Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 37
DV Helgarblað Föstudagur 10. ágúst 2007 37 K ristbjörg Kristmunds- dóttir er ný- lent úr löngu flugi frá Bandaríkj- unum þegar blaðamaður bankar upp á. Hún er að pakka upp úr einni ferðatösku og niður í aðra því það er ekki nema ein og hálf klukku- stund þangað til hún fer með flugi til Egilsstaða. Þrátt fyrir ferðalög- in veigrar Kristbjörg sér ekki við að tala við blaðamann og sitja fyrir hjá ljósmyndara áður en hún leggur í hann. Kristbjörg kveikir á kertum áður en hún fær sér sæti og bíður bros- andi eftir spurningum blaðamanns sem byrjar á því að spyrja hana hvort hún hafi alla tíð lifað heil- brigðu lífi. „Ég held að ég hafi fæðst með áhuga á jóga,“ segir hún hugsi. „Ég var líklega tíu ára þegar ég sá jóga- bók í fyrsta sinn og vissi samstund- is að þetta var eitthvað sem ég vildi gera. Ég eignaðist mína fyrstu jóga- bók þegar ég var ellefu ára, pabbi og mamma gáfu mér hana í jólagjöf. Ég byrjaði smátt og smátt að stunda jóga og undanfarin tuttugu og fimm ár hef ég gert það reglulega.“ Kristbjörg segir lifandi og skemmtilega frá. Hún tjáir sig með öllum líkamanum og það er ekki erfitt að sjá hvers vegna fólk laðast að henni. Hún geislar af hreysti og lífsgleði og það væri synd að segja að aukakílóin hafi gert sig heima- komin á líkama hennar. Blaða- maður, sem berst hetjulegum bar- daga við vöðvabólgurnar, dag eftir dag, kemst ekki hjá því að hugsa að kannski sé jóga svarið. Eftir svari Kristbjargar er ekki ólíklegt að svo sé. „Jóga heldur manni í kjarnanum, í tengslum við uppsprettuna hið innra. Hugurinn er oft fullur af ótta, kvíða og væntingum og hugmynd- um um það hvernig hlutirnir eiga að vera. Yfirleitt gerum við meira af því að hugsa um aðra og eigum það til að gleyma sjálfum okkur, því sem er raunverulega gott fyrir okkur sjálf. Þegar við festumst í óttanum og lífsgæðakapphlaupinu er jóga góð leið til þess að draga athyglina aftur inn í kjarnann og minna okk- ur á hin raunverulegu gildi, hvað það er sem við raunverulega vilj- um, og hjálpar okkur að fylgja því eftir. Raunveruleg hamingja, sem eingöngu kemur innan frá, verð- ur aðeins upplifuð í andartakinu, þegar við erum í tengslum við innri uppsprettu. Jóga er mjög gott fyr- ir okkur í neyslusamfélagi þar sem streita og flótti frá „sársauka“ er að fara með okkur öll.“ Kristbjörg hefur kennt jóga í tæp tuttugu ár þannig að hún ætti að vita hvað hún er að segja. „Þegar ég bjó fyrir austan kenndi ég jóga á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Eskifirði. Ég keyrði líka upp um allar sveitir, upp í Skrið- dal og Jökuldal til þess að kenna fólki að iðka jóga.“ Jóga felur í sér heilunarkraft Kristbjörg fullyrðir að jóga örvi heilunarkraft líkama og sálar og það sé gott í baráttunni við andlega jafnt sem líkamlega sjúkdóma, sem að hennar sögn eru oftar en ekki samtengdir. Ég spyr hana hvort sá sem hefur fengið þann úrskurð hjá lækni að hann sé með krabbamein og eigi aðeins eitt og hálft ár eftir ólifað geti byrjað að stunda jóga til að styrkja sig. „Það væri það besta sem við- komandi gæti gert fyrir sjálfan sig. Allir geta gert jóga, jafnvel þeir sem eru rúmliggjndi á sjúkrahúsi. Í þeim tilfellum er hægt að gera önd- unaræfingar og litlar, mjúkar æfing- ar. Ég held að allt sé mögulegt svo framarlega sem maður finni réttu leiðina og sé tilbúinn til þess að gera allt það sem þarf til að ná ár- angri. Í þessu