Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 13
DV Helgarblað föstudagur 10. ágúst 2007 13 Hann er alfarið á móti því að ungl- ingar séu í meðferð með sér eldra fólki. „Ég þekki dæmi þess að ungar stelpur ganga út úr meðferð með eldri mönnum. Ungir strákar koma út með eldri og reyndari jaxla úr dópheimin- um sem fyrirmyndir sínar.“ Brú yfir í samfélagið Hilmar Ingimundarson lögmað- ur segir að það vanti sárlega úrræði fyrir fanga eftir að þeir ljúka afplán- un. „Það er ekkert sem tekur við hjá þessum mönnum. Þeir fá enga vinnu og eru jafnvel húsnæðislausir. Fjöl- skyldan er kannski búin að gefast upp á þeim og þeir eiga hvergi höfði sínu að halla. Við slíkar aðstæður er ekki að undra að þeir leiðist aftur út í afbrot. Þeir hafa þá kynnst eldri og reyndari afbrotamönnum í fangels- inu og taka upp samskipti við þá þeg- ar út er komið.“ Meðal umbjóðenda Helga er Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs síbrota- maður sem dæmdur hefur verið í 30 mánaða fangelsi og var fjallað um í DV í gær. Ívar er einn af þeim þrettán ungmennum sem voru dæmd á sama tíma og Sigurbjörn og Stefán Black- burn. Helgi tekur undir með Hilmari og segir nauðsynlegt að byggja brú frá fangelsinu og yfir í samfélagið. n Stefán Blackburn er aðeins fimmtán ára gamall. Á fimm mánaða tímabili komst hann ítrekað í kast við lögin, meðal annars vegna líkamsmeiðinga, rána, fíkniefnaneyslu og hótana. Stefán er n�� á �itla��rauni. Stefán BlackBurn fimmtán ára Þriðjudagur 31. októBer 2006 n Hótaði lífláti Veittist að vegfaranda á Kleifarvegi, hótaði honum lífláti og krafðist peninga. stefán og félagar hans stálu Nokia-farsíma af manninum. stefán sagðist hafa öskrað að honum: „Komdu með peningana, eða ég stúta þér eða drep þig.“ Hann kvað ástæðu ránsins vera þá að þeir félagarnir hafi verið búnir með öll fíkniefni sín og því ákveðið að ræna næsta mann sem yrði á vegi þeirra. Þriðjudagur 31. októBer 2006 n sparKaði í blaðbera Veittist að blaðbera í Hjallalandi og sparkaði í bak hans. fórnarlambið hlaut rispur á hálsi og roða á vanga. félagar stefáns hótuðu manninum lífláti og skipuðu honum að afhenda veski sitt. Þegar hann sagðist ekki vera með veski á sér heimtuðu þeir símann hans og stálu honum. blaðberinn kvaðst hafa orðið dauðskelkaður við árásina. Miðvikudagur 29. nóveMBer 2006 n reyNdi að stela HraðbaNKa Velti hraðbanka úr afgreiðslu landsbankans við Klettháls, ásamt tveimur félögum, og reyndi að koma hraðbankanum á pallbifreið. Hraðbankinn var að verðmæti 1,5 milljóna króna en í honum voru 3.941.000 krónur í reiðufé. sagði stefán að hann og félagar hans hefðu verið á leið upp á litla-Hraun að sækja kunningja sinn þegar þeir óku framhjá hraðbankanum og ákváðu að ræna honum. stefán sagði alla í bílnum hafa verið ruglaða en hann sjálfur aðeins spíttaður. ekki gátu þeir komið hraðbankanum í bílinn og urðu því frá að hverfa. Sunnudagur 14. janúar 2007 n stal bíl stal bíl og ók honum réttindalaus frá reykjanesbraut við Mjódd að heimili sínu á langholtsvegi þar sem hann skildi bílinn eftir. Sunnudagur 28. janúar 2007 n stal farsíMa stal sony-ericson-farsíma úr söluturni á akureyri með því að taka símann af borði og ganga með hann út. Miðvikudagur 25. MarS 2007 n Hótaði að sKera MaNN á Háls rændi verslun 10-11 við setberg í Hafnarfirði, í félagi við vini sína. Þeir kröfðu starfsmann um peninga og hótuðu að skera hann á háls. Þeir neyddu starfsmenn til að opna tvo peningakassa og höfðu á brott með sér 41 þúsund krónur, auk fimm vindlingapakka og þriggja dVd-mynda. n í faNgelsi eftir handtöku var stefán settur í gæsluvarðhald í Hegningarhúsinu á skólavörðustíg. Hann var sendur á unglingaheimilið að stuðlum til áframhald- andi gæslu en var sendur aftur á skólavörðustíg. Þaðan fór stefán á Háholt en vegna ítrekaðrar ofbeldishegðunar fór hann að lokum á litla-Hraun þar sem hann er nú. Ungmenni fá vægari dóma fyrir afbrot en fullorðnir: neyðarviStun til að Stöðva lífShættulega hegðun „Þegar barn á aldrinum fimmtán til átján ára fremur afbrot ber lögreglu að tilkynna það til barnaverndar- nefndar í sveitarfélagi barnsins,“ seg- ir Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu. „Eins ber full- trúa barnaverndar að vera viðstadd- ur skýrslutöku og fylgjast með því að ekki sé brotið á rétti barnsins.