Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 8
Fréttir frá Pakistan herma að forseti
landsins Pervez Musharraf íhugi að
setja á neyðarlög til að auka völd
sín til þess að stemma stigu við ólgu
og ofbeldi í landinu. Andstæðingar
hans segja þetta örþrifaráð til þess að
halda í stjórnartaumana en vinsæld-
ir Musharrafs hafa dalað að undan-
förnu.
Orðrómur þess efnis að hann
hygðist setja neyðarlög komst á kreik
eftir að Musharraf afboðaði komu
sína á friðarráðstefnu í Afganistan til
þess að sinna málefnum heima fyr-
ir. Tariq Azim, upplýsingaráðherra
landsins, staðfesti við fréttamenn
að þessi möguleiki væri fyrir hendi
þó engin ákvörðun hefði verið tekin.
„Vegna átaka við landamærin og inn-
anlands getum við ekki útilokað að
setja á neyðarlög,“ segir Azim.
Áfall fyrir lýðræði ef til
neyðarlaga kemur
Ef Musharraf setur á neyðarlög
er það mikið áfall fyrir lýðræði í Pak-
istan og vafi ríkir á lögmæti aðgerð-
arinnar. Frelsi borgara og dómstóla
yrði skert auk þess sem málfrelsi væri
ógnað. Stjórnmálaskýrendur segja
að Musharraf sé að íhuga þennan
kost til þess að styrkja pólitíska stöðu
sína. Kosningar eru áætlaðar á ár-
inu en ef til neyðarlaga kemur getur
hann frestað þeim um nokkurn tíma
sem hentar honum vel vegna hnign-
andi vinsælda á meðal kjósenda.
Musharraf á undir högg að sækja
á mörgum vígstöðvum. Öryggi borg-
aranna er ógnað daglega vegna
sjálfsmorðsárása og annarra átaka.
Í síðasta mánuði endaði gíslataka ís-
lamskra öfgamanna með því að rúm-
lega hundrað manns létu lífið í alls-
herjar blóðbaði og fékk Musharraf
harða gagnrýni á sig eftir umsátrið.
Musharraf varð fyrir pólitísku
áfalli fyrir skömmu þegar ríkisdóm-
stóllinn úrskurðaði uppsögn Iftikhar
Chaudhry úr embætti ríkissaksókn-
ara sem óréttmæta. Einnig liggur
hann undir ásökunum um að hafa
staðið á bakvið fangelsun eins helsta
pólitíska andstæðings síns, Javed
Hashmi, sem er ákærður fyrir upp-
reisnaráróður.
Eins vakti það hörð viðbrögð með-
al pólitískra andstæðinga hans í gær
þegar fregnir bárust af því að mögu-
leiki væri á neyðarlögum í landinu
og segja þeir það til marks um hve
langt Musharraf er tilbúinn að ganga
til þess að framlengja forsetatíð sína.
Stjórnartíð Musharrafs
Musharraf náði völdum í októ-
ber árið 1999 og hefur síðan þá ver-
ið meginstuðningsmaður Banda-
ríkjamanna í baráttu þeirra gegn
hryðjuverkum. Valdatíð hans hefur
einkennst af sáttavilja við stríðandi
fylkingar á sama tíma og hann hef-
ur smám saman aukið völd forseta á
kostnað lýðræðisins.
Mest alla forsetatíð sína hefur
hann notið vinsælda en að undan-
förnu hefur hallað undan fæti og
lýðræðissinnuðum andstæðingum
hans hefur vaxið fiskur um hrygg. Á
sama tíma hafa íslamskir öfgahóp-
ar beint ofbeldi sínu í auknum mæli
að stjórnvöldum en þeir vilja að ís-
lömsk lög verði sett á í Pakistan sem
er andstætt vestrænum stjórnarhátt-
um Musharrafs.
föstudagur 10. ágúst 20078 Fréttir DV
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Vísindamenn í Kenýa segjast hafa náð að fækka moskítólirfum um 94 prósent:
Fiskur notaður í baráttunni við malaríu
Vísindamenn frá Kenýa hafa
fundið óvenjulega leið til þess að
halda aftur af útbreiðslu malaríu.
Vísindamennirnir settu nílarfisk í
tjarnir í vesturhluta landsins og við
það fækkaði lirfum moskítóflug-
unnar, sem er helsti smitberi malar-
íu, um 94 prósent. Ástæðan er sú að
helsta fæða nílarfisksins er moskító-
lirfur og er von vísindamannanna sú
að þetta geti orðið helsta vopn heil-
brigðisyfirvalda í baráttunni við mal-
aríu sem er afar útbreitt vandamál í
landinu. Lengi hefur verið vitað um
hve áhrifaríkur fiskurinn er í brátt-
unni við sjúkdóminn en fyrst núna
hefur hann verið notaður með skipu-
lögðum hætti.
