Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 12
föstudagur 10. ágúst 200712 Helgarblað DV irsýn yfir öll hans mál. Þegar hann var kominn aftur heim fannst hon- um aðstoðin sem Sigurbjörn fékk einkennast af skipulagsleysi þar sem barnaverndaryfirvöld skortir yfirsýn. Steinunn Bergmann, félagsráð- gjafi hjá Barnaverndarstofu, segir að mögulega skorti fjármagn til að sinna þessum málaflokki sem skyldi og bendir á að líklega sé undarleg forgangsröðun í samfélaginu. Helgi Gunnlaugsson telur að vandi afbrot- aungmenna byrji snemma. „Vand- inn kemur til áður en þau byrja að neyta fíkniefna og áður en þau fara að brjóta af sér. Það á að vera hægt að grípa inn í þegar tengslaleysi og hegðunarvandkvæði gera vart við sig strax í leikskóla.“ Dýrt að gera ekkert „Það hleypur á hundruðum milljóna á ári að gera ekkert,“ segir Mummi. „Þeir sem fara inn á braut afbrota kosta samfélagið gífurlegar fjárhæðir. Þegar óskað er eftir frek- ara fjármagni til að fjölga meðferð- araðilum og auka forvarnarstarf er viðkvæði stjórnvalda oftar en ekki að þetta sé dýr málaflokkur sem sinnt sé eftir bestu getu. Ef meta á kostnaðinn með vit- rænum hætti verður að horfa á heildarmyndina. Ein líkamsárás getur kostað meira en ár í meðferð. Þetta er allt spurning um skipulag. Þegar tilkynnt er um líkams- meiðingar fer mikið ferli í gang. Lögregla mætir á svæðið ásamt sjúkrabíl. Sá slasaði er fluttur á sjúkrahús þar sem enn fleiri laun- aðir starfsmenn hlúa að meiðslum hans. Alvarlegustu meiðslin eru sett í forgang og þannig þurfa aðr- ir jafnvel að bíða lengur eftir lækn- isaðstoð á meðan fórnarlömbum ungra glæpamanna er sinnt, fólki sem aldrei hefði orðið fórnarlömb nema af því að ekki er lögð nægi- leg áhersla á forvarnir og meðferð. „Þá er ótalinn kostnaður við dóms- meðferð, fangavist og fjölda ann- arra þátta sem koma til við hvert brot sem dæmt er í.“ Mummi seg- ir sorglegt til þess að vita að mörg þeirra ungmenna sem fremja al- varleg brot í dag hafi verið viðloð- andi kerfið í fjölda ára án þess að unnið væri markvisst með þeim að úrbótum. Sálin í biðstöðu „Hann er í sínu víti,“ segir Bald- vin sem finnst sárt að hugsa til þess hvernig komið er fyrir syni hans. Hann heldur enn í vonina og telur að vegna ungs aldurs sonar síns eigi hann enn möguleika á að ná sér á strik. Sigurbjörn er þó enn á Litla- Hrauni. „Sálin er í biðstöðu. Mér líður samt betur að vita hvar hann er þótt þetta sé auðvitað ekki sá staður sem ég óskaði að hann væri á.“ Helgi Gunnlaugsson afbrota- fræðingur segir að þótt hann sé ekki hlynntur fangavist ungmenna geti það mögulega haft áhrif til góðs að vista þau eins og sólarhring í fang- elsi. „Þá er ég auðvitað aðeins að tala um erfiða einstaklinga. Sum- ir þeirra fá hálfgert áfall við að vera settir í fangaklefa og fara að hugsa líf sitt upp á nýtt. Þeir spyrja sig spurn- inga og velta því upp hvort þetta sé sá staður sem þeir vilji eyða meir- hluta lífs síns á.“ Endurhæfingu og meðferð utan fangelsa telur Helgi þó besta kostinn. Steinunn segir það stefnu Barnaverndarstofu að stuðla að auknum úrræðum utan stofnana og færa þjónustu í meira mæli inn á heimilin. Þannig sé hægt að vinna með unglingunum í þeirra eigin umhverfi. Tilbúinn stofnanamatur Við viljum ekki sjá börn í fangels- um. Það geta flestir verið sammála um. Hegningarlögin gera ráð fyrir að þeir sem eru orðnir fimmtán ára beri ábyrgð á gjörðum sínum og séu sakhæfir. Steinunn Bergmann, fé- lagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, segir að lögð sé áhersla á að ung- menni upp að átján ára aldri sitji dóma af sér á meðferðarheimilum en ekki í fangelsi. Hún bendir þó á að dæmi séu um að börn allt niður í fimmtán ára sitji á Litla-Hrauni. Eins og alþjóð veit situr öll glæpaflóran í þessari stærstu fanga- geymslu landsins. Á Hrauninu er pláss fyrir um níutíu fanga; morð- ingja, barnaníðinga, handrukkara, og unglinga. Af og til kemur upp sú hugmynd að koma á laggirnar unglingafang- elsi. Þannig væri hægt að hafa unga glæpamenn í haldi fjarri þeim eldri og reyndari. Helgi Gunnlaugsson telur ungl- ingafangelsi ekki réttu leiðina. „Með því að einblína endalaust á að fjölga stofnunum erum við bara að búa til stofnanamat.