tilfelli er alls ekki víst að viðkomandi ætti aðeins eitt og hálft ár eftir, árin gætu þess vegna orðið þrjátíu og fimm. Ég þekki til fólks sem hefur fengið þann dóm að vera dauðvona og eiga aðeins þrjá mánuði eftir. Læknirinn kvaddi með þeim orðum að nú væri um að gera að lifa lífinu til fulls þessa þrjá mánuði. Þetta sama fólk hefur dáið ellidauða. En slíkt gerist aðeins með róttækum breytingum á lifn- aðarháttum og viðhorfi til lífsins. Þá er nauðsynlegt að endurmeta alla þætti og forgangsraða upp á nýtt. Orðið jóga þýðir í raun eining, eining við kjarnann sinn, eða þann sem maður í rauninni er. Einingu við þann skapara sem skóp okkur, hvaða nafni sem við köllum þann skapara. Jóga er í raun og veru leið til þess að halda sér í þessu eining- arástandi. Í framhaldi af því leið- réttist líkamsstarfsemin eins mikið og mögulegt er því einingin opnar fyrir heilunarkraftinn. Jóga er var- anleg lausn, með því að stunda jóga gerir þú þér gott og þú býrð að því alla ævi, sama hvað á bjátar.“ Frumherjinn Kristbjörg Eins og áður sagði bjó Kristjörg ásamt fyrrverandi eiginmanni sín- um í sveitinni í rúmlega tuttugu ár, nánar tiltekið á Fljótsdalshéraði. Þar byggðu þau fallegt, lífrænt bú sem er Vallanes. „Eftir að ég flutti í sveitina tengd- ist ég náttúrunni mjög sterkt og ég byrjaði strax að rækta lífrænt fyr- ir mig og mitt fólk. Við vorum með kúabú og í fyrstunni var maðurinn minn mest fyrir kýrnar. Hann fékk samt fljótlega áhuga á ræktuninni og í dag rekur hann þetta bú þar sem hann ræktar lífrænt grænmeti, yndislega fallegt og gott. Við vorum með þeim fyrstu til að fara þessa leið á eftir ábúendum í Skaftholti og á Sólheimum í Grímsnesi. Jörðin á Vallanesi er öll lífræn, hver einn og einasti hektari er lífrænn.“ Nú halda eflaust margir að líf- ræn ræktun sé nútímafyrirbæri og ég spyr Kristbjörgu hvort fólk hafi yfirhöfuð verið að kveikja á gæðum lífrænt ræktaðs grænmetist umfram annað grænmeti. „Fólki fannst þetta bara hallær- islegt til að byrja með,“ segir Krist- björg og skellihlær. „Menn álitu sem svo að þetta væri gamli tím- inn, svona hefðu gömlu karlarn- ir farið að. En það var samt einn og einn sérvitringur sem hringdi með öndina í hálsinum til þess að spyrja hvort það væri rétt sem hann heyrði að hjá okkur gæti hann feng- ið lífrænt ræktað grænmeti. Smátt og smátt fór þetta svo að breiðast út og njóta sífellt meiri vinsælda. Ann- ars held ég að fólkið í sveitinni hafi í fyrstu litið mig hornauga, þessa undarlegu konu sem stundaði og kenndi jóga, ræktaði lífrænt græn- meti og bjó til blómadropa. Í dag finn ég hins vegar fyrir kærleika og virðingu frá sveitungunum.“ Byltingarkenndir blómadropar Blómadropar. Það eru einmitt þeir sem leika stórt hlutverk í því sem Kristbjörg er að bardúsa þessa dagana. Þeir sem ekki trúa á óhefð- bundnar lækningar telja slíka dropa húmbúkk og vitleysu og líkja þeim gjarnan við dropa þá sem farandsölumenn seldu fyrr á tím- um og töldu fólki trú um að lækn- uðu allt frá brotnu hjarta upp í ban- væna sjúkdóma. Kristbjörg, sem er harður talsmaður blómadropa, auk þess að vera einn af framleiðendum þeirra, blæs á slíkar sögur. „Ég byrjaði að nota blómadropa ári eftir að ég flutti í sveitina. Í fyrst- unni notaðist ég við erlenda dropa því þá kunni ég ekki að búa þá til sjálf. Strax eftir fyrsta sumarið, þegar ég fann hvað droparnir voru magnað og frábært fyrirbæri, fór ég að gera dropa ásamt tveimur vin- konum mínum. Droparnir okkar virkuðu svo rosalega vel, betur en erlendu droparnir. Það þurfti ekki meira til þess að koma mér í gang og ég fór að búa til dropana fyrir al- vöru og hef verið að síðan þá.