Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Blaðsíða 2
Pyntingar til saksóknara Rannsókn er lokið á pynting- um sem áttu sér stað í byrjun júní í Fáfnishúsinu. Þá bjargaði sérsveit lögreglunnar manni úr klóm mótorhjólagengisins Fáfnis MC. Maðurinn hugðist segja sig úr mótorhjólaklúbbnum sem hann var aðili að. Það þótti öðr- um félagsmönnum ótækt. Unnusta mannsins kallaði á lögregluna, lögreglumenn hafa margsinnis verið kallaðir til og hafa haft afskipti af atburðum í húsnæði Fáfnis. Alls voru tíu menn handteknir, sjö þeirra voru svo hnepptir í gæsluvarðhald. Málið liggur hjá saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. föstudagur 10. ágúst 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Annar maður hefur greinst hér á landi með hermannaveikina. DV sagði frá því fyrr í sumar að starfs- maður Kárahnjúka hefði smitast af þeim sjúkdómi. Nú er ljóst að ann- ar maður hefur einnig greinst með sjúkdóminn. Þetta staðfestir Harald- ur Briem, sóttvarnalæknir hjá Land- læknisembætti Íslands. Málin eru al- gjörlega aðskilin en talið er að seinni maðurinn hafi smitast í Skandin- avíu líkt og sá fyrri. Þá var um Svía af pólskum uppruna að ræða. Hann greindist í lok júní og var lagður inn á Landspítalann í byrjun júlí. Eng- in önnur tilvik hafa greinst á Kára- hnjúkum eftir það. Íslenskur maður greindist með hermannaveiki í júlí þegar hann kom aftur til landsins eftir að hafa ferðast um Evrópu. Veikin getur í verstu tilfellum dregið menn til dauða. Talið er að maðurinn hafi smitast af veikinni á hóteli í Skand- inavíu en ekki var gefin upp ná- kvæm staðsetning þar sem maður- inn á að hafa dvalið. Líkt og fyrra tilfelli hermanna- veiki á Íslandi sem DV greindi frá er atvikið talið algjörlega einangrað. Það tekur tíu daga að sjá einkenni sjúkdómsins og ef engin önnur til- felli koma upp stuttu eftir þann tíma er talið að um einangrað tilfelli sé að ræða. „Við fáum eitt til tvö tilfelli á ári, en þau geta orðið allt að fimm,“ seg- ir Haraldur. Hann segir engan við- búnað vegna slíks hér á landi nema grunur leiki á að smitberinn sé ákveðið vatn hér á landi. Sjúkdóm- urinn smitast ekki á milli fólks. Veir- an heitir legionella pneumophila og leggst á lungu manna. Menn hafa látist af völdum veirunnar en enginn hér á landi hefur dáið vegna hennar. Starfsmaður Kárahnjúkavirkjunar er kominn af spítala. valur@dv.is Annað tilfelli hermannaveiki þegar Íslendingur veiktist í Skandinavíu: Sýktist af hermannaveiki á ferðalagi Landspítalinn annar maður var lagður inn á Landspítalann eftir að hafa veikst af hermannaveiki. Stefnir í StærSta gjaldþrotið Prentsmiðjan Íslandsprent hefur farið fram á greiðslu- stöðvun vegna slælegrar fjárhagsstöðu. Stærstur hluti skuldanna er við erlenda birgja sem leita nú leiða til innheimtu. Rekstraraðilar fyrirtækisins hafa áður lent í gjaldþroti upp á 700 milljónir, þá undir heitinu Prisma-Prentco. Samkvæmt heimildum DV blasir gjaldþrot upp á milljarð við sem yrði stærsta gjalþrotið í prentiðnaði. Íslandsprent hefur fengið greiðslu- stöðvun fram til 22. ágúst til að freista þess að ná samningum vegna mikilla skulda. Erlendir birgjar sitja einkum í súpunni þar sem aðilar á innanlandsmarkaði hafa sumir hverjir forðast viðskipti við fyrirtæk- ið vegna fyrri samskipta. Skuldir Íslandsprents eru sagðar nema hundruðum milljóna, stærst- ur hluti þeirra er vegna vélakaupa í gegnum erlent fjármögnunarfyr- irtæki. Samanlagt er talið að skuld- ir Íslandsprents séu nærri milljarði króna og ef til gjaldþrots kemur yrði það stærsta gjaldþrot prentiðnaðar- ins hér á landi. Sömu rekstraraðilar höfðu áður farið á hausinn með prentsmiðju sem bar heitið Prisma-Prentco. Samkvæmt heimildum DV voru þeir sem ráku fyrirtækið farnir að stíla reikninga þess í nafni Íslandsprents nokkru áður en til gjaldþrotsins kom. Það var gert í þeim tilgangi að koma tekjum undan gjaldþrotinu sem á endanum nam nærri 700 milljónum króna. Birgjar á leiðinni Skuldir Íslandsprents eru við birgja víða erlendis, til dæmis í