Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 59
Pottþéttur Pink Panther 2 Leikararnir Andy Garcia, John Cleese, Alfred Molina og Aishwarya Rai hafa allir verið ráðnir til þess að leika í næstu Pink Panther- kvikmynd. Steve Martin, Jean Reno og Emily Mortimer munu öll snúa aftur í hlutverk sín í framhaldinu. Cleese mun taka að sér hlutverk lögreglustjórans Dreyfus, en það var Kevin Kline sem lék hann í fyrri myndinni, sem var endurgerð á ódauðlegum gaman- myndum Peters Sellers um seinheppna lögreglumanninn Clouseau og ævintýri hans. Walken leikur svindlara Leikararnir Christopher Walken og Alessandro Nivola hafa samþykkt að leika í vega- myndinni Five Dollars a Day, en það er fagtíma- ritið Variety sem greinir frá þessu. Í myndinni leikur Walken aldraðan svindlara sem stærir sig af því að geta lifað eins og kóngur fyrir aðeins fimm dollara á dag. Alessandro mun leika son hans sem hefur meðal annars farið í fangelsi fyrir glæpi föður síns. Nigel Cole leikstýrir og tökur hefjast í næsta mánuði. föstudagur 10. ágúst 2007DV Bíó 59 Transformers í 20 ár formers má þó finna alls staðar, en meðal annars hafa rapparar og rapphljómsveitir út um allan heim tekið sér nöfn úr þáttunum og má þá helst nefna Megatron, Optimus Prime og The Decepticons. Kvikmynd næstum 20 árum eftir æðið Það vakti víðast hvar athygli þeg- ar leikstjórinn Michael Bay tilkynnti að hann hefði í hyggju að leikstýra kvikmynd eftir teiknimyndasög- unum góðu. Bay fékk til sín marga af þeim sem unnu við upphaflegu teiknimyndaþættina til að aðstoða sig, meðal annars Floro Dery sem sá um allt útlit teiknimyndanna og einnig útlit kvikmyndarinnar. Það er Steven Spielberg sem framleiðir myndina, sem er nú fjórða vinsæl- asta kvikmynd sumarsins og hef- ur halað inn næstum 300 milljónir bandaríkjadollara, en það er helm- ingi meira en kvikmyndin kostaði. Hasbro með hugmynd Ástæða þessa að kvikmyndin um Transformers var gerð svona löngu á eftir eiginlega æðinu, er einföld. Árið 2002 vildi leikfangar- isinn �asbro framleiða kvikmynd gerða eftir einhverjum af leikföng- um sínum. Upphaflega var það G.I. Joe sem átti að verða kveikj- an að kvikmynd, en þegar Banda- ríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003 þótti ekki góð hugmynd að trana leikfangahermönnum fram á hvíta tjaldinu. Þess í stað otuðu �asbro-menn Transformer heldur að kvikmyndaframleiðendum sem voru tregir í fyrstu. Það var svo ekki fyrr en framleiðandinn Mike Delu- ca sýndi kvikmyndinni áhuga árið 2004 og kom af stað fundi með for- svarsmönnum �asbro og Steven Spielberg, sem er annálaður að- dáandi leikfanga og myndasagna. Spielberg var aldeilis til í dæmið, útvegaði handritshöfund og kom meira að segja með hugmynd að söguþræði. Gagnrýndar persónur, vel metnar tæknibrellur Transformers hefur víðast hvar fengið góða dóma, meðal annars þjrár stjörnur hér í DV. Gagnrýn- endur er þó flestir á sama máli og segja að spennuatriði myndarinn- ar og tæknibrellur hennar séu stór- merkilegar, á meðan persónusköp- un sé ekki nógu sterk. Fram kom eftir að myndin var sýnd að í upp- haflegu handriti myndarinnar voru vélmennin mállaus, en ákveðið var að láta þau tala þegar handritshöf- undum fannst þeir vera að svíkja aðdáendur vélmennanna, myndu þau ekki tala. Mega-beib og mega-lúði Þrátt fyrir að myndin skarti úr- valsleikurum í lykilhlutverkum, voru aðalleikarar myndarinnar báðir tiltölulega óþekktir. En það eru þau Megan Fox og Shia Lebouf, sem eru bæði fædd árið 1986. Segja má með sanni að hlutverk þeirra í Transformers hafi skotið þeim báð- um upp á stjörnuhimininn. Shia er um þessar mundir að leika í Indiana Jones 4 ásamt �arrison Ford á með- an Megan Fox er komin í hóp kyn- þokkafyllstu kvenna í heimi og er af mörgum talin vera næsta Angelina Jolie. Steven Spielberg, Ian Bryce og Michael Bay ræða málin á tökustað, en það var spielberg sem kom með hugmyndina að handritinu og sannfærði Bay um að leikstýra. Teiknimynd í fullri lengd Var gerð árið 1986 um ævintýri transformers. Shia Lebouf Leikur nú í Indiana Jones 4 og var nánast óþekktur áður en transformers-myndin var gerð. Megatron Leiðtogi hinna illu decepticons, sem vilja breyta raftækjum jarðarinnar í hermenn. Upphafleg leikföng Optimus Prime-karlinn var allra vinsælastur. Clint semur tónlist Eilífðartöffarinn Clint Eastwood hefur boðist til þess að semja nýja tónlist við myndina Grace is Gone eftir að hafa séð hana á dögunum. Myndin var sýnd á Sundance- hátíðinni, þar sem Wein- stein- dreifingar- fyrirtækið borgaði fjórar milljónir Banda- ríkjadala fyrir að eignast réttinn. Nýliðinn Max Richter samdi fyrri tónlistina, en Clint vill ólmur fá að spreyta sig. Kvikmyndin fjallar um mann, leikinn af John Cus- ack sem fer með dætur sínar í ferðalag en forðast að segja þeim að móðir þeirra sem er hermaður hafi látist í Írak. rekin úr Playboy-höllinni Leikarinn Colin �anks, sem margir muna eflaust eftir úr kvikmyndinni O.C., hefur samþykkt að leika í Playboy- kanínukvikmynd, sem enn hefur ekki fengið nafn. Það er Anna Faris sem fer með aðalhlutverk myndarinnar, en hún fjallar um Playboy-kanínu sem er rekin af Playboy-setrinu og þarf að hefja nýtt líf. Myndin er framleidd af fyrirtæki Adams Sandlers, �appy Madison Productions. Mun Colin �anks leika ungan mann í myndinni með mikinn áhuga á kanínunni. Þeir leikarar sem þegar hafa verið staðfestir í myndina eru Monet Mazur, Kiely Williams, Tyson Ritter, Owen Benjamin, Rachel Specter og Beverly D‘Angelo. Er þá búist við því að Adam Sandlers og hans menn í �appy Madison muni leika smáhlutverk í myndinni. Nýr Punisher Framhaldsmynd um hinn ógnvænlega Punisher er nú í bígerð. Vinnuheiti kvik- myndarinnar hefur þegar lekið út, The Pun- isher: Welcome Back Frank. Tökur á mynd- inni munu hefjast í Montreal í Kanada í lok september, en sögusvið myndarinnar er þó New York borg þar sem Frank Castle, sögu- hetja myndarinnar lendir í átökum við maf- íósa. Leikstjóri myndarinnar er Lexi Alex- ander sem meðal annars gerði kvikmynd- ina �ooligans. Aðalhlutverk myndarinnar verður í höndum Ray Stevenson úr Rome- þáttunum en Thomas Jane lék söguhetjuna Frank Castle í fyrri myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.