Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 41
Agnar Bogason, ritstjóri Mánudags- blaðsins, var um langt árabil einn af þekktustu borgurum Reykjavík- ur. Hann var sonur Boga Ólafssonar menntaskólakennara og k.h., Gunn- hildar Jónsdóttur frá Akranesi. Agn- ar ólst fyrst upp á Sólvallagötunni þar sem foreldrar hans bjuggu á númer 15, en Árni í Múla var þá á númer 12 og þeir Jón Múli því æsku- vinir. Bogi byggði síðan mikið og reisulegt steinhús á horni Tjarnar- götu og Skothúsvegs, Tjarnargötu 39, þar sem fjölskyldan og fjölskylda Agnars átti síðan heima. Agnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940. Hann sigldi til Bandaríkjanna og sparaði sér fargjaldið með því að ráða sig sem léttadrengur á Goða- foss. Hann hóf undirbúningsnám í tannlækningum við Southern Met- hodist University í Dallas í Texas, en hætti því námi, kom heim með fjöldann allan af nýjum jazzplötum, en hóf síðan nám og lauk prófum í fjölmiðlafræði og stjórnmálafræði í Chicago 1946. Mun hann vera fyrsti Íslendingurinn sem lauk háskóla- prófum í fjölmiðlafræði. Agnar stofnaði Mánudagsblað- ið 1947 og starfrækti það meðan honum entust heilsa og starfskraft- ar. Með Mánudagsblaðinu braut hann blað í sögu íslenskrar blaða- mennsku. Blaðið var oft flokkað sem gul pressa en seldist yfirleitt vel og fletti oft ofan af ýmsum spilling- armálum þess tíma. Agnar var bráðgreindur, vel menntaður, áhugamaður um Ís- lendingasögur og íslenskt mál, rit- fær, drátthagur frá því á unglingsár- unum og mikill hestamaður. Hann var manna skemmtilegastur, orð- heppinn og hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundum og sat löngum í síðdegiskaffi á Hótel Borg, ásamt fleiri fastagestum þar, s.s. Albert Guðmundssyni, Hauki Óskarssyni rakara og Þorkeli Valdimarssyni (Kela Valda) svo aðeins örfáir séu nefndir. Agnar var kvæntur Jóhönnu Páls- dóttur sem var stoð hans og stytta við útgáfu blaðsins og eignuðust þau þrjá syni, Boga, Pál og Sturlu. Bogi er nú einn þekktasti flugmaður landsins, ekki síst fyrir björgunaraf- rek sín frá því hann var þyrluflug- maður hjá Landhelgisgæslunni. Agnar veiktist hastarlega 1973 og missti þá mátt að hluta en hélt þó áfram að gefa út Mánudagsblað- ið. Heilsu hans hrakaði síðan í lok áttunda áratugarins uns hann lést haustið 1983, langt fyrir aldur fram. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík 10.2. 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1975, BS-prófi í stærðfræði frá HÍ 1978, MSc-prófi í hagfræði frá Lond- on School of Economics 1980 og hlaut réttindi til verðbréfamiðlunar 1998. Ólafur starfaði hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum 1985-87, var efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar 1987-88, stýrði alþjóðasviði Seðlabankans 1991-2001 og var að- alsamningamaður ríkisins um lán- tökur erlendis. Hann sat í stjórn Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 2002-2003 og hefur verið lektor við Háskólann í Reykjavík frá 2003. Ólafur kenndi við Háskóla Ís- lands 1981-85, var dálkahöfundur um efnahagsmál á Morgunblaðinu 1988-89, sat í samkeppnisráði 1993- 94 og var formaður Krónunefndar Viðskiptaráðs Íslands 2005-2006. Ólafur hefur setið í orðanefnd hagfræðinga, í stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju og var formaður stjórnar Stofnunar Sigurðar Nordals. Fjölskylda Sonur Ólafs og fyrrum eiginkonu hans, Daggar Pálsdóttur, hrl. og varaþm., er Páll Ágúst, f. 26.2. 1983, meistaranemi í lögfræði við HR. Bræður Ólafs eru Jóhann, f. 12.3. 1947, fyrrv. forstöðumaður víxla- deildar Iðnaðarbankans; Örn, f. 7.8. 1956, flugmaður hjá Atlanta. Foreldrar Ólafs: Ísleifur A. Páls- son, f. 27.2. 1922, d. 14.12. 1996, skrifstofustjóri Skreiðarsamlagsins og framkvæmdastjóri eigin fyrirtæk- is, og k.h. (skildu) Ágústa Jóhanns- dóttir, f. 10.12. 