Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 105

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 105
103 um þess ósýnilega ara sem flýgur með þrá okkar burt í goggi, þetta hverf- ula augnablik. Bara andartak, svo er sólin aftur á augnalokum hans. Það er sandur í greip konunnar. Hún opnar lítinn hnefa, rennir sandi fram eftir fingrum, færir tvo fingur sundur og lætur þennan verðmæta sand renna hægt millum niður á læri mannsins, renna eins og tímann, eins og við hefðum nógan tíma. Þetta finnur maðurinn og þykir pínulítið gott, og hugsar um stúlkuna sem gekk framhjá og er hætt að senda erturum sínum tóninn og er farin burt. Taktu mig, hugsar konan: komdu í nótt, lofaðu mér að koma til þín í nótt, hugsar hún. Þegar maðurinn mundi eftir henni þar sem þau stóðu við glugga í spor- vag'ninum hugsaði hann að það væri lítil háttvísi að þegja lengur og fór að segja henni hvað þau sæu á leiðinni. Hann sér mig ekki, hugsaði konan. Þau borðuðu þrjú saman um kvöldið og drukku koníak á svölum veitinga- húss nálægt skógi þar sem eldflugurnar sendu leiftur sín eins og símskeyti frá kyni til kyns, og skordýrin lögðu til alla tónlist. Samt var músík þarna framleidd af döprum þunglyndislausum mönnum sem létu glösin standa á gólfinu hjá sér meðan þeir spiluðu. Tveir menn þögðu yfir kampavínsflösku og lífill drengur stóð hjá þeim og gretti sig þögull framan í vegfarendur. Stundum rak hann út úr sér tunguna til tilbreytingar. Það var mjög kyrrt. Ameríkanarnir reyndu mikið að finna umræðuefni (án samvinnu) til að dylja a-ndúðina gagnvart Frakkanum, hinum gamla Evrópubúa. Þegar hann spurði þau hvað þau ætluðu að vera lengi á eynni svaraði Ameríkumaðurinn: Við förum í fyrramálið. Fyrir innan voru blóm með mikinn bikar. Feitur innskeifur þjónn í stuttum jakka sem hafði átt að vera hvítur snerti blómin með fingrunum, einum fingri í einu. Þá lokuðu blómin bikar sínum. Konan þagði og horfði á götuna, á pálmana sem vörðuðu líka þennan veg. Það var engin ferð um strætið. Ekki einu sinni asni með víntunnu á kerru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.