Árbók skálda - 01.12.1956, Side 96

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 96
94 þctð er lítill strákur að skreiðast undir eldavélina þangað sem enginn kettlingur hefur getað troðizt hingað til, ég ætti að vera í rúminu, svona ætti draumurinn ekki að fara björninn kjagar uppréttur um eldhúsið en faðir minn gengur berum fótum ofan stigann, andlitið hvítt í myrkrinu eins og tungl, kemur niður stigann berfættur til að berjast við björninn, nú opnast dyrnar, faðir minn gengur inn í eldhúsið, lítill og fölur í röndóttum náttfötum þögul hamslaus fangbrögð, nú rís björninn upp og reiðir ferlega hramma hátt yfir föður mínum sem baðar út hvítum örmum varnarlaus og horfir hvítu andliti til mín í hnipri undir eldavélinni og segir Tímóteus segir Tímóteus Tímóteus Faðir hans kom ekki inn í herbergið þennan morgun, hann rak bara höf- uðið innum gættina og vakti hann með því að kalla, staldraði ekki nema stutt við til að gæta þess hvort drengurinn væri alminlega vaknaður og stik- aði síðan yfir í baðið. Og Tímóteus heyrði rakstrarathöfnina byrja, meðan hann lá uppí rúminu, alvarlega skekinn yfir þessum ónotalegu afbrigðum draumsins, að hann skyldi vera viðstaddur bardagann. Hann mundi eftir teknu andliti föður síns sem horfði við honum, og röddinni sem kvaddi hann hjálpar gegn svarta birninum, ekki dapurlega né hranalega, heldur óper- sónulega, ekki skipandi, heldur skírskotandi, hjálp. Frá dyrum að skál. Kranahljóð. Slípun. Glamur. Urg rakblaðsins við stinna, gránandi skeggbroddana. Hin ókunna serimonía manndómsins, launhelg og uggvæn í vitund Tímóteusar, gekk þarna sinn óbreytilega gang. En þennan morgun var henni ekki beint gegn honum, aldrei þessu vant. Ópersónuleg, eins og faðir hans hefði leitt hann hjá sér og léti sig engu varða hvort hann færi framúr eða ekki. „Pabbi segir þeir hafi velgt pabba þínum á fundinum í gær," sagði Pétur. „Hann sagði þeir mundu sparka honum útúr Ráðinu og banna blaðið ef hann hætti ekki og í næstu viku verði hann að bera fram afsökun eða afsögn, segir pabbi minn." ■ „Nei hann gerir það ekki,'" sagði Tímóteus stuttur í spuna. „Jú hann verður, segir pabbi minn, af því hann ætti að vera í tukthúsi fyrir hvernig hann fer með heiðvirðar manneskjur." „Hann ætti ekki," sagði Tímóteus. „Jú hann ætti víst og pabbi segir hann sé Ráðinu og bænum til skammar.” „Hann er það ekki," æpti Tímóteus, „hann er pabbi minn."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.