Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 29

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 29
27 „Þessir á kútter Marie Anne," sagði ég. „Voru þetta einhverjir fantar?" „Djöfuls fantar." Matsveinninn svipti opinni kabyssunni og greip skörung- inn. „Djöfuls fantar." „Gaztu ekki hefnt þín á þeim?" Matsveinninn skaraði rösklega í kabyssunni. Rauðum bjarma sfó á þrútið andlitið. Svo kvað við hrottaleg rödd hans: „Hvurt ég hafi hefnt mín á þeim. Nikolja hefnir alltaf. Ég meig í súpurnar!" Nikolja skellti aftur kabyssunni og hló draugalegum hlátri. —o—■ Það er bræla og skipin eru á leið til hafnar. Floti síldveiðiskipa brýzt gegn- um særokið — og fjarðarkjaftamir gína við einn af öðrum, Axarfjörður og Skjálfandi. Eyjafjörður og Skagafjörður. Og norðlenzku fjalljöfrarnir gnæfa yfir skipin skrapandi ský og þokur loftsins. Snögglega hættir veltingurinn. Thule brunar á sléttum sjó inn lítinn fjörð og Hesteyri blasir við. Steingráir verksmiðjuskorstéinamir spúa reyk og ódaun yfir botn fjarðarins. Stöðug umferð mótorbáta er út og inn fjörðinn og skellirnir í vélunum bergmála í fjöllunum; klettaborgin sendir bergmálið rétta boðleið í bungufjallið og bungufjallið varpar því í fjallið hinum megin við fjörðinn; það er eins og fjöllin ræði saman, dimmum rómi og digurbarka- legum eins og slíkum öldungum sæmir. Nikolja er í góðu skapi og kveðst ekki ætla að bragða vín í þetta sinn, enda sé líka eríitt að ná í sprútt hér, það þurfi að panta það gegnum símann — frá Akureyri. „Nú ætla ég að sjá hvað hinir verða vitlausir," segir hann. „Nú ætlar Nikolja nokkur að vera maður fyrir sinn hatt." Út í skipið berast hvellir hlátrar stúlknaflokks sem saltar síld á stóru stein- plani í íjöruborðinu. Gulir píramídar hlaðnir úr tunnum rísa allt í kring og mislitir höfuðklútar stúlknanna blakta í brakandi sólskininu; menn og farar- tæki eru á ferð og flugi um þorpið, vagnar skrölta á teinum, silfurlit síldin iðar og vellur í rennum og þróm, bílskrjóðar flauta og svartir reykmekkir svifa hratt meðfram fjallshlíðunum — til hafs. Og flokkar sjómanna af ólíku þjóðerni þramma um þorpið, patandi út í loftið og talandi annarlegar tungur, fjörugir og hnellnir menn af túndrum Rússlands; síkátir og skrautgjarnir menn frá löndum víns og sólar, komnir allt frá ftalíu og Spáni, loks ljóshærðir Norðurlandabúar, rósrauðir í framan af drykkju, kempulegir menn, valtir á fótunum, laus höndin. „Bonjour mam'selles bonjour!" kalla fransmennirnir til stúlknanna. „Bonjour bonjour!" Bros stúlknanna er óvenju hýrt í dag og hendurnar liprar því að það á að halda ball í rökkrinu í kvöld. Þá er mér litið upp þorpsgötuna og sé hvar Nikolja matsveinn gengur upp Hesteyri í fullum eldhússkrúða: í þvengmjóu buxunum með rauðköflóttu svuntuna blaktandi — og hefur sett upp sparikaskeitið með hvíta kollinum. Hann hefur kaskeitið beint, ekki á ská eins og spjátrungarnir; fas hans er einbeitt og ákveðið. Hér fer enginn veifiskati; hér fer Nikolja nokkur matsveinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.