Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 40
Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 10. ágúst 1957 Ný bílagjöld Á blaðamannafundinum var greint frá því að á allra næstu dögum yrðu 100 stöðumælar settir nið- ur við Austurstræti, Hafnarstræti, Lækjargötu og Tryggvagötu. Síðan yrði mælunum fjölgað innan tíðar við götur miðbæjarins og kæmu þá mælar við Vallarstræti, Thorvald- sensstræti (norðan og vestan við Austurvöll), Bankastræti, Hverfis- götu, Laugaveg og Skólavörðustíg. Auk þess kæmu mælar við þrjú svonefnd bílatorg, Austurstræti 2 (þar sem nú er Ingólfstorg), við Kirkjutorg sunnan Dómkirkjunnar og á stæðið við Skjaldbreið, á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Mælar frá þremur löndum Bæjaryfirvöld höfðu veturinn áður fest kaup á mælunum sem kostuðu 650.000 gamlar krónur (þ.e. 6.500 krónur). Mælarnir höfðu verið fengnir frá þremur löndum, líklega til að hægt yrði að bera þá saman og huga að því hverjir yrðu hagkvæmastir í rekstri. Voru 138 mælar fengnir frá Bandaríkjunum, 120 frá Svíþjóð og 17 frá Vestur- Þýskalandi. Í framhaldi af þessum ráðstöfunum hafði dómsmála- ráðuneytið síðan sett reglugerð um notkun og rekstur mælanna. Gjald í stöðumælana skyldi verða ein króna fyrir hvert korter við umferðargötur en ein króna fyr- ir hálftímann við bílatorgin. Þá var strax frá upphafi sá kostur fyrir hendi að greiða tvöfalda þessa upphæð fyr- ir tvöfaldan tíma. Fjölgun stöðumæla Að öðru leyti fylgdi svo fréttinni löng greinargerð í blöðunum um það hvernig ökumenn skyldu „um- gangast’“ þessar tækninýjungar, svo allt væri nú löglegt, og auðvitað tek- ið skýrt fram að þeir sem reyndu að koma sér hjá greiðslu yrðu sektaðir fyrir umferðarlagabrot. Myndu lög- regluþjónar fylgjast með því að öku- menn greiddu í mælana og skrifa sektarmiða þar sem það ætti við. Á blaðamannafundinum var tek- ið fram að gjaldtakan væri fyrst og fremst ætluð þeim ökumönnum sem ættu erindi í verslanir eða stofnanir í miðbænum. Þeir bílaeigendur sem þangað sæktu atvinnu sína gætu hins vegar lagt í gjaldfrjáls stæði sem enn yrðu í eða við miðbæinn. Bent var á að verið væri að útbúa bíla- stæði fyrir norðan Safnahúsið (þar sem nú er hús Hæstaréttar) og eins væri í bígerð að útbúa stór bílastæði við Tjörnina og í Vatnsmýrinni, (sem þó aldrei varð). En hvað átti svo að gera við tekj- urnar af rekstri mælanna? Jú, greiða fyrir mælana 275 sem búið var að festa kaup á, koma upp fleiri bíla- stæðum og síðast en ekki síst - kaupa fleiri stöðumæla! Það hefur gengið eftir því stöðumælarnir í Reykjavík í dag eru 825 talsins en gjaldskyld stæði alls 2.200. Hafa bílastæðagjöldin hækkað? Hafi fólk áhuga á að skoða hvort bílastæðagjöld hafi hækkað hlutfalls- lega miðað við almennar lífsnauð- synjar eða launatekjur má t.d. leika sér með eftirfarandi upplýsingar: Bílastæðagjald á klst. 1957 4,0 g.kr. Gjaldið á klst. 2007 15.000 g.kr Tímakaup verkam. 1957 20,0 g.kr. Lægsta tímak. 