“ Það er ekki ólíklegt að lesend- ur velti því fyrir sér hvað leynist í dropunum. Hvað þeir innihaldi sem geri fólki gott. Kristbjörg svarar að bragði. „Það er kraftur náttúrunnar. Blómadropar eru í rauninni lífs- orka hverrar jurtar fyrir sig. Allar jurtir hafa ákveðna virkni sem við þurfum á að halda, mismunandi eftir því hvað það er sem við erum að kljást við. Sum blóm gefa mikla gleði og hafa orku sem opnar fyr- ir hjartað. Svo eru til jurtir, eins og melablóm, sem gefa djúpa jarð- tengingu og styrkir tenginguna við rætur okkar. Hún er góð fyrir þá sem ferðast mikið á milli landa því öll þurfum við að eiga rætur einhvers staðar í heiminum. Við þurfum að sækja orku til jarðarinnar, rétt eins og við sækjum orku til himinsins. Kraftur jurtanna getur hjálpað okk- ur að koma jafnvægi á tilfinninga- lífið og hugsanir okkar. Hann hjálp- ar okkur að losa um orkuhindranir sem myndast þegar við höfum orð- ið fyrir áfalli. Krafturinn getur með- al annars hjálpað þeim sem eru of- urviðkvæmir og taka allt inn á sig, eru stressaðir, kvíðnir, svo eitthvað sé nefnt. Með því að vera ekki í kjarnanum okkar erum við ekki að taka ábyrgð á eigin lífi, ekki að velja orkuna okkar og lífið okkar heldur látum við stjórnast af því sem ger- ist í kringum okkur og við gleym- um hver við erum og hvað við vilj- um. Droparnir geta hjálpað okkur að vinda ofan af gömlum áföllum og erfiðum umhverfisáhrifum sem draga okkur oft frá kjarnanum okk- ar þar sem kærleikurinn og gleðin býr.“ Náttúran í dropatali Kristbjörg tók með sér fulla ferðatösku af blómadropunum góðu til Bandaríkjanna. Eins og stundum gerist skilaði taskan sér ekki þegar áfangastað var náð og fannst ekki fyrr en þremur dög- um seinna. Þá fór ekki á milli mála að tollverðir höfðu athugað vel og rækilega hvað leynist í þessum litlu flöskum sem við nánari könnun innihéldu ekkert nema náttúruna sjálfa í dropatali. „Ég var að kenna að nota íslensku blómadropana, sem ég framleiði sjálf, á vikunámskeiði í Kólóradó. Þar var ég að kenna við School of Natural Medicine kúrs sem heitir blómadropaterapistanám. Þetta er skólinn sem ég lærði við og útskrif- aðist frá árið 2000 og hef tekið að mér að kenna þetta fag bæði í skól- anum úti og líka við útibú sem skól- inn er að opna hérna heima. Eft- ir að kúrsinum lauk var ég áfram í nokkra daga og tók fólk í einkatíma. Það var mjög gaman og jafnframt athyglisvert að sjá hvað Bandaríkja- menn eru að sumu leyti öðruvísi en við en samt svo líkir líka. Þeir eru að takast á við svipaða hluti og við. Mér finnst gaman að sjá hvernig fólk er orðið meðvitaðra um líf sitt og líðan og áttar sig á því að það ber sjálft ábyrgð á eigin lífi. Fólk er stöðugt að átta sig betur á því að við sköpum okkar eigið líf með hugs- unum okkar, hugmyndum og til- finningum. Ef við leyfum neikvæð- um, erfiðum tilfinningum að vera ráðandi, þá skapar það ákveðið ferli í lífi okkar og það dregur að sér enn meiri erfiðleika. Ef við náum því að leyfa jákvæðum tilfinningum að vera ríkjandi í daglegu lífi, þá dreg- ur það að sér jákvæðni. Blómadrop- arnir, líkt og jógað, hjálpa okkur að höndla þetta.