“ Steinunn tekur undir með Helga og vill auka úrræði utan stofnana. Unglingadómstóll Við fyrstu sýn virðist það góð og skynsamleg leið að fjarlægja brota- manninn. Þó er ljóst að hann mun alltaf koma aftur. Átján ára ungling- ur sem fer í fangelsi er engu bættari þegar hann kemur aftur út í samfé- lagið. Staðreyndin er einmitt sú að hann verður sýnu verri. Fólk fer í fangelsi því það gerist brotlegt við landslög, því það getur ekki aðlag- að sig reglum þjóðfélagsins. Því er augljóst að leiðin til að hjálpa því að komast á beinu brautina er ekki að taka það úr því umhverfi sem það þarf að lifa í. Mummi vill fá sérstakan ungl- ingadómstól. „Það þarf sérhæfða dómara til að vinna að málefnum unglinga þar sem orsök og afleið- ingar haldast í hendur. Stundum kemur lögreglan það seint að taka skýrslu af krökkunum að þau muna ekki eftir afbrotinu. Dómskerfið er allt of svifaseint. Börnin tengja refs- inguna ekki við brotið.“ Við fyrstu sýn virðist það góð og skynsamleg leið að fjarlægja brotamanninn. Þó er ljóst að hann mun alltaf koma aftur. Átján ára unglingur sem fer í fangelsi er engu bættari þegar hann kemur aftur út í samfélagið. Staðreyndin er einmitt sú að hann verður sýnu verri. Mummi í Götusmiðjunni bendir á að strákum sé líka nauðgað: kæra ekki nauðganir Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, segir að ef börn og unglingar séu í afbrotum leiti þau ekki aðstoðar þegar brotið er á þeim sjálfum. „Krakkar, sem er nauðgað, kæra ekki. Þau kæra ekki af ótta og vegna þess að sjálfsmynd þeirra er í molum. Lögreglan er erkióvinurinn og í raun allt sam- félagið.“ Hann segir að hluti af starfi sínu sé að byggja upp brotnar sálir og kenna þeim að það sé ekki í lagi að selja sig. „Mér finnst vanta inn í umræðuna að strákar selja sig líka og þeim er líka nauðgað. Þeir upplifa sama sárs- aukann og sömu niðurlæginguna. Vegna viðhorfa sam- félagsins fara þeir samt frekar í felur með þessa reynslu en stelpur.“ Mummi bendir á að öll ungmenni sem koma í Götusmiðjuna hafi verið í afbrotum. „Munurinn liggur í því hvort þau hafa verið tekin fyrir þau eða ekki.“ Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum fimmtán til tuttugu ára. Flest þeirra eiga við vímuefnavanda að stríða auk þess að fremja afbrot. Mummi í Götusmiðjunni Mummir segir afbrotaunglinga þola mikla vanlíðan og dæmi séu um að þeir hugsi með sér: „Ef einhver nauðgar mér, er það bara þannig.“ Hilmar Ingimundarson „Það er ekkert sem tekur við hjá þessum mönnum. Þeir fá enga vinnu og eru jafnvel húsnæðislausir. fjölskyldan er kannski búin að gefast upp á þeim og þeir eiga hvergi höfði sínu að halla. Við slíkar aðstæður er ekki að undra að þeir leiðist aftur út í afbrot. Þeir hafa þá kynnst eldri og reyndari afbrotamönnum í fangelsinu og taka upp samskipti við þá þegar út er komið.“ Axel Karl Gíslason Var yngsti mannræningi Íslandssögunnar þegar hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum fyrir að ræna ungum pilti úr Bónusverslun í Vesturbænum. Þeir fóru með hann í hraðbanka þar sem þeir létu hann taka út fé svo þeir gætu haldið fíkniefnaneyslu sinni áfram. Hann situr enn í fangelsi á Litla-Hrauni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.