2007 70.000 g.kr. Mjólkurverð 1 l. 1957 3,33 g.kr. Mjólkurv. á 1 l. 2007 7.500 g.kr. 1 kg súpukjöt 1957 24,65 g.kr. 1 kg súpukjöt 2007 50.000 g.kr. Á þessu sést að dýrustu bílastæð- in hafa hækkað um 374.900% Tímakaup verkamanna (karla) hefur hækkað um 349.900% Verð á einum lítra af mjólk hefur hækkað um 225.125% Verð á einu kílói af súpukjöti hefur hækkað um 202.740% Miðað við þessar grófu viðmið- anir hafa bílastæðagjöldin hækkað mest. Þó ber að hafa í huga að hér er miðað við dýrasta gjaldstæðið í dag sem er í miðbænum þar sem fyrstu mælarnir komu. Það sem hér er þó mest sláandi eru þær gíf- urlegu hækkanir sem verðbólgan hefur haft í för með sér á Íslandi á sl. hálfri öld. Breytingar á stæðagjöldum Fyrirkomulag bílastæðagjalda hefur breyst á ýmsan hátt í tím- ans rás. Rétt eins og lúpínan eru stöðumælar harðgerir og víkja ekki af þeim svæðum sem þeir hafa lagt undir sig. Þeir hafa einnig verið seig- ir að breiða úr sér. En nú eru fjög- ur misdýr gjaldsvæði í borginni og fjöldi bílastæðahúsa. Nýjasta breyt- ingin sem tók gildi nú fyrir nokkrum dögum er liður í grænu skrefakerfi borgaryfirvalda og kveður á um að vistvænir bílar fái ókeypis í annars gjaldskyld stæði í einn og hálfan tíma og er þar stuðst við skífufyrir- komulag svipað því sem hefur verið í notkun á Akureyri. En skyldu þau hjá Bílastæða- sjóði borgarinnar halda upp á þetta fimmtíu ára afmæli stöðumælanna? Því svarar Albert Heimisson, for- stöðumaður Bílastæðissjóðs: „Nei, það eru engin hátíðarhöld í bígerð. Það getur samt vel verið að einhver hlaupi út í bakarí og kaupi köku í til- efni dagsins.“ Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is Ólafur Elíasson píanóleikari Ólafur Elíasson fædd- ist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá FB 1987, burtfararprófi frá Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík 1988 þar sem hann var nemandi Rögn- valdar Sigurjónssonar, stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleik- ara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við Konunglega tónlistarhá- skólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994. Síðastliðin fjögur ár hefur hann auk þess stundað frekara framhaldsnám í píanóeinleik hjá pr. Jurgen Schröder við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berl- ín. Ólafur er nú á leið í MBA-nám við HÍ í haust. Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlend- is, einkum á Bretlandi og í Þýska- landi. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal ann- ars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníu- hljómsveitinni London Chamb- er Group og hafa þeir fengið frá- bæra dóma. Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Braga- syni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kenn- edy Center í Washing- ton. Washington Post hrósaði meðal annars leik Ólafs og sagði „...að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!“ þegar hann lék ásamt Sigurði í Kennedy Cent- er í Washington. Ólafur hefur gefið úr nokkra geisladiska, bæði einleiksverk og píanókonserta með sin- fóníuhljómsveit og vinnur nú að heildarupptökum á öllum hljóm- borðskonsertum J.S. Bachs. Auk þess að starfa sem píanó- leikari hefur Ólafur stundað kennslu við Tónlistarskólann í Garðabæ og einnig staðið fyr- ir námskeiðum sem hafa það markmið að opna heim sígildrar tónlistar fyrir almenningi. Ólafur er kvæntur Elsu Herj- ólfsdóttur, f. 4.7. 1971, þjóðfræð- ingi og MA í kennslufræðum. Dætur Ólafs og Elsu eru Guð- rún, f. 26.7. 1997, og Steinunn Hildur, f. 7.2. 2003. Foreldrar Ólafs eru Elías Gíslason, f. 7.2. 1948, viðskipta- fræðingur í Reykjavík, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 18.5. 1949, d. 6.1. 2000, endurskoðandi. Ólafur heldur upp á daginn í faðmi fjölskyldunnar. Atli Gíslason fæddist í Reykjavík. