar verið spurður um? Þessar rökræður stóðu þó ekki lengi. Ég meina, kommon, við erum að tala um Paul McCartney. Auðvitað myndum við taka við- tal við hann en það var ekki þar með sagt að við myndum fórna hárbeittum stíl okkar og við yrðum ekki hrædd við að leggja fyrir hann spurningar sem aðrir myndu ekki þora að bera upp. Það var fyrst og fremst tvennt sem við þurftum að fá svör við. Í fyrsta lagi hvers vegna hann teldi að hann ætti heima á síðum Clash og í öðru lagi af hverju hann sagði nýlega skil- ið við útgáfufyrirtækið sem hann hafði verið á samningi hjá í fjörutíu ár og ætlar í staðinn að gefa út plötu í gegnum Starbucks, kaffihúsa- keðju sem dreift hefur úr sér um allan heim. Hann bjóst ekki við að á sér yrði tekið með silkihönskum og við áttum í vændum eitt op- inskáasta viðtal sem hann hefur veitt í fjölda ára. Eina umræðuefnið sem ekki mátti ræða, eins og ég var varaður við fyrirfram, var yfir- standandi skilnaður hans og Heather Mills og allar lagaflækjurnar sem honum fylgja og fjöl- miðlar hafa sýnt mikinn áhuga. „Ekkert mál,“ útskýrði ég, því Clash vildi fyrst og fremst tala við hann um tónlistina. Við höfðum hvort eð er aðeins þrjú korter til að spyrja hann allra hinna 156 spurninga sem ég hafði safnað saman á mörgum vikum. Við myndum hafa um nóg annað að tala. Memory Almost Full er 21. sólóplata Pauls frá því hann sagði skilið við Bítlana og, eins undarlega og það hljómar, þá er hann á forsíðu 21. tölublaðs Clash. Platan er senni- lega sú persónulegasta sem þessi hálfsjötugi snillingur hefur gefið út og tekur á málum fortíðar, eins og bernsku hans og foreldrum, Lindu og eigin dauðleika. Platan er ekki, eins og haldið hefur verið fram, viðbrögð hans við þeim vandamálum sem hann tekst nú á við, heldur er hún einstaklega hrífandi og áhrifarík svipmynd af umbúðalausri upp- rifjun manns á löngu og innihaldsríku lífi sínu. Hann er 65 ára og þrátt fyrir að hann beri skiljanlega merki manns sem ber heiminn á herðum sér, hljómar hann svo innblásinn þegar hann talar um nýju plöt- una sína að hann verður tíma- laus, aldurslaus og töfrandi. Á þessu ári eru fjörutíu ár lið- in frá því að Sgt. Pepper‘s Lon- ely Hearts Club Band kom út en á henni söng hann lagið When I‘m 64. Hefði hann órað fyrir því á þeim tíma að sextugasta og fjórða aldursár hans myndi reyn- ast honum svona erfitt og fyrir- hafnarmikið er spurning hvort lagði hefði orðið svona asskoti jákvætt. Hvað sem því líður þá er fram- tíð McCartneys enn björt. Nýr plötusamningur, frábær ný plata, útgáfa á öllum gömlu plötunum hans á stafrænu formi og endur- nýjun á sköpunargleðinni. Fyrir Paul McCartney skiptir það eitt máli að lífið heldur áfram. Ob- La-Di, Ob-La-Da. En af hverju ákvaðst þú að tala við Clash? „Mig langaði bara til að gera eitthvað áhugavert. Það eru til nokkur tímarit sem eru svolítið sér á parti, ekki eins fyrirsjáan- leg og önnur, og ég kann að meta það. Það er meira spennandi en að gera alltaf það sama aftur og aftur. Þannig að það var eiginlega ástæðan.