Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 89
Magnús Magnússon
Tímóteus
og faSir hans er farinn framúr, risinn upp
úr mjúkri sænginni með hvíta og lúna limi,
hendur hans og háls eru samt rauð af sífelldri
gremju út í hitt og þetta sem er allt öðruvísi
en vera ber
nú er rekkjan auð nema skuggi móður hans
kúrir sig einsog vant er undir sænginni
faðir hans gengur ákveðinn og óttalaus fram
ganginn í röndóttum náttfötum, einkennilega rýr,
og berar iljar hans sarga þrepin þegar hann
gengur ofan pískrandi stigann niður í eldhúsið
til að berjast við bjöminn sem herjar í eldhúsi
draumsins
það ýlir í honum einsog vindunni í eldhúsinu,
svona lætur í henni þegar hann liggur í rúmi
sínu og hlustar á þvottinn undinn
andlit föður hans er ekki úr járni núna,
hvorki hárið né augun, brúnimar skaga ekki
fram einsog jámbryggjur, heldur er hann bara
skjannahvítur eins og sumartungl, og nú hefur
hann farið ofan til að berjast við bjöminn sem er
alltaf að ásækja Tímóteus í draumi
þetta er björn með rauðar glóandi glyrnur,
ferlegur svartur björn sem hefur drepið
föður hans og er að hlunkast af stað upp
stigann til að ráðast á hann sjálfan
úr eldhúsinu heyrir hvorki styn né hósta,
þar em bara háð þögul hamslaus fangbrögð,
svartir jötunefldir hrammar buga hvíta máttvana limi
sem liggja lemstraðir undir þunga dýrsins
hann finnur nú í vitunum hvemig það kjagar
upp dimman stigann, hrikalegur svartur skuggi
er bara að fikra sig upp þrepin, það brakar
ekkert í tíunda tólfta og fjórtánda þrepi,