Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 39
DV Helgarblað föstudagur 10. ágúst 2007 39 Hrafnhildur Halldórsdóttir, útvarpskona Meiri tíma fyrir fjölskyld- una „Það vantar ekkert af verald- legum hlutum. Það vantar meiri tíma fyrir fjölskylduna. Við erum alltaf með samviskubit yfir því að heimsækja foreldra okkar ekki nógu oft og eyða ekki meiri tíma með börnunum okkar. Á sama tíma eru gerðar miklar kröfur til okkar í vinnunni þar sem árangur næst ekki nema þegar við gefum henni allan okkar tíma. Þetta á sérstaklega við um konur. Þetta er samvinnuverkefni samfélagsins sem við þurfum að huga að. Frið- ur er mér líka ofarlega í huga. Við þurfum að leita inn á við og vera þakklát fyrir það sem við höfum í stað þess að vilja alltaf meira.“ „Það vantar ekki neitt. Það eru algjörar al- snæktir. En okkur finnst alltaf eitthvað vanta og það er mjög pirrandi tilfinning. Það minnir mig á Jack Nickolson í myndinni As Good as it gets. Í byrjun myndarinnar var hann alltaf pirraður því hann vantaði alltaf eitthvað. Þeg- ar hann svo uppgötvaði að lífið yrði kannski ekkert betra þá fyrst fóru hjólin að snúast. Hann fékk kærustu og fór í ferðalag. Við höld- um stundum að allt sé háð ákveðnum skil- yrðum, ef veðrið væri betra, ef ég væri aðeins sætari, ef ég væri aðeins grennri. Ég er mjög ánægð með lífið, sjálfa mig, börnin mín, hús- ið mitt og með að vera edrú. En svo vaknaði ég þunglyndi í morgun því mér fannst mér vanta betri heilsu og meiri peninga. Það má endalaust fabúlera með þetta. En það vantar nauðsynlega að leikskólakennarar fái sömu laun og Alþingismenn. Það er fáranlegt að láta aðra passa börnin sín og ætla síðan ekkert að borga fyrir það.“ Elísabet Jökulsdóttir skáld Mjög ánægð með lífið og tilveruna Kristján Hreinsson skáld Réttlæti „Það vantar réttlæti. Það hlýtur eiginlega að vera réttlætanleg krafa hvers og eins að fólk fái að lifa mannsæmandi lífi í þessum heimi. Staðan er sú að í heiminum eru til menn, og samfélög jafnvel, þar sem mikill auður safnast og meiri auður en menn geta nokkurn tímann eytt, jafnvel þótt þeir reyni að sólunda og kasta á glæ. Þegar það gerist má eiginlega segja að auðlind- ir fari til spillis. Þannig að í framtíðinni, hvort sem við lifum það eða næstu kynslóðir eða aðrir, mun í framtíðinni verða jafnréttisbylting þar sem fólk krefst réttlætis, á þeirri forsendu einni að öllum eigi að vera gert kleift að lifa mannsæmandi lífi.“ Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Það vantar meira vit í þjóðina „Það vantar minna af öllu. Minna af flottum „lífstíll“ og matarsmekk. Minni heilsu - og útlits- dýrkun. Minna af gríni og bulli. Við hljótum að vera vitlaus til að láta eins og við látum og sætta okkur við innihaldsleysið og ofgnóttina sem boð- ið er upp á. Það vantar meira vit. Sjálfa vantar mig ekki neitt en langar auð- vitað oft í óþarfann. Ég er enginn engill en um leið ekkert neyslufrík, sem sagt frekar púkó. Við Íslendingar erum svo ung þjóð að við erum ginkeypt fyrir innihaldsleysi og drasli. Það er svo auðvelt að halda að við getum fyllt upp í tómarúm og andlega ófullnægju með draslinu, bæði af efnislegum og andlegum toga, en það tryggir ekki ánægju. Ég er bara ekki nógu kjör- kuð til að halda því fram að þjóðin sé að breyt- ast í hálvita en læt nægja að segja að það vanti meira vit.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.