Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 19
Útkoma skattskráa vekur alltaf at- hygli. Sérstaklega núna þegar við sjáum og heyrum upplýsingar um háar tekjur einstaklinga. Meiri tekj- ur en við höfum áður kynnst hér á landi. Allt vitnar það um þær breyt- ingar sem hafa orðið í samfélagi okk- ar. Forðum voru það aflaskipstjórar, læknar og nokkrir alþekktir athafna- menn sem vermdu sæti hæstu skatt- greiðenda. Oft voru það sömu nöfn- in árum saman. Hver man til dæmis ekki eftir Þorvaldi í Síld og fiski sem stoltur greiddi háa skatta, sæll yfir því að geta lagt mikið til samfélagsinis. Sömu hugsun þekkti ég hjá ýmsum úti um landsins byggðir sem höfðu sama hugsunarhátt og Þorvaldur. Miklar skattgreiðslur vitna um velmegun. Breytingin felst í því að nú er það fólk (aðallega þó karlar því miður) úr nýjum starfsstéttum, sem greiða hæstu opinberu gjöldin. Breyt- ingar sem við gerðum á skattalög- gjöfinni leystu úr læðingi nýjan kraft sem nú skilar sér í auknum sköttum á nýjum sviðum. Fjármagnstekjuskatt- urinn er þar gleggsta dæmið. Meðan gömlu reglurnar giltu sáum við trauðla myndast söluhagn- að af eignabreytingum. Menn seldu ekki eignir þannig að það myndaði hagnað. Menn vissu nefnilega sem var að mest lenti þá í ríkiskassan- um. Þess vegna var vinsælt að fjár- festa í steypu, oft suður í Reykjavík til þess að forðast að þurfa að borga upp undir helming söluhagnaðar í ríkis- sjóð. Fjármagnstekjur skiluðu held- ur engu í ríkissjóð. Svo var reglunum breytt, skattlagning gerð hófleg og peningarnir fóru að rúlla inn í ríkis- kassann. Finna sér viðspyrnu krafta sinna í útlöndum Vöxtur atvinnulífsins hefur verið ævintýralegur. Útrásin færir tekjur inn í landið. Útrásarfyrirtækin sækja sér tekjur til risavaxinna markaða er- lendis. Væri þessi útrás ekki til stað- ar, myndu hin öflugu og kröftugu fyr- irtæki ekki vera til staðar. Rými fyrir svona risa væri einfaldlega ekki fyrir hendi á okkar markaði. Kraftur fyrir- tækjanna finnur sér því viðspyrnu í útlöndum. Það er mjög gott. Ella væri líka lítið svigrúm fyrir aðra en risana eina og finnst þó væntanlega flestum nóg um eins og staðan er núna. Launin sem við heyrum af í fjöl- miðlunum eru sannkölluð ofurlaun. Þau eru einkanlega afsprengi sölu- hagnaðar sem nú kemur fram og rat- ar ekki í steinsteypu heldur ofan í ríkiskassann og inn í önnur sparnað- arform og í aðrar fjárfestingar. Einnig er ástæðan sú að menn eiga hluta- bréf sem hafa hækkað meira en laun almennt og gefa af sér ávöxtun um- fram það sem önnur sparnaðarform gefa kost á. Ekki er á vísan að róa Það er þó ekki alltaf þannig. Ekki er liðinn áratugur síðan netbólan sprakk. Margir töpuðu þá miklu fé sem höfðu fjárfest í tölvufyrirtækj- um og hátækniiðnaði; oft því miður í samræmi við ráðleggingar meintra spekinga á fjármálamarkaðnum. Það er því ekki allt sem sýnist. Sama á við í dag. Þau fyrirtæki í íslensku Kauphöllinni sem hafa gef- ið besta ávöxtun frá áramótum hafa hækkað um helming – nálægt 100%. Þau fyrirtæki sem hafa ávaxtast verst hafa rýrnað í verði um þriðjung. Tökum nú dæmi sem sýnir okkur hvað þetta þýðir. Setjum sem svo að tveir menn hafi sett hvor sína millj- ón til hliðar í upphafi árs og fjárfest annars vegar í því fyrirtæki sem hef- ur ávaxtast best og hins vegar í því fyrirtæki sem er með lökustu ávöxt- unina. Hver er þá staðan núna? Annar á eitthvað um tvær milljón- ir króna í handraðanum, hinn á ríf- ar 660 þúsundir. Þarna munar rúm- lega 1,3 milljónum. Þar með sjáum við hversu vandasöm iðja þetta er. Einnig á þeim tímum þegar vel gengur. Ánægjulegt Þrátt fyrir það er ljóst að fjárfest- ing í hlutafé er gild sparnaðarleið. Hún getur gefið almenningi beinan aðgang að því að njóta þess þegar vel gengur í atvinnulífinu. Það er því tvímælalaust ástæða að gefa þessu gaum. Þátttaka almennings í eign- arhaldi atvinnulífsins er því ein leið til þess að bæta lífskjörin þó sann- arlega sé hún ekki án