Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 49

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 49
47 Hún gaf honum kinnhest. Það var léttur kinnhestur og hann hló við, greip báðum höndum um úlnliði hennar og hélt þeim fyrir aftan bak, kyssti hana síðan. Hún hnykkti höfðinu til og frá einsog hún væri að forðast hann, hjúfr- aði sig síðan að honum og hann sleppti höndum hennar. Hann strauk þykkt Ijóst hárið á henni, fór fingurgómunum yfir augnhárin. Aldrei skil ég í þér ungri lífsglaðri stúlku að giftast honum. Hann er 25 árum eldri og hann er nákvæmlega einsog allir sveitabændur sem koma í kaup- staðinn tvisvar á ári. Því kemurðu ekki með mér suður? Hann tók mig að sér þegar ég var agnarlítil. Ég veit hann mundi ekki á heilum sér taka ef ég færi. Ég er þó konan hans. Hann notfærði sér að þú áttir engan að. Eftilvill stendurðu í þakkarskuld við hann, en þú þarft ekki að gjalda fyrir það með lífi þínu. Hann er í raun- inni ekki annað en fósturfaðir þinn. Ég á þó alltaf þig að, sagði hún. Hvað er það þó ég stelist hingað eins og þjófur einu sinni tvisvar í viku. Þaraðauki getur það ekki gengið til lengdar. Öll sveitin er farin að tala um það. Þú færð á þig illt orð og einhverntíma hlýtur hann að frétta það. Þau gengu samhliða útá túnið. Það var búið að raka skraufþurru heyinu saman í múga og hún tók sér tuggu, vatt hana í hendi sér, stakk uppí sig nokkrum stráum og tuggði. Hann fleygði sér á bakið ofaní einn múgann, spriklaði eins og lcrakki og velti sér í heyinu.. Hundurinn vaknaði af dvala sínum, rak upp bofs, þaut einsog píla í áttina til hans, lagðist á magann og teygði frá sér alla skanka, vatt sig síðan uppí kuðung og stökk á hann þarsem hann byltist í heyinu. Hann tók báðum höndum í loðinn feld dýrsins og sveiflaði honum kringum sig, tróð honum síðan niðrí múgann og huldi hann heyi. Hundurinn spratt upp aftur einsog örskot, gelti og rauk á manninn á ný. Maðurinn fann heitan andardráttinn úr kjafti hans og löng rauð tungan lék um andlitið. Konan hló og tók fangið fullt af heyi, fleygði því yfir þá og tók annað fang. Sjá hvernig þið látið. Þið ættuð að skammast ykkar. Eiríkur settist upp lafmóður, strauk heyið úr andlitinu og fór annari hendi niðrum hálsmálið á skyrtunni. Hundurinn stóð sperrtur yfir honum, reiðubúinn að halda áfram leiknum. Hildur kraup niður og tíndi stráin úr hári Eiríks. Hann fók utanum hana og sveigði hana niður í múgann við hliðina á sér. Hún brauzt um og naut þess að finna að hann var sterkari, gafst upp, vafði handleggjunum um háls- inn á honum og sagði: Ég elska þig. Hundurinn skokkaði í kringum þau og ýlfraði, rak trýnið í andlitið á þeim og gelti. Hann horfði nokkra stund á þau en labbaði síðan á burt, skammt frá settist hrafn á stólpa og hann hljóp þangað geltandi. Hrafninn krunkaði geðvonzkulega, lyfti sér og flaug á braut. Því kemurðu ekki með mér suður? Það verður erfiðast fyrst, fólkið fær eitt- hvað að tala um og það verður rekistefna. En hann finnur sér einhverja aðra og brátt verður allt gleymt og giafið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.