“ Við spurðum okkur að því hvort þú mynd- ir passa á forsíðuna og hvort þú næðir til les- endahóps okkar. Hvað fær þig til að halda að nýja platan þín nái til yngri hlustenda? „Sko, ég veit hreinlega ekki hvort hún gerir það, það er hreinn sannleikur. Ætli þið verðið ekki að segja til um það. Ef þið skrifið þessa grein, og svo reynist hún ömurleg, þá birt- ið þið hana náttúrulega ekki (hlær). Sem er bara sanngjarnt, skilurðu. Hmm... mig langar ekki að þurfa að réttlæta sjálfan mig, en þar sem ég virðist þurfa að gera það, þá myndi ég segja að, umm, sko, fullt af tónlist sem gerð er í dag á rætur sínar að rekja til þess sem við gerðum á sjöunda áratugnum. Stór hluti hennar kemur í raun þaðan. Þannig að... ég veit ekki, það gæti verið samhljómur milli einhvers af því sem ég er að gera og þess sem verið er að gera í dag. Það fer eftir því hvort fólki líkar það. Mér líkar það, þannig að það er í lagi mín vegna.“ Þetta er fyrsta platan sem gefin er út und- ir merkjum Hear Music, nýs útgáfufyrirtækis í eigu Starbucks. Sumum þótti það frekar vafa- söm ákvörðun af þinni hálfu að gefa út und- ir merkjum þeirra. Hvað varð til þess að þú sagðir skilið við útgáfufyrirtækið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár og fórst yfir til Star- bucks? „Fyrir um það bil ári var ég að vinna að þessari nýju plötu, Memory Almost Full, og naut þess fullkomlega að vera í stúdíóinu að syngja og semja og það rann allt í einu upp fyrir mér að um leið og platan yrði gefin út yrði ég hundleiður á því að þurfa að taka þátt í öllu fyrirtækinu í kringum útgáfuna, pen- ingahliðinni, og að ég yrði neyddur til að tala við fólk sem hefði takmarkaðan áhuga á því sem er að gerast í heiminum. Þannig að ég fór að ræða við upptökustjórann minn, Dav- id Kahne, sem er alveg frábær, og ég sagði bara: „Við ættum að gera eitthvað sem er ekki leiðinlegt. Sama hvað það er. Við ætt- um kannski að tala við fólk sem sér hlutina í öðru ljósi,“ þess vegna til dæmis Clash. „Við ættum að skoða nýjar leiðir til að gefa plöt- una út þannig að hún fari ekki í gegnum sama batteríið og venjulega.“ Og hann á vin sem var nýráðinn sem yfirmaður tónlistarsviðs Star- bucks og benti mér á að tala við hann. Og ég gerði það. Hann sagði: „Ó, við gefum út plöt- ur. Við erum með 400 búðir í Kína...“ Þannig vakti hann í raun áhuga minn. Þetta gerðist eiginlega bara svona, þetta leit bara út fyrir að vera áhugaverðara en það sem ég átti ann- ars í vændum, áhugaverðara en martröðin. Þannig að ég sagðist vera til í að skoða þetta og við skoðuðum málið og veistu hvað gerð- ist? Þeir höfðu ástríðu. Þeir voru í alvörunni glaðvakandi – reyndar drukku þeir rosalega mikið kaffi! (Hlær) Þeir voru alveg (talar mjög hratt og hljómar æstur): „Já, við getum gert þetta, maður! Þetta er frábært lag! Þetta er geðveikt!“ Og ég var alveg: „Já, allt í lagi, ég get unnið með ykkur.“ Og svo gerðist það og svo kom upp málið með iTunes. Það höfðu verið uppi deilur milli Bítlanna og Apple sem var verið að leysa úr – okkar Apple og Apple í eigu Steve Jobs – þannig að ég vissi að ég gæti gert ýmislegt með iTunes svo ég varð mjög spennt- ur yfir því. Þannig að við fórum út í útgáfuna með Starbucks og gerðum ýmislegt með iTunes og töluðum við önnur tímarit en venjulega og fórum í viðtöl á öðr- um útvarpsstöðvum, gerðum allt aðra hluti í sjónvarpi – kynntum plötuna á allt annan hátt með að- eins eitt fyrir augum: að gera það spennandi. Af því að einu sinni var það ofboðslega spennandi að gefa út plötu. Það er það örugg- lega enn fyrir ungt band í fyrsta sinn. En í rauninni held ég að það sé minna spennandi en áður, meira að segja fyrir ungt band. Það fylgdi því ótrúleg spenna hér áður fyrr svo við ákváðum að gera það þannig aftur. Þannig að það er eiginlega þetta sem þetta allt snýst um.