“ Kristbjörg starfar sem ráðgjafi og notar blómadropana með tilliti til þess hvað amar að fólki. „Ef fólk er að kljást við þung- lyndi fær það dropa sem hjálpar því að stíga út úr þunglyndinu. Kannski þarf fólk að leita sér frekari lækn- inga en droparnir geta gert herslu- muninn. Þegar fólk leitar til mín vegna líkamlegra sjúkdóma ráðlegg ég því auðvitað að leita til læknis auk þess að nota dropana, sem geta farið dýpra. Ég reyni að komast að andlegu rótinni að sjúkdómnum og ástæðu þess að einstaklingur- inn hefur þróað með sér einhvern ákveðinn sjúkdóm. Í mínum huga eru sjúkdómar skilaboð frá líkam- anum um að það sé eitthvað í lífi mínu sem er ekki að ganga upp. Það getur verið svo margt, til dæm- is tilfinningaleg áföll, hvaða viðhorf við höfum til lífsins, til okkar sjálfra og annarra. Ef við höfum neikvætt viðhorf gagnvart okkur sjálfum, þá kemur það örugglega út í streitu. Ef við erum forfallnir rasistar kemur það líka út á líkamanum. Í gegnum árin hef ég, bæði sem jógakennari og terapisti, þjálfað með mér að lesa út úr líkamstjáningu fólks. Ef við vinnum ekki úr tilfinningum okkar sitja þær fastar innra með okkur eða leika lausum hala í lífi okkar, þá leyfum við tilfinningun- um að stjóra lífi okkar og það kem- ur niður á líkamanum sem verður veikari fyrir. Það fer rosaleg orka í að bæla niður tilfinningarnar, að vera stöðugt í tilfinningauppnámi og hlutverki dramadrottningarinn- ar. Blómadroparnir hjálpa til við að vera óháðari þessum tilfinning- um og hugsunum, vinna úr þessum innri hindrunum og vera í andlegu jafnvægi.“ Námskeið fyrir jógakennara Klukkan tifar og blaðamaður er orðinn dauðhræddur um að Krist- björg missi af fluginu til Egilsstaða. Sjálf er hún sallaróleg og áður en hún kveður gefur hún sér tíma til þess að finna til dropa gegn streitu, lífsins koníak. „Ég verð með jógakennaranám- skeið sem byrjar 17. ágúst. Nám- skeiðið byrjar í Bláfjöllum þar sem við verðum í tvær vikur. Það er al- gjört æði að búa uppi í Breiðabliks- skála í tvær vikur, vakna klukk- an half sex á morgnana og byrja að gera jóga klukkan sex. Nám- skeiðið heldur áfram í september og þá mæta nemendur einu sinni í viku auk þess að fara í tvo jóga- tíma endrum og eins fram í októ- ber. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja verða jógakennarar og þeir sem hafa ekki gert jóga áður þurfa að ljúka jógaástunduninni í seinna hluta námsins, eða þar til viðkom- andi hefur náð því að vera upp undir fjóra mánuði í jóga. Útskrift verður í október. Þeir sem hafa ver- ið á jógakennaranámskeiði í Blá- fjöllum fá stjörnur í augun, þeir verða mjúkir í framan og það kem- ur sælubros á andlit þeirra þegar minnst er á þá góðu daga.“ Þessi lýsing á vel við Kristbjörgu sjálfa, hugsa ég með mér þegar ég kveð hana í dyrunum. Þegar ég ek burt frá húsinu lít ég í baksýnisspeg- ilinn og sé að hún stendur ennþá brosandi í dyrunum. Kristbjörg er kona sem hefur fundið innra jafn- vægi. thorunn@dv.is Fæddist „Fólki fannst þetta bara hallærislegt til að byrja með. Menn álitu sem svo að þetta væri gamli tíminn, svona hefðu gömlu karlarnir farið að. En það var samt einn og einn sérvitring- ur sem hringdi með öndina í hálsinum til þess að spyrja hvort það væri rétt sem hann heyrði að hjá okkur gæti hann fengið líf- rænt ræktað græn- meti.“ Litin hornauga „annars held ég að fólkið í sveitinni hafi í fyrstu litið mig hornauga, þessa undarlegu konu sem stundaði og kenndi jóga, ræktaði lífrænt grænmeti og bjó til blómadropa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.