Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 105
103
um þess ósýnilega ara sem flýgur með þrá okkar burt í goggi, þetta hverf-
ula augnablik. Bara andartak, svo er sólin aftur á augnalokum hans.
Það er sandur í greip konunnar. Hún opnar lítinn hnefa, rennir sandi fram
eftir fingrum, færir tvo fingur sundur og lætur þennan verðmæta sand renna
hægt millum niður á læri mannsins, renna eins og tímann, eins og við hefðum
nógan tíma.
Þetta finnur maðurinn og þykir pínulítið gott, og hugsar um stúlkuna sem
gekk framhjá og er hætt að senda erturum sínum tóninn og er farin burt.
Taktu mig, hugsar konan: komdu í nótt, lofaðu mér að koma til þín í nótt,
hugsar hún.
Þegar maðurinn mundi eftir henni þar sem þau stóðu við glugga í spor-
vag'ninum hugsaði hann að það væri lítil háttvísi að þegja lengur og fór að
segja henni hvað þau sæu á leiðinni.
Hann sér mig ekki, hugsaði konan.
Þau borðuðu þrjú saman um kvöldið og drukku koníak á svölum veitinga-
húss nálægt skógi þar sem eldflugurnar sendu leiftur sín eins og símskeyti
frá kyni til kyns, og skordýrin lögðu til alla tónlist. Samt var músík þarna
framleidd af döprum þunglyndislausum mönnum sem létu glösin standa á
gólfinu hjá sér meðan þeir spiluðu. Tveir menn þögðu yfir kampavínsflösku
og lífill drengur stóð hjá þeim og gretti sig þögull framan í vegfarendur.
Stundum rak hann út úr sér tunguna til tilbreytingar. Það var mjög kyrrt.
Ameríkanarnir reyndu mikið að finna umræðuefni (án samvinnu) til að
dylja a-ndúðina gagnvart Frakkanum, hinum gamla Evrópubúa.
Þegar hann spurði þau hvað þau ætluðu að vera lengi á eynni svaraði
Ameríkumaðurinn: Við förum í fyrramálið.
Fyrir innan voru blóm með mikinn bikar. Feitur innskeifur þjónn í stuttum
jakka sem hafði átt að vera hvítur snerti blómin með fingrunum, einum fingri
í einu. Þá lokuðu blómin bikar sínum.
Konan þagði og horfði á götuna, á pálmana sem vörðuðu líka þennan veg.
Það var engin ferð um strætið.
Ekki einu sinni asni með víntunnu á kerru.