Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 76

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 76
Jón Dan: Bréf að austan Seint í apríl liggur bréf á borði mínu þegar ég kem heim. Skrifað í Sandvíkurhreppi. Stundum er rigning og stundum er sólskin. Oft á tíðum vaknarðu á nóttinni, þegar regnið bylur á glugganum og þá verðurðu stundum myrkur í skapi en stundum glaður. Þú liggur með lokuð augu og lítil börn flykkjast að glugganum þínum og drepa fingri undurlétt á glerið um leið og þau hlaupa framhjá. Þau koma í endalausri röð langt utan af túni, ljósklædd og léttklædd með gullið hár og sítt, og bera fætur, og brosa til þín cg hlæja um leið og þau drepa fingri á gluggann og horfa inn til þín. Svo halda þau áfram út í buskann, dansandi og hlæjandi, en önnur flykkjast að glugganum og drepa fingri á rúðuna og kinka til þín kolli. Sólskin. Stundum er sólskin. En oftast er kalt. Þungai' öldur velta upp sandana hér fyxir sunnan, og niður þeirra gerir þig dapran í skapi. Öldur, sem velta og stormur sem blæs og flaumur sem beljar, og hver ert þú, þessi vesalings vera í litlum klefa, liggjandi á hörðu fleti? Hugarangist og martröð margra nátta, vitfirring fyrir utan þennan litla glugga og þú þýtur upp um hánótt og æpir og treður fötum þínum í gluggann til þess að vitfirringin kom- ist ekki inn, og situr svo titrandi og máttvana á fletinu og rærð fram í gráðið og reynir að ná jafnvægi á ný. Grátur og eymd, og bros og hlýja, en þungar öldur velta upp sandana hér fyrir sunnan, og stormur blæs og flaumur beljar. Stundum er rigning og stundum er sólskin, oftast er kalt. En umfram allt er hljótt. Þú situr við lítið borð og skrifar við daufa skímu og heyrir ekkert nema andardrátt þinn. Það eru -allir sofnaðir, og það er engin rigning og enginn stormur. Úti fyrir er ekkert nema myrkur. Fyrir nokkrum mánuðum var líka dimmt. Þá komstu að lágum dyrum í risi, kaldur og blautur með hroll í æðum. Svo opnaðirðu. Þú leizt á konu þína, litla og granna, og þú reyndir að brosa til hennar, en andlit hennar þekkti ekki bros á þessari stundu, hún var öll ein alvarleg spuming: — Hefurðu nú selt sál þína? spurðu augu hennar. — Miklu meira, sagðir þú upphátt, miklu meira. Hvers virði er sál mín móti því, sem ég hef selt? Einskis virði. Ég hef selt sál þína og líkama þinn, selt þig í þrældóm, og til þess að leysa þig aftur úr ánauð hef ég nú selt það sem er ofar öllu. Hún varð hrædd við þennan ofsa og spurði: — Hvað áttu við?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.