Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 31
29
stýran hratt honum illþyrmilega til hliðar og íór að bera af borðinu. Nikolja
hallaði sér upp að þilinu með útrétta handleggi, laut höfði, hlustaði, og augun
í honum ranghvolfdust. Móltíðinni var lokið og kostgangararnir stóðu upp
fró borðuni, þerruðu varirnar, ræsktu sig og stundu þungan. Þá var eins og
mörg hundruð volta spennu hefði verið hleypt í Nikolja; hann rak upp öskur
eins og sært dýr, greip eitt rúgbrauðið úr pokanum í glugganum og áður
en nokkur hafði áttað sig keyrði hann það í höfuðið á þeim sem fystur sté
fram f salinn. Hann tókst á loft, flissandi og sprækur, og sló þá í höfuðið
hvern af öðrum. Óskapleg ringulreið greip um sig. Hótelstýran missti súpu-
fat og fórnaði höndum til himins, ákallandi Þorlák helga sér til hjálpar, en
kostgangararnir brugðu höndum yfir höfuð sín, tóku á rás og freistuðu þess
að komast út, en Nikolja taldi ekki eftir sér að elta þá. Stólar og borð dönsuðu
brátt polka og ræl og sumir kostgangaranna komust upp í einhvers konar
afbrigði loftfimieika.
Ég forðaði mér í flýti og varð að sæta lagi til að komast út.
Það var voða gaman, mundu drengir á mínum aldri líklega hafa sagt, en
mér fannst þetta átakanlegt. Kostgangararnir, þessir fínu menn, hlupu hver
sem betur gat út úr húsinu, yfir handriðið, og niður túnið, en inni í húsinu
glumdi sigrihrósandi rödd Nikolja: „Þannig á að taka þá, leiftursnöggt, þá
eru þeir vamarlausir. Nú kveiki ég íl"
Það varð þó ekkert úr íkveikjunni, því að einn kostgangarinn linnti ekki
hlaupunum fyrr en niðri á bryggju, og móður og másandi tilkynnti hann
Grímsa hvernig komið væri. Sóttu fjórir skipverjar matsveininn og komu
með hann til skips á hestvagni. Nikolja lét sér þetta vel líka, lék við hvern
sinn fingur, flissaði og skríkti ofan í barminn. Þegar þeir voru að bisa við að
ná honum af vagninum opnuðust brúardymar á Thule og út á brúarvæng-
inn sté framkvæmdastjóri síldarverksmiðjanna, Brynjólfur að nafni, feitur
maður, pattaralegur og sjálfumglaður.
„Brynki fýla!" kallaði Nikolja. „Brynki fýlal"
Framkvæmdastjórinn heyktist í hnjánum og leit felmtursfullur í kringum
sig til þess að vita hvort nokkur af betri borgurunum hefði heyrt þetta gamla
uppnefni sitt.
Nikolja kallaði aftur: „Manstu, Brynki, þegar við vorum að stela marsipan-
inu hjá Tuma bakara?!"
Framkvæmdastjórinn leit skelfingu lostinn á matsveininn, beið svo ekki
boðanna og sentist aftur inn í brúna. Hesturinn hneggjaði og Nikolja hló.
„Sáuð þið viðbragðið sem skepnan tók, hvurnin hann sneri sér við? Hann
varð eins og næpa í framan. Ég kalla aftur. Brynki fýla!"
Framkvæmdastjórinn reikaði um brúna eins og dmkkinn maður, en Grímsi
hló í kýrauganu sínu.
Haustvindarnir eru teknir að næða um sjávarþorpin og flest skipin farin
af miðunum nema Thule. Ennþá má sjá það á sífelldu sveimi kringum heims-