Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 34
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 200734 Sport DV
VALERI BOJINOV
Fæddur 15. febrúar árið 1986.
Bojinov sló í gegn með Lecce og
lék sinn fyrsta leik með
aðalliðinu aðeins sextán ára
gamall. Við miklu var búist af
stráknum og Fiorentina festi
kaup á honum. Þar náði
Bojinov ekki að festa sig í sessi
og var lánaður til Juventus. Það
verður athyglisvert að fylgjast
með þessum efnilega strák.
CRISTIANO RONALDO
Ronaldo skaust upp á stjörnuhim-
ininn árið 2003 þegar hann var
keyptur frá Sporting fyrir 1,5
milljarða króna. Síðan þá
hefur Ronaldo sýnt og
sannað að hann er einn
besti leikmaður heims. Ron-
aldo bar fyrirliðaband
portúgalska landsliðsins fyrr
á þessu ári, 22 ára gamall.
STJARNAN
SPÁ DV
Manchester United mætir með sterkara lið til leiks í ár en í fyrra.
Ef/þegar Tevez kemur til liðsins verður sóknin illviðráðanleg.
Ferguson veit hvað til þarf til að vinna ensku úrvalsdeildina og
reynsla hans og lykilleikmanna mun vega þungt. Ná að verja
titil sinn.
1
MAN. CITY
Sven-Göran Eriksson er mættur á svæðið ásamt nokkrum nýjum
andlitum, en ekkert þeirra er enskt. Það er deginum ljósara að
síðasta leiktíð var vonbrigði. Manchester City endaði í fjórtánda sæti
á síðustu leiktíð og Stuart Pearce var látinn taka pokann sinn.
SPÁ DV
Sven-Göran Eriksson er klókur knattspyrnustjóri sem hefur
víðtæka reynslu og þekkingu. Hann hefur haft frjálsar hendur
með leikmannakaup í sumar og hans handbragð því alfarið á
liðinu. Hann hefur keypt marga erlenda leikmenn, sem getur
verið varasamt og spurning hvort þeir nái vel saman.
HEIMAVÖLLURINN
City of Manchester
Stadium er völlur í
hæsta gæðaflokki.
Hann var fyrst
notaður til
knattspyrnuiðkunar
árið 2003 og tekur
47.726 áhorfendur.
Auk þess að vera
íþróttaleikvangur
eru nokkrir tónleikar
haldnir þar ár hvert,
þar sem 60 þúsund
áhorfendur komast
fyrir.
10
Brasilíumaðurinn Elano hefur fengið
tækifæri með landsliðinu eftir að
Dunga tók við landsliði Brasilíu.
Elano var fyrsti leikmaður úkraínsku
deildarinnar til að spila með
brasilíska landsliðinu. Hann skoraði
tvö mörk fyrir Brasilíu í 3-0 sigri
liðsins á Argentínu í september á
síðasta ári.
FYLGIST
MEÐ STJARNAN
STJÓRINN
SVEN-GÖRAN
ERIKSSON:
Sven-Göran Eriksson
var búinn að vera
atvinnulaus í
nokkra mánuði
áður en hann ákvað
að taka við
Manchester City. Svíinn
hefur víða komið við á ferli sínum og
þjálfað lið í Svíþjóð, Portúgal og Ítalíu
og unnið deildina í öllum þessum
löndum. Hann þykir mjög taktískur og
skipulagður þjálfari.
FARNIR: Alan Smith, Giuseppe Rossi, Kieran
Richardson, Danny Rose, Floribert Ngalula,
Phil Marsh.
MAN. UTD
Manchester United hefur titil að verja og þegar þetta er skrifað hefur
félagið eytt 48 milljónum punda í leikmannakaup, eða tæpa 6,2
milljarða króna. Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar sér sigur bæði
í ensku- og Meistaradeildinni í vetur.
HEIMAVÖLLURINN
Manchester United
spilar heimaleiki
sína á Old Trafford,
sem oft er kallaður
Leikhús
draumanna. Hann
tekur 76.212
áhorfendur í sæti.
Völlurinn á það til
að fara illa á
veturna og yfirleitt
þarf að skipta um
gras á honum.
FYLGIST
MEÐ
STJÓRINN
SIR ALEX FERGUSON:
Sir Alex Ferguson þarf
vart að kynna fyrir
knattspyrnuunn-
endum. Hann tók
við Manchester
United í nóvember
1986 og hefur unnið
allt sem hægt er að
vinna sem knattspyrnustjóri
félagsliðs. Ferguson er líklega eini
stjórinn í deildinni sem þarf ekki að
óttast um starf sitt.