“ Þú hefur verið sakaður um að snúast á sveif með þessu alþjóð- lega stórfyrirtæki frekar en stóru útgáfufyrirtæki... „Sko, þú veist, þetta eru allt alþjóðleg stórfyrirtæki. Um leið og þú stígur fæti inn á skrifstofu ertu kominn inn í fyrirtæki. Litlu, sjálfstæðu útgáfurnar eru meira að segja farnar að haga sér eins og stórfyrirtæki. Það skiptir mig engu máli. Það sem maður er að leita að er tæki til að koma tónlistinni til fólksins og auðvitað hlýt- ur það að vera búðir eða verslanakeðja eða tölvukerfi. Því fleira fólk sem þú vilt ná til, því stærri vél þarftu að fást við. En ef vélin er spennandi held ég að það sé ekki höfuð- atriði.“ Heldurðu að þetta sé enn einn naglinn í líkkistu stóru plötuútgáfufyrirtækjanna? „Já. David Kahne sagði að stóru útgáfufyr- irtækin – guð blessi þau, af því að, þú veist, þau eru allt í lagi, þetta er gott fólk, þau hafa misst fótanna svolítið og eru í dálitlu panikki og vita ekki alveg hvað er í gangi – hann sagði að þau væru eins og risaeðlur sem sætu og ræddu um loftsteininn. Og það er dálítið til í því. Fyrirtækin myndu meira að segja segja þér það sjálf. Ég meina, þetta ER allt að breyt- ast. Þetta er breytilegur heimur. Og nú er stór hluti tónlistar keyptur í gegnum netið, heil- mikið er keypt í stórmörkuðum, kaffihúsum og þar fram eftir götunum; þetta snýst ekki lengur um plötubúðir. Þannig að hugmynd- in var annað hvort að breyta því eða ekki. Og fyrir mér passaði hugmyndin um að gera eitt- hvað öðruvísi vel við það allt.“ Finnur þú enn fyrir þrýstingi á þig að koma með nýja vöru á markað? Er eftirspurn eftir henni... „Já, þetta er það sem ég geri. Og ég gæti ekki tekið þær upp sjálfur, ef það er það sem þú átt við. Ég gæti vel tekið þær upp á litla kassettu og demó og það væri í fínu lagi. En, þú veist, kommon maður, ég veit að það eru nógu margir þarna úti sem myndu vilja hlusta á þær. Það er ekki eins og það sé enginn þarna. Og svo, þú veist, þetta er spurning um hvað maður gerir. Það er alltaf sama ástæðan fyrir því að maður gerir hlutina. Af hverju vill ungt band að fólk hlusti á það? Vegna þess að þau halda að þau séu góð og þetta er það sem þau gera, þannig að þau fara út og þau spila. Og ef þau eru heppin búa þau til plötu með lögunum eða fara á MySpace eða eitthvað. Þú kemur lögunum út. Það er málið, bara að koma þeim út. Já, þetta er eins konar fíkn, en þetta er góð fíkn.“ Hefur þú sjálfur tekið þátt í MySpace-bylt- ingunni? „Nei. (Hlær.) Ég er með mína eigin MySpace-síðu, ég er með eina sem heitir Meyesight. En mér finnst þetta góð hugmynd, allt þetta dót; það er einhvern veginn gott að fólk hafi allan þennan aðgang að þessu öllu. Ég er ekki mikill tölvumaður, alls ekki. Það eina sem ég notast við er tónlistarforrit sem ég nota til að semja tónlist þannig að ég er Föstudagur 10. ágúst 200724 Helgarblað DV Hann hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna allan sinn 45 ára starfsferil, nú sem aldrei fyrr, en öllum þykir vænt um uppáhalds Paulinn sinn. Hvort sem það er sæti úfinkollurinn með dádýrsaugun, heimakæri fjölskyldumaðurinn eða þjóðardjásn Breta, þá er hann í svo miklu uppáhaldi hjá okkur öllum að það er fátt sem við vitum ekki um einn mesta tónlistarmann samtímans. Hann bjóst ekki við að á sér yrði tek- ið með silki- hönskum og við áttum í vændum eitt opinskáasta viðtal sem hann hefur veitt í fjölda ára. Allir eiga sinn uppáhalds Paul McCartney
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.