áhættu. Þess vegna er sú staðreynd, að umtals- verður hluti framteljenda á hlutafé í einhverju formi, mjög ánægjuleg og kemur heimilunum til góða við þess- ar aðstæður. Þungskýjað Eftir einstaklega sólríka tíð að undanförnu er reykvíska sumarveðrið orðið með hefðbundnara sniði. Það hefur verið þungskýjað yfir höfuðborginni að undanförnu. Samkvæmt veðurfræðingum er haustið þó ekki handan við hornið. DV-MYND: ásgeirmyndin P lús eð a m ínu s Mínusinn fær Brynjólfur Bjarnason, forstjóri símans. Ljósleiðari var lagður að húsi hans í Fljótshlíðinni en flestir aðrir íbúar í sveitinni fá ekki að njóta sama munaðar og forstjórinn. Spurningin „Þetta hefur farið vel af stað og allir þeir sem ég hef leitað til hafa skrifað undir,“ segir Birgir Torfason veitinga- húsaeigandi á Akureyri. Birgir hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem skorað er á bæjarstjórn Akureyrar að segja af sér. „Markmiðið mitt er ekki að ná einhverjum þúsundum undir- skrifta. Markmiðið er að koma á framfæri óánægju okkar út af þessari ákvarðanatöku með tjaldsvæðin.“ Birgir sem hefur verið meðlimur í Vinum Akureyrar í nokkur ár segir að hann hafi alltaf þurft að standa í stappi vegna hátíðarinnar. Tjaldsvæða- ákvörðunin í ár hafi hins vegar fyllt mælinn. HvErnig gEngur söFnunin? Sandkassinn Á sínum tíma varð allt vitlaust á Reyðarfirði eftir að álitsgjaf- ar Fréttablaðsins völdu bæ- inn mesta krumma- skuð á landinu. Ungir og róttækir Reyðfirð- ingar söfnuðu gömlum Frétta- blöðum saman og héldu blaða- brennu á meðan þeir öskruðu ókvæðisorð að Þorsteini ritstjóra. Ég, eins og margir, var nokkuð hneykslaður á þessari umdeildu grein, en eftir að hafa mótað mér sjálfstæða skoðun og heimsótt bæinn nokkrum sinnum finnst mér álitsgjafarnir ekki hafa verið algjörlega fullir af vitleysu. Ég er sumpart sammála þeim. Reyðar- fjörður er nefnilega ekkert óskap- lega spennandi staður heim að sækja. Ég veit ekki hvað það er, en það vantar einhvern brodd í bæjarlífið. moggabloggið svokallaða hefur orðið fyrir barðinu á hárbeittum grínarara sem nefnir sig Bolur og sér sig knúinn til þess að segja misgáfulega skoðun sína á nokk- urn veginn hverri ein- ustu frétt á mbl.is. All- ar blogg- færslurnar eru vita- ómerkileg- ar og hafa nákvæmlega engu við umræðuna að bæta, ekki ósvipað hinum Moggabloggurunum. Bol- ur er sambland af virkustu mbl- bloggurunum og barnalands- konum. Lýsingin á bloggaranum segir allt: „En einn bloggarinn sem hefur ekkert fram að færa en þykist samt hafa skoðun á öllum málum.“ Allar færslur Bols láta hina bloggarana líta út eins og algjöra hálfvita. meira um netið því hræðsluá- róðurinn sem rekinn hefur ver- ið gegn netlögreglu, þykir mér skrítinn. Framsókn gerði hvað hún gat til þess að gera Steingrím J. eins tortryggi- legan og hægt var. Við sjáum það hins vegar aftur og aftur hvað internetið er vægðarlaust. Hver sem er getur tekið mannorð hvers sem er og sett það bókstaflega í hakkavélina. Eina sem þarf að gera er að opna nafnlausa blogg- síðu og byrja að ljúga upp á fólk. Allt í nafni mál- og upplýsinga- frelsis. Internetið er villta vestur nútímans þar sem fá lög gilda og flestir virðast geta hagað sér hvernig sem er. Hver nafnlaus bloggarinn á fætur öðrum gerir nú usla á internetinu reyðfirðingurinn Andri Freyr Viðarsson hélt vinnu sinni á Reykjavík FM. Það sama verður ekki sagt um Búa Bendtsen. Ég sárvorkenni karlgreyinu. Ef ég hefði verið rekinn jafnoft úr starfi á einu ári og hann væri sjálfsálitið í molum. Hann fer hins vegar bara að vinna hjá Securit- as og heldur áfram. Gott hjá honum að hengja ekki haus. valgeir rasar út í 25 dálksentimetrum: Góð og gild sparnaðarleið DV Umræða föSTudAGur 10. áGúST 2007 19 Einar k. guðFinnsson ráðherra skrifar: „Meðan gömlu reglurnar giltu sáum við trauðla myndast söluhagn- að af eignabreyting- um. Menn seldu ekki eignir þannig að það myndaði hagnað.“ Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.