Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 19

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 19
17 nafn raatsveinsins á Thule, þá rifjaðist upp fyrir mér löngu fyrndur kafli úr lífi mínu. Þarna stóð ég, ég veit ekki hve lengi, kannske nokkrar mínútur, ef til vill hálfa klukkustund, starði á skakkan krossinn, en sá hann ekki. Tjald fortíð- arinnar dróst til hliðar og afhjúpaði horfin svið og dána menn. Myndimar streymdu fram, aragrúi mynda frá liðnum tíma, broslegar og drungalegar á víxl og óskipulega í fyrstu, en síðan hægt og skipulega líkt og lygn en straumþung elfa. Þetta var eins og leiksýning. Þarna steig fólkið fram á svið- ið, þarna var maddama heitin Jóna með fatið, þarna þeir Hlölli og Grímsi, sem báðir höfðu hlotið hina votu gröf fyrir löngu. Ég horfði út yfir kirkjugarð- inn, en sá hann ekki lengur. Ég sá bryggju . . . Þannig byrjaði það . . . Og þarna stendur Nikolja á bryggjuhausnum með rauðköflótta svuntuna blakt- andi í golunni og veifar mér að koma. —o— Ég stend skammt frá glætunni frá Ijóskeri á bryggjunni, lítill og umkomu- laus drengur ofan úr sveit í atvinnuleit. Þetta er síðfa kvölds á miðju sumri árið 1929, og síðbúnustu skip íslenzka síldveiðiflotans eru um það bil að leggja úr höfn. Það ríkir ró og friður við höfnina nema öðru hverju þegar hestvagnar fara um bryggjuna með kost og veiðarfæri til skipanna, og nú þvælast tveir slíkir vagnar hvor fyrir öðrum við enda bryggjunnar. Ökuþór- arnir eru komnir í hár saman og skeifur hestanna slá eld á grjótinu; reiðar raddimar berast vítt og breitt í kvöldkyrrðinni. Nikolja stendur fyrir framan mig, tvístígandi, flissandi og sprækur. Hann hefur hvíta stromphúfu á höfði og um sig miðjan rauðköflóttu svuntuna sem blaktir í golunni. Hann potar í mig leiftursnöggt. Ég hopa á hæl og matsveinninn flissar: „Og lipur eins og fluga. Andskot- inn! Bara ekkert nema beinin — og lausaleikskrakki ofan úr sveit, segirðu. Ég ræð þig. Að mér heilum og lifandi, ég ræð þig. Hvað heitirðu?" „Ljótur. — Útgerðarmaðurinn sendi mig. Hver segir að ég sé lausaleiks- krakki?" „Ég — ég segi það. Ég er fæddur í lausaleik og við erum næstum alveg eins, ekkert nema beinin og höfuðið eins og egg í laginu. Hvurnin komstu?" „Kom hvert?" Matsveinninn ók sér í brókunum. „Hvurt? Hingað náttúrulega. Til þessa himintungls og allsherjar vitlausraspítala. Hvað annað, hvuti litli? Ég kom niður á lappirnar fyrst. — Það varð að taka mig út með töngum — ég er tangarbarn. Hvurnin komst þú?" Matsveinninn dró brennivínsflöskuna upp undan buxnastrengnum og kippti tappanum úr með tönnunum svo small í. „Ég veit ekki," sagði ég með æðruleysi sveitamannsins. Ég horfði í augun á matsveininum. Þau voru sóttheit, og ég sá tunglið speglast í augasteinin- um. Hann er brjálaður, hugsaði ég. „Veiztu hvernig ég varð til? Mitt líf, hvuti litli, var kveikt með aðstoð öl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.