Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 98

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 98
96 sá hvernig hann var útleikinn, henni þótti mikið fyrir því, sagði hún, að hún yrði að segja föður hans frá þessu og snáfaðu í rúmið Tímóteus. Tímóteus kvaðst heldur mundu bíða þangað til faðir hans kæmi heim, illu yrði þá fyrr af lokið, en systur hans sögðu letilega að hann stofnaði sér í vandræði að óþörfu. Móðir hans lá uppvið hægindi með aftur augun og barmaði sér yfir svo illri umbun jóðsóttar sinnar og þeirri sorg sem hann ylli heittelskandi föður. Guði hafði þóknazt að taka frá henni heilsuna svo hún gat ekki lengur fengizt við þennan óburð sem var eflaust refsing á hana lögð fyrir einhverjar syndir sem hún hafði drýgt í andvaraleysi áður fyrr. Eftir allan þann kærleik sem hún og faðir hans höfðu úthellt yfir hann þá hlaut þetta að vera refsi- dómur. En allur þessi kærleikur og kærleiksleysi klingdu fyrir daufum eyrum. Tímóteus lét sem hann væri niðursokkinn í heimalestur og beið komu föður síns í uggblöndnu ofvæni. Þegar faðir hans kom heim klukkan sjö leit hann í svip á blátt og bólgið andlit hans og síðan á konu sína sem lá guggin og föl í stól sínum, uppgefin eftir þessar hógværu skammir. Hann dokaði við, Tímóteus var titrandi af óvissunni, hvort faðir hans mundi nú með einni bendingu, einu orði, gera kvöl hans fánýta með öllu. „Hvernig líður þér," spurði hann konu sína. „Ekki sem bezt í dag, góði minn," svaraði hún dauflega. „Þú getur sjálfur séð hvernig Tímóteus kom útleikinn heim ..." Faðir hans horfði á hann aftur. „Hafðir þú betur?" spurði hann. „Já pabbi," „Ég vona að það hafi verið til einhvers barizt." „H-já pabbi," sagði Tímóteus. Móðir hans tók viðbragð. „Ég vona að þú ætlir ekki að mæla upp í honum að liggja í áflogum við þessa strákribbalda. Ef þú bara vissir hvernig hann hefur leikið mig í kvöld." „Þetta gerir ekkert til, María, stundum verður maður að berjast, það er nú einu sinni svo. Var hann stærri en þú?" „Pétur er á stærð við mig, pabbi." „Pétur, Pétur Craddock. Já, já það mun hann reyndar vera," sagði faðir hans hugsi. „Þvílíkt háttalag daginn fyrir afmælið," sagði móðir hans. „Og hann hefur sett sig út til að gegna mér ekki síðustu tvo tímana." „Ójá, rétt er það, þú átt afmæli á morgun. Hvað verðurðu annars gamall á morgun, Tímóteus?" „Tíu ára gamall," sagði Tímóteus ákveðinn, og faðir hans brosti lítið eitt. „Tíu ára gamall," sagði hann, „hálf-fullorðinn maður. Ég ætla með ykkur öll í leikhúsið annað kvöld. Þætti þér gaman að því?" „Ja-á," hrópaði hann himinglaður. „En — en hvernig er með fundinn á morgun?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.