Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 103

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 103
101 prófessor, og hún.hlustaði stundum. En hún stóð sig líka að þeirri léttúð að vera að horfa á hina spengilegu spanjóla með hin dularfullu dökku ský um augun sem þeir horfa gegnum eins og gufu upp af nýbyrluðum afmorsdrukk. Það var krassandi að ímynda sér frægan matador sem hallar sér yfir horn t nautsins á sannleikans stundu hora de verdad og hæfði með fyrstu sverðs- stungu inn í hið tragíska hjarta nautsins, og gleymdi að hlusta. Hún tók ekkert eftir því að á slíkum stundum var það nautshjarta sem sverðsstung- an nísti í brjósti hins margfróða vinar hennar og landa Terry. Þau voru komin að vínberjunum og hún hlustaði á þann nýja vin sem Parísarborg hafði sent þeim segja frá nautaatshátíðinni árlegu í Pamplona sem heitir Fiesta San Fermin og stendur í þrjá daga með beztu nautabönum Spánar og kampavíni eins og hver vill hafa. Hann sagði frá því að nautin eru rekin eftir þröngum götum og ærður borgarmúgurinn hleypur á undan og á eftir og nautin vaða í þvöguna og stanga og drepa nokkra unga og fallega menn sem gera þetta með glöðu geði (þó þeir séu stundum með hjartað í buxunum) til að helga hinum fallegu ungu stúlkum sitt göfuga hjarta. Hún gleymdi að horfa á Terry og fingur hans sem voru dálítið fattir og hlusta á hann en sá vínberin bíða á diski Frakkans með grárri móðu á sínum græna belgi og hlustaði. Þá stóð Terry upp og skildi nokkur vínber eftir óétin og sagði ekki neitt, það var móða á gleraugunum hans svo það lá við hann gengi á dyrastafinn. Hvað átti þá að segja? Hún sagði: He is mad, hann er reiður; og yppti ► öxlum. Þau gengu út að baðströnd eftir malarvegi í gulum sandskýjum sem bíl- arnir æstu upp þegar þeir óku framhjá. Þeir voru flestir gamlir og hefðu í öðrum löndum verið í gleymdri elli á skarnhaugum eða notaðir í brotajárn en hér voru þeir lifandi kraftar í þjóðfélaginu. Nokkrir hermenn frá Andalúsíu voru drukknir á veginum, einn söng Flam- encos: andalúsískar söngþulur sem eru framhald af þeim óseðjandi eyði- merkurtrega sem Márar festu í sál Spánar á þeim.sjö öldum sem þeir börð- ust fyrir ríki sínu í þessu landi. En hvað þeir eru daprir! Hermaðurinn snerist í dansi sínum og stappaði fótunum með ryk vegarins um sig eins og eim úr sjóðandi nornapotti, og söng með öllum líkamanum: AY—AY—AY. Pierre hugsaði: Todo se ha roto en el mundo No queda más que el silencio. Garcia Lorca, bætti hann við. Hinir hermennirnir fóru að stappa jámuðum gönguskóm niður í mjúkan veginn, og klöppuðu hljómfallið með hörðum lófum þennan heita kyrra dag; smávaxnir sveitadrengir í móleitum illa sniðnum hermannabúningum, illa ► vopnaðir og drukknir. Það var ekki einu sinni svalí frá hafi, luralegir pálmar við veginn gráir af rykinu. 1 fjarska urgaði strætisvagninn sorgmóðuglega og þungt, spor hans hættu löngu áður en komið var á baðströndina. Köllin frá baðströndinni bættust í tónverkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.