Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 38
föstudagur 10. ágúst 200738 Helgarblað DV
Öll eigum við okkur óskir og drauma. Hagir fólks
eru ólíkir og þau vandamál sem þjóðfélög heimsins
kljást við eru líklega jafn ólík og þau eru mörg.
Sumar þjóðir berjast við hungursneið og vatnsskort
á meðan aðrar glíma við verðbólgu og verðlag. Sjö
þjóðþekktir einstaklingar veltu því fyrir sér hvað
vantar að þeirra mati.
Guðjón Bergmann, rithöfundur, fyrirlesari
og jógakennari
Ánægja með það sem
maður hefur
„Þetta er mjög opin spurning og maður gæti far-
ið að væla yfir einhverju sem vantar í þjóðfélagið. Í
rauninni væri auðveldara að svara þeirri spurning-
unni hvað vantar ekki. Og svo vaknar spurningin um
það hver ég þykist vera til að segja fólki til um hvað
það á að gera til þess að öðlast það sem það vantar,
nema það biðji mig að veita sér aðstoð. Einhver gæti
svarað sem svo að það vanti meiri peninga, meiri
menntun eða meiri viðurkenningu frá samfélaginu,
en að mínu mati vantar mig ekki nokkurn skapaðan
hlut. Ég myndi segja að fólki vanti yfirleitt ekki neitt
nema það að vera sátt við það sem það hefur. Í því er
fólginn lykillinn að lífshamingjunni.“
Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður
Þolinmæði?
„Þolinmæði! Það vantar meiri þolinmæði í samfélag-
ið. Mig sjálfan skortir þolinmæði. Ákvarðanir eru teknar í
of miklu hasti. Þetta á bæði við um stórt og lítið.“
Afnám
neitunarvalds
og rommflösku
Erpur Þórólfur Eyvindsson, tónlistarmaður
„Þriggja tíma svefn til viðbótar! Í
grunninn vantar mig ekki neitt, ég á
allt. Vandinn er sennilega sá að það
er eitthvað sem mig vantar en hef
ekki fundið ennþá. Jú, bíddu, mig
vantar Havana Club Maximo flösku.
Hún kostar samt 300 þúsund krón-
ur og það eru held ég bara nokkrar
þannig flöskur í umferð í heimin-
um. Síðan er fáránlegt að það vant-
ar ennþá Víetnamskan veitingastað
í Reykjavík.
Í alvörunni talað þá finnst mér
vanta að öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna missi neitunarvald sitt og
auðlindir sem komust í hendur Vest-
urlanda með vafasömu hætti verði
endurheimtar. Það er lífsspursmál
og eina leiðin til að tryggja frið og
lýðræði í veröldinni. Ef þetta næst í
gegn held ég að tilveran okkar allra
hljóti farsælan endi. Vonandi missir
samt öryggisráðið neitunarvald sitt
áður en ég eignast flöskuna.“
Björgvin Franz
Gíslason leikari
Öryggi
og
frið
:„Friður er mér efst í huga
eftir þessa óhuggulegu ofbeld-
isöldu. Mér hefur lengi ofboð-
ið endalaust ofbeldi í Reykja-
vík og ég skil ekki af hverju
öryggi borgaranna sé ekki bet-
ur tryggt. Því miður geta þeir
ekki um frjálst höfuð strokið og
mér finnst skrítið að segja frá
því að mér leið betur í miðborg
Los Angeles en Reykjavíkur um
helgar. Ég er mjög ánægður að
sjá átak gegn kynferðisbrotum
en það verður að taka á ofbeld-
inu. Ég veit um svo marga sem
treysta sér varla í miðbæ borg-
arinnar seint á kvöldin eða um
helgar.Það vantar einfaldlega
öryggi og um það þurfum við
að sameinast.“