Kaupin á Anderson komu mörgum í
opna skjöldu þar sem Chelsea hafði
lengi haft augastað á Anderson.
Hann fæddist 13. febrúar 1988 í
brasilísku borginni Porto Alegre.
Brasilíumönnum hefur oftar en ekki
gengið erfiðlega að fóta sig í ensku
úrvalsdeildinni og því verður
athyglisvert að fylgjast með
framgöngu Andersons.
JONATHAN WOODGATE
Woodgate sló rækilega í gegn á
síðustu leiktíð. Hann kom til
liðsins að láni frá Real Madrid
og eftir frábæra frammi-
stöðu ákvað Middles-
brough að ganga frá
kaupum á kappanum.
Hann hefur verið óheppinn
með meiðsli og ef hann
sleppur við þau er hann
Middlesbrough ómetanlegur.
MICHAEL OWEN
Enginn efast hins vegar um getu
hans á knattspyrnuvellinum og
Newcastle þarf á honum að
halda ef liðið ætlar að
blanda sér í toppbaráttuna.
Drengurinn er fæddur
markaskorari og vonandi
fyrir unnendur góðrar
knattspyrnu nær Owen að
sleppa við meiðsli í vetur.
STJARNAN
SPÁ DV
Sam Allardyce kemur með stöðugleika í liðið, en mikill skortur á
slíku hefur verið undanfarin ár. Allardyce er þekktur fyrir það að
ná því allra besta út úr leikmönnum sínum. Obafemi Martins
var góður í fyrra og hann verður enn betri í vetur. Gott lið sem
mun stríða þeim stóru.
6
MIDDLESBRO
Middlesbrough hefur notað marga uppalda leikmenn á síðustu
leiktíðum og eiga mikið hrós skilið fyrir það. Middlesbrough
endaði í tólfta sæti á síðustu leiktíð, átta stigum fyrir ofan
fallsæti. Það verður seint sagt að Middlesbrough eigi glæsta
sögu að baki en félagið hefur sannað sig sem nokkuð stöðugt
úrvalsdeildarlið á síðustu árum.
SPÁ DV
Erfitt tímabil framundan hjá Boro. Það er eitthvað við
Middlesbrough sem segir manni að liðið komist ekki upp í topp
tíu. Liðið sýndi ótrúlegan óstöðugleika á síðustu leiktíð og það
er aldrei hægt að bóka örugg úrslit í leik hjá Middlesbrough.
KOMNIR: Luke Young, Tuncay Sanli, Jeremie
Aliadiere.
HEIMAVÖLLURINN
Riverside-völlurinn
tekur 35.100
áhorfendur og var
byggður árið 1994.
Félagið hefur leyfi
til að stækka
leikvanginn upp í
42 þúsund
áhorfendur ef þörf
krefur.
13
Jeremie Aliadiere, 24 ára gamall
franskur strákur sem hefur verið í
herbúðum Arsenal frá 1999. Hann
náði aldrei að vinna sér fast sæti í liði
Arsenal og ákvað að söðla um í
sumar í von um að fá að spila meira.
Fljótur leikmaður sem sýndi getu
sína í deildarbikarnum með Arsenal á
síðustu leiktíð.
FYLGIST
MEÐ STJARNAN
STJÓRINN
GARETH SOUTHGATE:
Gareth Southgate er
enn skráður sem
leikmaður
Middlesbrough og
segist vera klár í
slaginn ef
leikmenn vantar
vegna meiðsla. Hann er
því fyrsti spilandi stjórinn í deildinni
í sjö ár. Southgate er ekki með
tilskilin réttindi til að starfa sem
knattspyrnustjóri í ensku úrvals-
deildinni en er að vinna í því.
FARNIR: Alan O’Brien, Scott Parker, Antoine
Sibierski, Titus Bramble, Pavel SrniceK, Craig
Moore, Olivier Bernard.
NEWCASTLE
Newcastle hefur reynt eins og rjúpan við staurinn um að komast og
halda sér í hópi sex efstu liða á Englandi undanfarin ár. Leikmennirnir
eru til staðar en einhverja hluta vegna hefur stöðugleikinn ekki verið til
staðar hjá félaginu. Því á Sam Allardyce að breyta.
HEIMAVÖLLURINN
Stuðningsmenn
Newcastle eru
jafnan taldir þeir
bestu á Englandi.
