Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 31

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 31
29 stýran hratt honum illþyrmilega til hliðar og íór að bera af borðinu. Nikolja hallaði sér upp að þilinu með útrétta handleggi, laut höfði, hlustaði, og augun í honum ranghvolfdust. Móltíðinni var lokið og kostgangararnir stóðu upp fró borðuni, þerruðu varirnar, ræsktu sig og stundu þungan. Þá var eins og mörg hundruð volta spennu hefði verið hleypt í Nikolja; hann rak upp öskur eins og sært dýr, greip eitt rúgbrauðið úr pokanum í glugganum og áður en nokkur hafði áttað sig keyrði hann það í höfuðið á þeim sem fystur sté fram f salinn. Hann tókst á loft, flissandi og sprækur, og sló þá í höfuðið hvern af öðrum. Óskapleg ringulreið greip um sig. Hótelstýran missti súpu- fat og fórnaði höndum til himins, ákallandi Þorlák helga sér til hjálpar, en kostgangararnir brugðu höndum yfir höfuð sín, tóku á rás og freistuðu þess að komast út, en Nikolja taldi ekki eftir sér að elta þá. Stólar og borð dönsuðu brátt polka og ræl og sumir kostgangaranna komust upp í einhvers konar afbrigði loftfimieika. Ég forðaði mér í flýti og varð að sæta lagi til að komast út. Það var voða gaman, mundu drengir á mínum aldri líklega hafa sagt, en mér fannst þetta átakanlegt. Kostgangararnir, þessir fínu menn, hlupu hver sem betur gat út úr húsinu, yfir handriðið, og niður túnið, en inni í húsinu glumdi sigrihrósandi rödd Nikolja: „Þannig á að taka þá, leiftursnöggt, þá eru þeir vamarlausir. Nú kveiki ég íl" Það varð þó ekkert úr íkveikjunni, því að einn kostgangarinn linnti ekki hlaupunum fyrr en niðri á bryggju, og móður og másandi tilkynnti hann Grímsa hvernig komið væri. Sóttu fjórir skipverjar matsveininn og komu með hann til skips á hestvagni. Nikolja lét sér þetta vel líka, lék við hvern sinn fingur, flissaði og skríkti ofan í barminn. Þegar þeir voru að bisa við að ná honum af vagninum opnuðust brúardymar á Thule og út á brúarvæng- inn sté framkvæmdastjóri síldarverksmiðjanna, Brynjólfur að nafni, feitur maður, pattaralegur og sjálfumglaður. „Brynki fýla!" kallaði Nikolja. „Brynki fýlal" Framkvæmdastjórinn heyktist í hnjánum og leit felmtursfullur í kringum sig til þess að vita hvort nokkur af betri borgurunum hefði heyrt þetta gamla uppnefni sitt. Nikolja kallaði aftur: „Manstu, Brynki, þegar við vorum að stela marsipan- inu hjá Tuma bakara?!" Framkvæmdastjórinn leit skelfingu lostinn á matsveininn, beið svo ekki boðanna og sentist aftur inn í brúna. Hesturinn hneggjaði og Nikolja hló. „Sáuð þið viðbragðið sem skepnan tók, hvurnin hann sneri sér við? Hann varð eins og næpa í framan. Ég kalla aftur. Brynki fýla!" Framkvæmdastjórinn reikaði um brúna eins og dmkkinn maður, en Grímsi hló í kýrauganu sínu. Haustvindarnir eru teknir að næða um sjávarþorpin og flest skipin farin af miðunum nema Thule. Ennþá má sjá það á sífelldu sveimi kringum heims-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.