Malaríufaraldur geisar á ýmsum
stöðum í Asíu, Afríku og Suður-Am-
eríku. Þar af eru um 90 prósent til-
fella sunnan Sahara þar sem barn
deyr úr sjúkdómnum á þrjátíu sek-
úndna fresti. Á hverju ári veikjast
þrjú hundruð milljónir manna af
malaríu og milljónir láta lífið af
völdum hans.
Málið hefur vakið athygli Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn-
ar, WHO, en þrátt fyrir að vísinda-
mennirnir sem gerðu uppgötvunina
kalli hana „byltingu“ er stofnunin vör
um sig í yfirlýsingum. „Það kann að
vera að aðferðin virki vel í afmörkuð-
um tjörnum og vötnum en moskító-
flugur þrífast í alls kyns aðstæðum,
drullupyttum og pollum og því get-
um við ekki notað fiskinn alls staðar,
af augljósum ástæðum“, segir Joanne
Greenfield, malaríuráðgjafi Alþjóða-
heilbrigððismálastofnunarinnar
WHO. vidar@dv.is
Smitberi árlega smitast um þrjú
hundruð milljónir manna af malaríu og
helsti smitberinn er moskítóflugan.
Sveitalúðaleikar
Sveitalúðaleikarnir fóru fram
í Texas um liðna helgina en þar
er keppt í heldur óhefðbundn-
um íþróttagreinum og þurfa
keppendur á öðruvísi hæfi-
leikum að halda en venjuleg-
ir íþróttamenn. Á leikunum er
meðal annars keppt í að slafra
í sig tveimur kippum af bjór,
setjast undir stýri á pallbíl, klifra
upp í rúm og henda dýnu eins
langt og maður getur.
Einnig er keppt í ljótustu
rassaskorunni og mesta skellin-
um í drullupytti þar sem kepp-
endur henda sér í drullupoll
berir að ofan með andlitið á
undan sér og reyna að mynda
sem mesta skvettu.
Lögreglan stóð í stórræðum
á meðan leikarnir fóru fram og
fimmtíu og fjórar handtökur voru
gerðar á meðan á þeim stóð.
GAY
LAUGARDAGSKVÖLD
DJ
PÁLL
ÓSKAR
Pervez Musharraf forseti Pakistans íhugar að setja á neyðarlög til þess að halda aftur
af hryðjuverkum í landinu. Pólitískir andstæðingar hans segja slíkar aðgerðir vera til
marks um örþrifaráð forsetans til að halda völdum.
Íhugar neyðarlög
Viðar GuðjónSSon
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
Pervez Musharraf Íhugar að setja
neyðarlög vegna ólgu í landinu.
Bótox-glæpur
Kona í Flórída framdi heldur
óvenjulegan glæp þegar hún
kom inn á snyrtistofu og fékk
bótox-meðferð en flúði svo án
þess að borga fyrir herlegheit-
in. Konan afþakkaði myndatöku
sem venjulega er framkvæmd
við komuna á stofuna og lagði
fram falskt nafn þegar hún pant-
aði tímann. Hún gerði sér hins
vegar ekki grein fyrir því að sér-
tilgerð myndavél tekur sjálfkrafa
mynd af öllum sjúklingum sem
fá meðferð. Lögreglan hefur því
afar greinargóða mynd af glæpa-
manninum sem á yfir höfði sér
fangelsisvist þó slétt í andlitinu
sé. Meðferðin kostaði 850 doll-
ara eða um fimmtíu og fjögur
þúsund íslenskra króna.
Mótmæli
Hörð mótmæli
brutust út þegar
ríkissaksóknara
Pakistans var
sagt upp á
dögunum.
Kaffi bætir minni
eldri kvenna
Niðurstöður úr rannsókn
franskra vísindamanna sýnir að
konur sextíu og fimm ára og eldri
sem drekka þrjá kaffibolla eða
meira á dag tapa síður minni en
konur sem drekka einn kaffibolla
eða minna á dag. Rannsóknin
náði til fjögurra ára og stóðust
niðurstöður jafnvel þó einnig
væru kannaðar aðrar breytur á
borð við menntun, hár blóðþrýst-
ingur og sjúkdómar. Heilbrigðis-
yfirvöld í Frakklandi eru þó varast
þó að gefa út yfirlýsingar um mál-
ið þar sem ekki er vitað hvað það
er sem veldur því að kaffi hefur
þessi áhrif á heilann.