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1974, stundaði framhaldsnám í eign- arrétti í Ósló, í vinnu- rétti í Kaupmannahöfn og lauk námskeiði fyrir leiðsögumenn 1969. Atli stundaði garð- yrkjustörf 1963-74, var fulltrúi og síðan deild- arstjóri hjá rannsókn- ardeild ríkisskattstjóra 1976-80 og hefur rekið eigin lögmannsstofu frá 1980. Hann var varaþm. Reyk- víkinga fyrir Vinstri græna 2003- 2007, og er alþm. Suðurkjördæm- is fyrir Vinstri græna frá 2007. Fyrrverandi eiginkona Atla er Unnur Jónsdóttir, f. 4.2. 1949, leikskólastjóri. Synir Atla og Unnar eru Jón Bjarni, f. 1.1. 1971, sendikennari við Háskólann í Vín; Gísli Hrafn, f. 17.2. 1974, BA í mannfræði í Reykjavík; Friðrik, f. 5.12. 1975, forstöðumaður á heimili fyrir einhverfa. Foreldrar Atla: Gísli Guðmundsson, f. 30.10. 1907, d. 29.12. 1989, kennari og leiðsögumað- ur, og Ingibjörg Jónsdótt- ir, f. 24.4. 1915, d. 9.1. 1997, húsmæðraskóla- kennari. Atli vill koma eftirfar- andi tilkynningu á fram- færi: Í tilefni afmælis- ins 12. ágúst nk. tek ég á móti vinum, vanda- mönnum og öðrum sem vilja samgleðjast mér á þessum tímamótum í veitinga- skálanum Þrastarlundi, Gríms- nesi, laugardaginn 11. ágúst nk. og hefst afmælisveislan kl. 20.00. Mér þætti afar vænt um að jafnt afmælisgestir og þeir sem ekki eiga heimangengt 11. ágúst og vilja gleðja mig með gjöfum eða öðrum hætti láti Stígamót njóta gjafmildinnar. Kennitala samtakanna er 620190-1449 og bankareikningur 101-26-36549. Hlakka til að sjá ykkur. Guðmundur fædd- ist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk kennara- prófi frá KÍ 1969, stúd- entsprófi frá KÍ 1970, embættisprófi í lögfræði við HÍ 1975 og stundaði framhaldsnám í eign- arrétti við Kaupmanna- hafnarháskóla 1975-76. Að námi loknu var Guðmundur dómara- fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði, síðar skrif- stofustjóri embættisins, aðalfulltrúi þess frá 1986 og hefur verið sýslumaður í Hafn- arfirði frá 1.7. 1992. Guðmundur kvæntist 1970 Margréti Elínu Guðmundsdóttur, f. 15.6. 1949, kennara í Garðabæ. Hún er dóttir Guðmundar Jason- arsonar rafverktaka og Bjarneyjar Ólafsdóttur húsmóður. Börn Guðmund- ar og Margrétar eru Ás- laug Auður, f. 28.3. 1972, lögfræðingur, búsett í Garðabæ; Kristín Hrönn, f. 28.7. 1976, hagfræðing- ur í London; Páll Arnar, f. 17.6. 1986, nemi. Systkini Guðmund- ar: Friðrik, f. 18.10. 1943, forstjóri Landsvirkjun- ar; María, f. 25.4. 1950, kennari í Reykjavík; Kristín Auður, f. 22.3. 1952, hjúkrunarfræðing- ur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar: Sop- hus Auðunn Guðmundsson, f. 6.4. 1918, d. 4.1. 2006, skrifstofu- stjóri í Reykjavík, og k.h., Áslaug María Friðriksdóttir, f. 13.7. 1921, d. 29.6. 2004, skólastjóri. Atli Gíslason alþingismaður og lögmaður Guðmundur Sophusson sýslumaður í Hafnarfirði 60 ára á miðvikudag 60 ára á sunnudag 40 ára á föstudag Í dagblöðum höfuðborg- arinnar fyrir nákvæmlega hálfri öld mátti lesa frétt um stefnumótandi nýmæli í umferðarmálum borg- arinnar. Haldinn hafði verið blaðamannafund- ur þar sem þeir Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri, Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn og Valgarð Briem, framkvæmdastjóri umferðarmálanefndar, greindu frá því að Reykja- víkurborg hefði fest kaup á 275 stöðumælum svo- nefndum sem settir yrðu niður við ýmsar helstu umferðargötur miðbæjar- ins. Þar með reið Reykja- víkurborg á vaðið með gjaldtöku fyrir notkun bílastæða sem áður var óþekkt hér á landi. föstudaGur 10. áGúst 200740 fyrstu stöðumælunum plantað í Reykjavík DV mynd Arnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.