Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 66

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 66
64 og beið. Menn. spurðu hver annan áhyggjufullir: „Nokkuð nýtt af ofnamann- inum?" Um það leyti sem ofninum var skipað upp, flaug loftventla- og vatnslásamaður í ofboði til Þýzkalands. Blankur húsbyggjandi sker sig allsstaðar úr. Hann er rauðeygður af svefn- leysi, með sement í hárinu og bunka af minnisblöðum í brjóstvasanum. Séu höfð á honum endaskipti, sér maður í berar iljarnar. Auk þess rignir úr vösum hans hinu undarlegasta safni af skrúfum, nöglum, splittum, tommu- stokkum og hengilásalyklum. Hann talar hús, hugsar hús, dreymir hús. Þeg- ar minnzt er á peningva í návist hans, blakta á honum eyrun. Hann er á ferðinni klukkan hálf sex á rnorgnana (það er eini tíminn sem hægt er að ná rörlagningarmanninum heima) og um miðnætti (hann má ekki missa af síðasta strætisvagninum). Sé þess nokkur kostur, sest hann aftast í vagninn. Þar er minnst hættan á að hann þurfi að vera með riddaralega tilburði. Það hvarflar ekki að hon- um að standa upp fyrir þrítugri konu. Ef hún er um fertugt, lokar hann aug- unum og læst sofa. Ef hún er eldri, reynir hann að gizka á þyngd hennal'. Hann stendur upp fyrir fimmtugum hlussum. Hann sefur eins og steinn. Hann er sofnaður um leið og hann leggur höf- uðið að kodda, og þó að rúmið dytti niður í kjallara, mundi hann ekki rumska. Börnin spyrja hver þessi ókunnugi maður sé sem komi út úr svefn- herberginu hennar mömmu á morgnana. Út yfir tekur þó þegar mamma verður snælduvitlaus líka og fer á fætur klukkan sjö og klæðir sig í verka- mannagallann sem er búinn að liggja uppi á háalofti síðan Jói frændi dó og eldar einhver reiðinnar ósköp af hafragraut og fær tólf ára barnfóstru hús- stjórnina og er horfin. Undir háttatíma reikar örþreyttur eyrarkarl með krull- ur inn um dyrnar, hámar í sig leifarnar af hafragrautnum, leggst fram á eldhúsborðið og sofnar. Mamma er komin heim. Þessi ritsmíð verður einhverstaðar að enda, og það er freistandi að láta hana enda þarna í eldhúsinu með timburhreinsunarmeistara Sunnlendinga- fjórðungs sofandi fram á borðið. En ég má til með að segja fáein orð um augnablikið mikla og sérfræðingana. Augnablikið mikla rennur upp þegar húsbyggjandinn skipar krökkunum að halda sér saman, læsir sig inni í stofu og situr við það fram undir morgun að semja byggingaráætlun. Enginn hús- byggjandi með snefil af virðingu fyrir sjálfum sér lætur undir höfuð leggj- ast að semja áætlun. Ég veit ekki hvernig á því stendur: engin húsbygging- aráætlun er fimm aura virði. Ég bjó til þrjár. Samkvæmt fyrstu áætlun átti húsið að kosta X krónur, samkvæmt annarri áætlun átti það að kosta X + Y og samkvæmt þeirri þriðju átti það að kosta X —Y —(- W.C. Þá hætti ég. Sérfræðingamir birtast tveimur til sex dögum eftir að húsbyggjandinn byrjar að byggja. Þeir koma til þess að segja honum hvernig hann skuli hafa húsið. Hver sérfræðingur á sína uppáhaldskenningu og er hjartanlega sannfærður um að allir aðrir sérfræðingar séu með lausa skrúfu. f bæjum má reikna með tíu til tólf sérfræðingum á ferkílómetrann. Ég var naumast fyrr búinn að taka fyrstu skóflustunguna en ég kynntist kjallarakenning- unni. Samkvæmt henni er ekkert hús hús nema það hafi kjallara. Þessi kenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.