Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 22

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 22
20 sínu, ,,og ekki yfir neitt settur — nema þá skipsrotturnar. Taktu svo skyrdall- inn þarna og farðu með hann upp í borðsalinn handa svínunum." Að svo mæltu vatt hann sér inn í búrið og lokaði á eftir sér. Ég staulaðist valtur á fótunum upp í borðsalinn með skyrdallinn. Bekkirnir voru fullsetnir mönnum. Þeir voru greinilega nývaknaðir og fýldir á svipinn. Þeir horfðu á mig, litu hver á annan, og einn sagði: „Hver djöfullinn?" Ég roðnaði, lét skyrdallinn á borðið og sagði „Veskú" að dönskum sið eins og ég hafði heyrt þá segja á Hjálpræðishernum. Einn mannanna, vélstjóri eftir olíukámugu andlitinu að dæma, rak putta ofan í skyrdallinn, bar hann upp að ljósinu, skáblíndi á hann og þeytti síðan skyrslettunni í andlit mér: „Það er súrt. Hvers konar morgunmatur er þetta eiginlega?" Ég skakklappaðist fram að eldhúshurðinni. Þar stóð Nikolja og brytjaði kjöt. Ég bankaði í járnþilið til að gera vart við mig áður en ég stigi inn; það voru fyrirmæli matsveinsins. Eldhús Nikolja var nefnilega eins konar ríki í ríkinu og þessa skítugu járnkompu varði hann með oddi og egg. Fékk enginn að stíga þar fæti sínum að undanteknum mér nema með sérstöku leyfi hans. Nikolja leit á mig og saxið nam staðar í loftinu. „Hvað gengur að þér?" Ég lauk við að þurrka leyfarnar af skyrinu af andliti mínu. „Ekkert. Þeir spurðu hvers konar morgunmatur þetta væri." Drættirnir kringum munninn á Nikolja dýpkuðu. Svo varpaði hann hnífnum í trébrettið, þurrkaði sér rólega um hendurnar, varpaði að því búnu þurrkunni yfir öxl sér og geystist fram hjá mér inn í borðsalinn. Ég heyrði smella í þurrkunni. Kliðurinn dó út. Það var þrúgandi þögn nokkur andartök. Síðan glumdi rödd Nikolja. Hann talaði hratt með nístandi áherzlu á hvert orð. „Þið spyrjið hvort þetta sé morgunmaturinn. Þetta er hann — og ef þið hafið eitthvað út á hann að setja, þá komið til mín, en níðizt ekki á drengnum; hann býr ekki til matinn. Það geri ég. Ég! — munið það. Og ég hef verið við þetta starf í tuttugu og fimm ár, piltar mínir, og kann tökin á ykkur. Ég er engin tuska sem þið getið troðið á. Ég þekki engan ykkar, en það skiptir ekki máli, hitt skiptir máli að þið þekkið mig. Nikolja, heiti ég, og ég þykist vita að þeir sem þekkja það nafn af spurn munu ekki troða illsakir við mig eða mitt eldhús." Hann brýndi röddina: „Nikolja, það er égl Ef þið hagið ykkur eins og menn, heyrið það, þá mun eldhúsið vera ykkur hliðhollt, en . . Það glumdi í viskustykkinu og rödd matsveinsins skalf af niðurbældum ofsa: „En ef þið viljið stríð," grenjaði hann hamstola, „þá skuluð þið fá stríð! Og að síðustu, munið það leppalúðar, það sem þið gerið drengnum, það gerið þið mér og mínu eldhúsi!" Ég heyrði blautt viskustykkið smella í borðinu. Síðan buldi í skyrdallinum. „Étið þetta eða þið fáið ekki neitt!" A næsta andartaki þusti matsveinninn fram hjá mér og hvarf inn í eld- húsið. Þeir í borðsalnum sátu agndofa. Það varð þögn nokkrar sekúndur, síðan hvísl. Ég heyrði orð og orð á stangli. Svo var að heyra að matsveinn- inn hefði drepið mann. Það ótrúlega hafði skeð. Maður hafði í fyrsta sinn tekið upp hanzkann fyrir mig. Kökkurinn kom upp í hálsinn á mér, mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.