1922, húsmóðir. Ætt Ísleifur var sonur Páls, kaup- manns í Vestmannaeyjum Odd- geirssonar, pr. á Ofanleiti, bróð- ur Margrétar Andreu, móður Árna Pálssonar prófessors. Séra Odd- geir var sonur Þórðar, sýslumanns og alþm. Guðmundssonar. Móð- ir Þórðar var Sigríður Helgadóttir, systir Árna biskups í Görðum. Móð- ir Sigríðar var Guðrún Árnadóttir, pr. í Gufudal Ólafssonar, ættföður Eyrarættar Jónssonar. Móðir Odd- geirs var Jóhanna Andrea Knudsen, systir Kirstinar, móður Sveinbjörns Sveinsbjörnssonar tónskálds og höf- undar þjóðsöngs Íslendinga. Önnur systir Jóhönnu var Kristjana, þeirrar er Jónas Hallgrímsson orti til ljóð- ið Söknuður. Jóhanna Andrea var dóttir Lauritz Michaels kaupmanns, ættföður Knudsensættar. Móð- ir Páls var Anna Guðmundsdótt- ir, prófasts í Arnarbæli, bróður séra Ólafs, afa Alexanders Jóhannesson- ar háskólarektors. Séra Guðmund- ur var sonur Einars, kaupmanns í Reykjavík, föðurbróður Jóns forseta og Jens rektors, langafa Jóhannes- ar Nordals. Systir séra Guðmundar var Ingibjörg, eiginkona Jóns for- seta. Móðir Önnu var Guðrún, dótt- ir Péturs, b. á Helgavatni Hjaltested, hálfbróður Magnúsar, föður Björns M. Olsens, fyrsta rektors Háskóla Íslands. Móðir Guðrúnar var Guð- ríður Magnúsdóttir, pr. í Steinnesi Árnasonar, biskups á Hólum, Þórar- inssonar. Móðir Guðríðar var Anna, systir Kristjáns, langafa Þórarins á Tjörn, föður Kristjáns Eldjárns for- seta. Anna var einnig systir Hall- gríms, föður Jónasar skálds. Anna var dóttir Þorsteins, pr. á Stærra-Ár- skógi Hallgrímssonar og Jórunnar Lárusdóttur Scheving klausturhald- ara Hannessonar sýslumanns. Móð- ir Lárusar var Jórunn Steinsdóttir, biskups á Hólum Jónssonar. Móðir Ísleifs var Matthildur, dóttir Ísleifs, b. á Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um Guðnasonar, b. í Hallgeirseyjar- hjáleigu Guðnasonar, b. á Arnarhóli Ögmundssonar. Móðir Guðna á Arn- arhóli var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Þorvalds, afa Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Matthildar var Sigurlaug, dóttir Guðnýjar, syst- ur Páls, forföður Harðar forstjóra Einarssonar, föður hagfræðinganna Yngva, Magnúsar og Páls. Guðný var dóttir Páls, prófasts og þjóðfundar- manns í Hörgsdal Pálssonar, af ætt Síðupresta. Ágústa er dóttir Jóhanns Þ., alþm. og ráðherra, Jósefssonar, skipstjóra í Vestmannaeyjum, launsonar séra Jóns prófasts í Reykholti Þorvarðar- sonar, pr. í Holti undir Eyjafjöllum, bróður Friðriks, langafa Ólafs Hjart- ar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Bróðir séra Jóns var Skúli alþm., langafi Ólafs Skúlasonar biskups. Móðir Jóhanns Þ. var Guð- rún Þorkelsdóttir. Móðurætt Guð- rúnar verður rakin í Vestmannaeyj- um allar götur aftur á miðja 18. öld svo langt sem kirkjubækur ná. Móðir Ágústu var Magnea Dag- mar Þórðardóttir, sjómanns í Reykja- vík Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Steinunn Stefánsdóttir, b. í Vestri- Kirkjubæ, bróður Guðmundar á Keldum, langafa Jóns Helgasonar, prófessors og skálds. Guðmundur var einnig langafi Lýðs, langafa Þórð- ar Friðjónssonar, forstjóra Kauphall- arinnar. Stefán var sonur Brynjólfs í Vestri-Kirkjubæ Stefánssonar, b. í Árbæ, bróður Ólafs, b. á Fossi, lang- afa Odds, hreppstjóra á Sámsstöð- um, langafa Davíðs Oddssonar, for- manns bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Stefán var sonur Bjarna, ættföður Víkingslækjarættar Hall- dórssonar. Móðir Magneu var Ver- ónika, dóttir Einars, b. á Skrauthól- um Magnússonar. Móðir Veróniku var Guðrún Jónsdóttir, b. á Miðengi Erlendssonar og Ingibjargar Sæ- mundsdóttur, systur Gróu, ömmu Einars, ráðherra Íslands og hæsta- réttardómara Arnórssonar, föður Loga hæstaréttardómara. DV Ættfræði föstudagur 10. ágúst 2007 41 Merkir Íslendingar: MaÐUr VikUnnar Ólafur Ísleifsson lektor við Háskólann í Reykjavík Agnar Bogason f. 10. ágúst 1921, d. 26. september 1983 Ólafur Ísleifsson, hagfræðing- ur og lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur löngum verið í fréttum og tekið þátt í umfjöll- un um efnahagslíf og fjármál þjóðarinnar. Hann hefur ekki síst verið í sviðsljósinu nú síð- ustu daga vegna gagnrýni Den Danske Bank og fleiri aðila á íslenska útrás og efnahags- ástand. DV mynd Ásgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.