Árbók skálda - 01.12.1956, Side 52

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 52
50 izt ctð loka augunum til fulls og þau störðu ankannalega uppí loftið, þrútin og blóðhlaupin. Hvernig vildi það til? spurði hún og horfði stöðugt í þetta dóna andlit. Hann fór með Birni á bátnum út með netið. Það hvolfdi undir þeim, Björn komst á kjöl en Vigfús heitinn flæktist í netinu. Við náðum honum ekki fyrren seint og síðar meir. Það var vonlaust. Ég hef heyrt að drukknun sé góður dauðdagi, sagði Hildur og horfði enn í andlit eiginmanns síns. Viljið bera hann inní rúm. Þöglir lyftu þeir byrði sinni á ný og kjöguðu inn. Það var pollur á hellunum þarsem líkið hafði legið. Þeir báru félaga sinn inn gegnum þröngar og lágar dyr, fyrir horn og útskot unz þeir höfðu bisað honum inní hjónakames og lögðu hann í rúmið. Hildur gekk á eftir þeim, staðnæmdist við rúmstokkinn og tók í nákalda hönd líksins. Bændurnir stóðu í hnapp fyrir aftan hana. Þeir voru vandræðalegir og forðuðust að líta hver á annan. Sá sem áður hafði haft orð fyrir þeim hóf máls á ný: Viltu ekki að við sendum eftir prestinum undireins, Hildur mín? Nei. Hann verður hvort sem er að koma, sagði bóndinn og klóraði sér í hnakk- anum. Hann getur komið á morgun ef hann þarf endilega að koma, sagði Hildur. Ég vil ekki sjá neinn mann í kvöld. Ég vona Hildur mín að þú sért ekki gröm úti okkur. Það má Guð vita að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Ég hefði frekar kosið að fara sjálfur en bera Vigfús svona heim. Bændurnir umluðu eitthvað. Ég er ekki að ásaka ykkur, vinir, sagði Hildur. Ég veit þið hafið gert allt sem þið gátuð. Ég þakka ykkur fyrir það. Lofið mér að vera í friði. Þeir muldruðu kveðjuorð og drógust út einn og einn. Ég bið prestinn að líta inneftir á morgun, sagði formaður þeirra. Ertu viss um að þú viljir engan sjá. Ég veit hún Ingibjörg mín kemur strax til þín óðaren hún hefur frétt um þetta. Ég vil vera ein í kvöld, sagði Hildur og eitthvað í rödd hennar aftraði bóndanum frá að segja nokkuð meira. Hann drattaðist út á eftir félögum sínum. Þeir stóðu í hnapp á hlaðinu og biðu hans. Eiríkur stóð skammt frá þeim. Ekkert orð hafði farið á milli þeirra en bændurnir skotruðu augunum til hans og einn þeirra spýtti um tönn. Svo gengu þeir allir í hóp niður túnið, niður dalinn heim á bæi sína. Eiríkur horfði á eftir þeim unz þeir voru horfnir sjónum, löngu eftir það stóð hann í sömu sporum og horfði útí bláinn. Hann fann komið við fótinn á sér, hann leit niður og sá hundinn hjúfra sig aumk- unnarlega að honum. Hann beygði sig og klóraði hundinum bak við eyrun. Svo reis hann upp seinlega og gekk inní bæinn. Hildur sat ennþá á rúmstokknum og hélt í höndina á eiginmanni sínum. Hún hafði ekki reynt að loka augum hans og Eiríki fannst hann horfa á sig og glotta. Hann staðnæmdist í dyrunum en Hildur lét ekki á sér finna að hún væri hans vör.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.