Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 64

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 64
62 skal nefna svolí:ið dæmi. Þegar við vorum að steypa skorsteininn, fékk ég lcmaða tvo verkamenn fyrir ekki neitt. Annar var feikn nærsýnn; það var uppundir tommugler í gleraugunum hans. Þegar við ætluðum að byrja, var hann horfinn. Það var eins og hönd hefði seilzt niður úr skýjunum og tekið í hnakkadrambið á honum og hafið hann til himna algallaðan. Við kölluð- um, við snuðruðum kringum það allrahelgasta, við gægðumst ofan í steypu- mótin, en allt kom fyrir ekki. Loks hugkvæmdist okkur að leita bak við húsið sem nágranni minn hafði í smíðum, og þar fundum við hann. Hann var að hamast við að moka sandi í hjólbörur. Nágranni minn var líka að steypa, og nærsýni maðurinn hafði runnið á steypuvélarhljóðið og skirpt í lófana án þess að hafa hugmynd um að hann var að steypa vitlaust hús. Það getur allur þremillinn skeð þegar maður er að byggja. Einu sinni fékk ég steypufötu í höfuðið. Ég var að handlanga. Kunningi minn stóð uppi á palli og tók á móti fötunum. 1 stað þess að senda þær niður í spottanum aftur, kallaði hann: Dúndur! og kastaði þeim niður og ég greip þær. Þetta gekk ágætlega lengi vel. Aðferðin sparaði okkur að meðaltali þrjá tíundu úr sekúndu á fötu. En svo gleymdi kunningi minn að kalla: Dúndur! Það er ekkert skemmtilegt að fá steypufötu í höfuðið ofan af vinnupalli. Annað mál er það að hinum reynda húsbyggjanda kemur það ekki á óvart. Það er eins og maðurinn sem fer í stríðið. Hann er höggdofa fyrst í stað ætla ég. Svo verður þetta hversdagslegt. Hann ypptir öxlum. Stríð, segir hann og spýtir um tönn, er stríð. Ef það ætti fyrir mér að liggja að stjórna leiðangri í fótspor Islandsúlpu- Hillarys, þá mundi ég setja það sem ófrávíkjanlegt skilyrði að þátttakendur hefðu byggt hús. Þeir yrðu að byggja eitt hús hver áður en lagt yrði upp — og þeir yrðu að byggja af vanefnum. Að svo búnu mundi ég óhræddur senda þá á Everest; næðu þeir ekki upp á tindinn, mundu þeir einfaldlega velta honum um koll. Blankir húsbyggjendur íslenzkir eiga ekki sína líka í veröldinni. Þeir sem sleppa lifandi úr hildarleiknum eru ódrepandi upp frá því. Hinir fara til Valhallar og byggja allan daginn og drekka brennivín á nóttunni. Févana hýsbyggjandi hefur allan heiminn á móti sér. Menn óttast að ella verði hann latur og værukær. Jafnvel indælustu útdeilarar smáíbúðalána verða harðir í hom að taka, minnugir þess sígilda sannleika að þann sem guð elskar þann agar hann. Tvennt er blönkum húsbyggjanda eins nauðsynlegt og matur og drykkur — og stundum nauðsynlegra: a) innblásin eiginkona og b) andlegur sljó- leiki. Andlega veiklunin gerir honum kleift að hlusta á orðið „nei" síendur- tekið án þess að skilja það sem neitun. Sú innblásna sparar honum Dags- brúnarkaup á klukkustund. Bankastjórar em öllum mönnum nei-kvæðari. Áður en þeir eru ráðnir, eru þeir spurðir hvort þeir treysti sér til að segja nei við blanka húsbyggjendur. Ef þeir segja já, þurfa þeir ekki að segja iá oftar á ævinni. Þeir hafa hver sinn stíl. Einn er sígeispandi, annar er grátklökkur, sá þriðji er í ægilega vondu skapi, eins og hann' sé með timburmenn. Einn les í blaði. Hann er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.