Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 63

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 63
Gísli J. Ástþórsson: Eik? spurði maðurinn þurrlega (Listin að byggja) Af þrjú hundruð og sextíu rukkurum sem ég man eftir í svipinn er mér minnisstæðastur snaggaralegur karl með brúnt kastskeiti sem vatt sér inn til mín einn góðan veðurdag og hótaði að hirða innbúið. Mér er ókaflega hlýtt til hans. Hann er eini rukkarinn í veröldinni sem hefur ógnað kommóðunni minni ón þess ég ryki upp til handa og íóta og tæmdi veskið í kjöltu hans. Karlinn með kastskeytið hafði nefnilega farið húsavillt. Hann var með vit- lausan mann í takinu. Ég hvæsti framan í hann, sparkaði í sköflunginn á honum, rak upp djöfullegan hæðnishlátur og sagði honum að fara til fjand- ans. Það var ógleymanleg stund. Einkar hlálegt var það líka að hann var sennilegast eini rukkarinn í bænum sem ekkert tilkall átti til kommóðunnar. Hann var rúllugardínurukkari og húsið var ekki einu sinni orðið fokhelt. Þegar kennslukver fyrir húsbyggjendur verður gefið út hér á landi — og slík útgáfa er orðin mjög aðkallandi — þarf einn kaflinn að vera um rukk- ara. Hann gæti heitið: Hvernig maður á að fela sig fyrir rukkurum eða skjóta þeim ref fyrir rass. Það er ekki þar með sagt að allir rukkarar séu vondir menn í mínum augum. Ég ímynda mér meir að segja að stéttin eigi sína sómamenn, þó að það sé djúpt á þeim. Ég á bara við að það er jafn gott að menn viti það frá byrjun að ef þeir ráðast í að byggja hús og eiga ekki morð peninga, þá er þeim hér um bil eins nauðsynlegt að kunna að stinga rukkara af eins og að eiga lóð undir húsið. Ég lærði þá lexíu kennslubókarlaust. Ég er búinn að byggja. Nú sé ég það á göngulagi manns hvort hann er rukkari, og ég sé það á svipnum á honum á hundrað metra færi hvort ég á að halda strikinu eða skjótast bak við næsta húsvegg. En ég vildi það hefði verið til handhægur bæklingur um lifnaðarhætti rukkara. Það hefði sparað mér talsvert taugaslit. Það var til dæmis sunnudagarukkarinn illræmdi. Hann lá á meltunni á virkum dögum en læddist úr fylgsni sínu um helgar og fór á veiðar. Hann var gúmmísól- aður og kom aftan að manni og ræskti sig og dró fram blaðið. Að lokum lærði ég auðvitað á hann. En ég svitna enn þann dag í dag ef einhver kemur aftan að mér og ræskir sig. Raunar er ég ekki alveg viss um að ég hefði byrjað að byggja ef ég hefði vitað hvað í vændum var. Það er nefnilega ekki nóg að kunna að skjótast út um gluggann um leið og rukkarinn birtist í dynmum. Líf húsbyggjandans er hvert skakkafallið öðru. verra. Heimur hans er sífellt á heljarþröm. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.