Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 59

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 59
57 honum þótti vænt um ctð geta verndað hana. En þegar hann var kominn niður á lögreglustöðina var hann aítur orðinn óeðlilega ör og hávær. Honum fannst einhvern veginn, að nú væri hann orðinn svo nátengdur lögreglustarfinu, að hann hefði rétt til að gera sig heimakominn. — Ég hefði einhvern tíma gaman að fá að skoða hjá ykkur fangaklefana, öagði hann kumpánlega við lögregluþjónana, en þeir urðu dálítið hissa á svipinn og horfðu hver á annan. Eiginmaðurinn dró hróðugur upp lyklakippuna og lagði á borðið fyrir fram- an varðstjórann sem sönnunargagn, en þess gerðist raunar ekki þörf. Piltur- inn játaði vafningalaust að hann hefði verið að leita sér að peningum fyrir sígarettum, en neitaði því hinsvegar með öllu að hafa stolið þar nokkru fyrr. Yfirheyrslan tók ekki langan tíma og varðstjórinn lét leiða piltinn fram. — Já við könnumst við drenginn, sagði varðstjórinn, hann er af vandræða- heimili. Og nú las hann upp úr bók sinni stuttorða skýrslu. Eiginmaðurinn reyndi að beita athyglinni og hlusta, en móðurinn þvarr og fjaraði út í honum. — Faðirinn ókunnur. Móðirin byggi með manni, óreglusömum, oft vinnulaus- um. Þrjú ungböm. Mikið ósamkomulag milli drengsins og stjúpans ... uppeldi barnanna óforsvaranlegt ... barsmíðar, en móðirin neitaði að sleppa þeim frá sér ... betrunarheimili ... Og eiginmaðurinn sá skyndilega allt fyrir sér. — Nei, greip hann fram í fyrir varðstjóranum, sleppið drengnum, gerið það fyrir mig að setja hann ekki inn. -— Hann er of ungur til þess, svaraði varðstjórinn, við látum bara aka honum heim. — Og látið ekki móður hans vita af þessu, bað hann enn, ég tek kæruna aftur. Hann vildi nú allt til vinna að farið yrði sem mildilegast með þennan vand- ræðapilt. Strákurinn stóð frammi á ganginum, þegar hann kom út frá varðstjóranum. Lögregluþjónamir höfðu gefið honum sígarettu, og hann blés reyknum kæru- leysislega frá sér. — Komdu til mín ef þú ert í vandræðum, hvíslaði eiginmaðurinn flaumósa að piltinum og laumaði nokkrum samanvöfðum tíköllum í lófa honum, ég skal þá sjá hvað ég get gert. — Allt í lagi, sagði unglingurinn og gapti fánalega, svo að í ljós komu gisnar tennur í þykku tannholdinu. Hann stakk seðlunum á sig án þess að líta á þá og hélt áfram að reykja eins og ekkert, sem fram færi í kringum hann, kæmi honum neitt við. Hann smellti í góm og glotti háðslegja um leið og eiginmaðurinn hneppti að sér vetrarfrakkanum, hagræddi treflinum og bauð góða nótt. Eiginmaðurinn skellti þungri hurð lögreglustöðvarinnar og gekk út í heiða og kalda vetramóttina. Nei, þetta gat ekki verið þjófurinn, sem öllu hafði stolið — aðeins hrakið og útskúfað unglingsgrey. Þjófurinn, þessi mikli þjófur léki enn lausum hala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.