Pól- landi, Hollandi og Danmörku, og er um að ræða tuga milljóna skuldir í hverju tilviki fyrir sig. Stærsta skuld- in er við fyrirtækið KBA Nordic sem fjármagnaði tækjakaup prent- smiðjunnar að öllu leyti. KBA er fjármögnunarfyrirtæki í líkingu við Lýsingu hér á landi. Þar á bæ feng- ust þær upplýsingar að síðustu þrjú ár hafi Íslandsprent einvörðungu greitt vexti vegna fjármögnunar og enn hafi því ekki komið til niður- greiðslu höfuðstóls lánanna. Sam- kvæmt heimildum DV eru yfirmenn KBA að setja saman vinnuhóp til að senda hingað til lands og taka niður vélar í prentsmiðjuhúsnæði Íslands- prents. Öðrum erlendum birgjum hefur verið gert viðvart um slæma fjárhagsstöðu Íslandsprents og fram- undan hjá fyrirtækinu er að reyna að ná samningum við lánardrottna sína. Áður hafði Hilmar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsprents, hafn- að því alfarið að prentsmiðjan væri á leið í gjaldþrot þar sem viðræður um nýtt fjármagn í félagið stæðu yfir. Jafnframt sagði hann kennitöluskipti fyrirtækisins ekki yfirvofandi og neit- aði því að nýja fyrirtækið, Eldur og ís, stefndi í sama rekstur. Húsnæði í Reykjanesbæ Hjá Fyrirtækjaskrá ríkisskatt- stjóra hefur nú þegar verið stofnað nýtt fyrirtæki á nýrri kennitölu, sem ber heitið Eldur og ís, og er einnig skráð undir starfsemi offsetprent- unar líkt og Íslandsprent. Á bak við það fyrirtæki eru sömu aðilar og eiga Íslandsprent. Samkvæmt heimildum DV hafa þeir sóst eftir stærðar lóð í Reykjanesbæ. Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri at- vinnu- og hafnarsviðs Reykjanes- bæjar, staðfestir að rekstraraðilar prentsmiðju hafi lagt fram beiðni um lóðina. „Þetta hefur ekki ver- ið tekið formlega fyrir hjá okkur en spurt hefur verið eftir lóð hjá okk- ur undir prentsmiðju. Það eru því uppi hugmyndir um prentsmiðju- starfsemi á lóð hjá okkur en ég get hvorki staðfest nú útilokað að um þessa ákveðnu prentsmiðju sé að ræða,“ segir Pétur. TRausTi HafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Samanlagt er tali�� a�� skuldir Íslands- prents séu nærri millj- ar��i króna og ef til gjaldþrots kemur yr��i þa�� stærsta gjaldþrot prenti��na��arins hér á landi. stefnir í gjaldþrot Íslandsprent hefur hlotið greiðslustöðvun fram til 22. ágúst þar sem leitað verður samninga við birgja og lánardrottna fyrirtækisins. Erlendum birgjum hefur verið gert viðvart og von er á vinnuhópi til að rífa niður vélar í húsnæði prentsmiðjunnar. drukkinn á ljósastaur Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á ljósastaur í Reykjanesbæ í fyrri- nótt. Ökumaðurinn var á ferð á Hafnargötu þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þessum afleiðingum. Ökumaðurinn slapp þó án meiðsla en var látinn sofa úr sér í fangageymslu þegar lögreglan komst að því hversu ölvaður hann var. Kranabíll var kallaður til svo draga mætti bílinn af vettvangi. Annars voru níu ökutæki boðuð í skoðun. Þá mega eigendur sex bifreiða eiga von á sektum fyrir að leggja á röngum vegarhelmingi. rannsókn á lokastigi Rannsókn á meiriháttar lík- amsárás á hinn dæmda morð- ingja Hákon Eydal er á lokastigi hjá lögreglunni á Selfossi. Þrír sam- fangar Há- konar á Litla- Hrauni réðust á hann í byrjun júlí og gengu al- varlega í skrokk á honum. Hann fótbrotnaði við árásina. Ástæðan er sú að Hákon stundaði heima- brugg innan fangelsismúranna. Málið verður sent til ríkissak- sóknara þar sem litið er á atvikið sem alvarlega líkamsárás. innbrot og eldur í bíl Mikil afbrotahrina hefur geng- ið yfir í Hafnarfirði en óprúttnir aðilar hafa brotist inn í sex bíla við miðbæ Hafnarfjarðar síðustu þrjár nætur. Aðallega er stolið geisladiskum og geislaspilurum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Þá eyðilagðist bíll við Ártúnshöfða í gærmorgun eftir að eldur kviknaði í honum á ferð. Slökkviliðið kom á stað- inn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Eldsupptök eru ókunn en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni að sögn lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.