Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 43

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 43
41 brigðum óíríður maður. Neí hans var bólgið, kinnamar svarbláar og þrútn- ar; bakið í kút. Hendur hans voru sérstakur heimur. Það var ekki aðeins liturinn. Hann vantaði einn íingur á hvora hönd. En hann leyndi því ekki. Hann stóð með þær krosslagðar, og fingur hans sáust greinilega, einn- ig stúfarnir; óhreinir, digrir, eins og limir sakamanns á miðöldum. Líklegast hefur hann slasazt þannig við vinnu sína, hugsaði ég. Líklegast er hann hetjan, sem ekki mun hverfa úr huga mér jafnvel þótt ég setji endapunktinn aftan við sjöunda bindið. Þessar hugleiðingar mínar munu hafa varað mjög litla hríð. Þá sá ég hvar maðurinn leit upp og horfði á mig. Hann horfði beint í augu mér, næsta fjarrænu, hlutlausu augnaráði. Mér fannst ástæðulaust að líta undan. Ég horfði á hann á móti, þó aðeins skamma stund. Mannfjöldinn var þögull. Þá var það sem ég heyrði manninn tala til mín. Þessi úttaugaði verka- maður fyrir aldur fram, hann ávarpaði mig. Hann einblíndi á mig, þeim augum sem ég hafði fram til þessarar stundar haldið tjá von mannkynsins; ég var ekki viðbúinn öðru. En augnaráð hans hverfðist. Það skeði örsnöggt. Aftur greindi ég klið múgsins umhverfis; aftur var ég fjarri sjö binda skáld- sögunni um verkalýðinn. Og fyrr en mig varði heyrði ég manninn tala til mín. Hann sagði: Þér þýðir ekkert að góna á mig; ég er ekki svoleiðis. Ég stóð silalega á fætur aftur og kenndi hrolls í hráslaganum. Andartak þagði ég; brosti síðan dauft, og sagði: Mjög slæmt. Ég efast um að ég bíði þess bætur. Hann stóð gleitt, setti nú hendur í buxnavasana, og sagði: Það vita allir, hvemig ÞU ert. Ágætt, sagði ég. Ég hef alltaf viljað, að allir þekktu mig, einmitt eins og ég er. Vertu ekki að snúa út úr, sagði maðurinn. Þú ert frægur. Stórfínt, sagði ég. Mig hefur alltaf langað til að verða frægur. Mikill kurr í mannfjöldanum. Þú ert aumingi og einskisvirði, sagði hann. Þú ert ekki þess umkominn að vera dómari aldarinnar. Takk, sagði ég. En nú vil ég fara að komast heim. Ég þarf að vinna í nótt. Þú hefur tekið málsstað úrhraksins og glæpamannanna, hélt maðurinn rrfram. Ekki samt þeirra ríku, þrætti ég. Ekki hinna einu sönnu glæpamanna. En ég tek stundum upp hanzkann fyrir þá sem eru misskildir. Svei! sagði maðurinn. Þá var það sem skræk rödd barst utan úr hópnum. Ég leit upp og sá nú aftur dökkklædda öldunginn með biblfuna. Hann bar enn helgidóm sinn fyr- ir brjóstinu, en talaði ekki latínu lengur. Hann æpti af lífs og sálar kröft- um, bar ótt á, og mátti þó minna heyra en það, að hann beindi orðum sínum að mér, er hann kallaði út yfir mannfjöldann: Hann vill engu góðu hlýða. Hann er guðsspottari allra alda. Hann umgengst farísea og tollheimtumenn. Hann á að vinum siðspillta menn. Hann hlýtur að vera einn af þeim sjálfur. Hann er stórsyndari. Handtakið hann!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.