“ Áhersla er lögð á að ungmenni fari frekar á meðferðarheimili en í fang- elsi. Steinunn bendir á að það sé að- eins þegar reynt hefur verið í þaula að fá unglinga til samstarfs sem þeir séu settir í fangaklefa. Steinunn segir að þegar ungmenni fái dóma séu þeir mun vægari en ef um fullorðinn einstakling væri að ræða. „Aldur er hafður til hliðsjónar í flestum lagaákvæðum. Ungt fólk er oftar dæmt í skilorðsbundið fangelsi en aðrir. Í raun er sjaldgæft að þau fái dóma sem þau eiga að afplána.“ Hluti meðferðarheimilisins Stuðla, sem heyrir undir Barnaverndarstofu, sér um neyðarvistun ungmenna. Neyðarvistunin er, eins og nafnið gef- ur til kynna, algjört neyðarúrræði og er aðeins notað ef brýnar ástæður eru til. Steinunn segir ekki æskilegt að börn séu lengi á þessari lokuðu deild en hámarkslengd neyðarvistunar er 14 dagar. „Þarna er hvorki gert ráð fyrir greiningu né meðferð. Neyðar- vistunin er aðeins til þess að stöðva óæskilega, skaðlega og stundum lífs- hættulega hegðun.“ Miðað er við að ungmenni dveljist sem fæsta daga í einangruninni. Glæpamenn gera sér ekki grein fyrir þeim áhrifum sem brotin hafa á þolendur: hiSSa á vanlíðan fórnarlamBa Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur seg- ir brotamenn oft ekki gera sér grein fyrir afleið- ingum gjörða sinna á þolendur og að þeim komi oft mjög á óvart að fórnarlömb hafi fengið áfall. Helgi mælir með sáttaleiðinni þar sem ungir brotamenn mæta þolendum og hlusta á upplif- un þeirra. Hann bendir á að fyrir nokkru hafi farið hér um nokkurs konar ránsalda. Margir voru í kjöl- farið dæmdir fyrir brot sín og settir í fangelsi. Þegar tekin voru viðtöl við ræningjana sögðust þeir aðeins hafa hugsað um að þá sjálfa vantaði pening og að líklega væri góð hugmynd að nota hníf og grímu til að frekar yrði tekið mark á þeim þegar þeir skipuðu starfsfólki verslana að af- henda verðmætin. „Þeir gera sér enga grein fyr- ir því að þetta hefur gífurleg áhrif á þá sem fyr- ir ráninu verða. Oft verða þeir mjög hissa þegar þeim var sagt að fórnarlömbin hafi þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið.“ Í nokkurn tíma hefur verið reynt að nýta svokallaða sáttaleið til að hjálpa ungu brota- fólki að átta sig á afleiðingum gjörða sinna. Þeir sem afbrotin fremja hitta þá fórnarlömb sín og bregður oft mjög við að heyra hversu mikilli vanlíðan brotin hafa valdið þeim. Helgi segir að áhrifaríkast sé að nota þessa leið í upphafi brotaferils. Hann nefnir einnig að í félagsmið- stöð í Grafarvogi sé þessi aðferð notuð þó að ekki sé um eiginlegt afbrot að ræða. „Það snert- ir flesta að horfast í augu við þá sem þeir hafa beitt órétti.“ Helgi gunnlaugsson ræningjar gera sér oft enga grein fyrir því að fórnarlömbin verða fyrir miklu áfalli við ránið. Helgi mælir með sáttaleiðinni þar sem ungir brotamenn mæta þolanda og hlusta á upplifun þeirra. arthur geir Ball er nítján ára gamall síbrotamaður en hann hefur margsinnis komist í kast við lögin, þar á meðal fyrir vopnað rán. Hann afplánar refsidóm á litla- Hrauni eftir að hafa rofið skilorð þegar hann var handtekinn með 0,1 gramm af kannabis í september á síðasta ári. Litla-Hraun yngsti fanginn sem hefur verið settur inn á litla-Hraun var fimmtán ára. síðustu ár hefur að meðaltali einn einstaklingur undir átján ára aldri verið dæmdur til fangelsisvistar. Krakkar á þessum aldri eiga þó kost á að fara á meðferðarheimili frekar en í fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.