Heimavöllur liðsins
heitir St. James’
Park , tekur 52,387
áhorfendur og er
jafnan uppselt á
alla leiki liðsins.
Stækkun er fyrir-
huguð og eftir hana
munu 60 þúsund
áhorfendur komast
fyrir á vellinum.
FYLGIST
MEÐ
STJÓRINN
SAM ALLARDYCE:
Sam Allardyce er
meistari í að ná því
besta út úr sínum
leikmönnum og
kannski er það
einmitt það sem
Newcastle hefur
skort á síðustu árum.
Bolton, undir stjórn Allardyce,
fer seint í sögubækurnar fyrir
skemmtanagildi en það stóð ekki á
árangrinum.
Damien Duff var arfaslakur á síðustu
leiktíð og varla hægt að ímynda sér
að hann verði jafnslakur í vetur. Á
góðum degi er Duff frábær
leikmaður sem getur ráðið úrslitum
leikja með hraða sínum og leikni.
Nær hann að rífa sig úr þeirri lægð
sem hann hefur verið í?
DAVID JAMES
Litríkur markvörður sem óhætt er
að segja að hafi hlotið
uppreisn æru á síðustu
leiktíð þar sem hann átti
hvern stórleikinn á fætur
öðrum. James er einn besti
markvörður deildarinnar á
meðan hann heldur sér á
milli stanganna, því í
úthlaupum á hann það til að
gera klaufaleg mistök.
PORTSMOUTH
Hermann Hreiðarsson er mættur til suður-strandar liðsins og
þar ætla menn sér stóra hluti. Harry Redknapp hefur farið
mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar sá maður er yfirleitt
naskur í kaupum á nýjum leikmönnum. Portsmouth endaði í
níunda sæti á síðustu leiktíð og ætlar sér enn hærra í vetur.
SPÁ DV
Sterk varnarleikur verður aðalsmerki liðsins, rétt eins og á
síðustu leiktíð. Reynsluboltar í hverri stöðu í vörninni og sjálfur
David James á milli stanganna. Redknapp er staðráðinn í að
koma liðinu í Evrópukeppni og hefur farið mikinn á
leikmannamarkaðnum. Það tekst þó ekki.
KOMNIR: Hermann Hreiðarsson, John
Utaka, David Nugent, Arnold Mvuemba,
Paris Cowan-Hall, Callum Reynolds, Martin
Cranie, Sulley Muntari, Sylvain Distin.
HEIMAVÖLLURINN
Fratton Park,
heimavöllur
Portsmouth, tekur
aðeins 20.688
áhorfendur. Hann
var byggður árið
1898. Völlurinn er
kominn til ára sinna
og félagið hefur
þegar gefið út að
það ætli sér að
byggja nýjan völl,
sem mun taka 36
þúsund áhorfendur.
11
Sulley Muntari fæddist 27. ágúst
1984 í Konongo í Gana. Hann er
kröftugur miðjumaður sem lék vel
með landsliði Gana á HM í fyrra.
Portsmouth keypti Muntari frá
Udinese fyrir 900 milljónir króna.
Árið 2005 neitaði Udinese tilboði frá
Manchester United í Muntari.
FYLGIST
MEÐ STJARNAN
STJÓRINN
HARRY REDKNAPP:
Harry Redknapp er er
klókur stjóri og
nýtur mikilla
vinsælda hjá
stuðnings-
mönnum þeirra
félaga sem hann
stýrir hverju sinni.
Redknapp tók við Portsmouth árið
2001, hætti í fússi í nóvember árið
2004 og tók aftur við liðinu ári síðar.
Það er sjaldan lognmolla í kringum
þennan litríka stjóra.
KOMNIR: Elano, Javier Garrido, Geovanni,
Gelson Fernandes, Rolando Bianchi, Valeri
Bojinov, Vedran Corluka.
FARNIR: Stephen Jordan, Nicky Weaver,
Joey Barton, Sylvain Distin, Hatem Trabelsi,
Trevor Sinclair.
KOMNIR: Nani, Anderson, Owen
Hargreaves.
FARNIR: James Morrison, Ross Turnbull,
Mark Viduka, Daniel Graham, Malcolm
Christie, Stuart Parnaby, Abel Xavier.
KOMNIR: Jose Sanchez Enrique, Cacapa,
Alan Smith, David Rozehnal, Joey Barton,
Mark Viduka.
FARNIR: Andy Griffin, Svetoslav Todorov.