Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 101
Thor Vilhjctlmsson:
Saga þar sem ekkert gerist
Þau lágu í sandinum á strönd hins margauglýsta Miðjarðarhafs. Helztu
litir eins og vænta mátti blátt og gult.
Var ekki sjórinn blár og hlaut ekki sandurinn að vera gulur? Hver tæki
mark á sögu um suðræna baðströnd án þeirra lita? Himinninn blár. Ekki ský.
Þau liggja þar án þess nokkuð gerist.
Um morguninn höfðu þau komið á eyna Mallorca með litlu hvítu skipi frá
Barcelona. Alla nóttina var siglt. Um nóttina hafði reykurinn úr gulum stromp-
inum flaksazt hvítleitur út' í hið þykka myrkur sem var svo svart. Um morgun-
inn stóðu þau í stefni og horfðu á ferðalög flugfiskanna sem stukku upp úr
sjónum að fá sér lífsloft og tvo höfrunga rétt framan við skipið sem döðruðu
við stefni þess eins og geðbilaður tugthúslimur að bera smyglað rakblað að
slagæð sinni.
Þar var ein kona með kastaníubrúnt hár (og örlaði fyrir rauðri glóð í því
líkt og í kolum á ami þar sem eldsins líf dvínar) tekið saman í hnakkanum,
augu blá í sólbrúnu andliti, það var lítið svo manni datt í hug þau litlu höfuð
sem byggja upp orðstír hausaveiðaranna í Amazonfrumskógi; en varirnar
voru þykkar. En í þesum bláu augum leyndist bjartur tregi eins og í mynd
eftir Botticelli.
Hún var í hvítri silkiskyrtu sem sýndi brjóstin, hve lítil og há og hve ung.
Langur mjór hálsinn renndi sér hæversklega og mjúklega í rauðan klút sem
leðurhólkur hélt saman. Og hún var í svörtu síðú pilsi sem náði niður á
mjóaleggina, mjaðmarýr og grönn. 1 brúnum ilskóm úr leðri, roðaðar neglur
á tám. Einn hæfileika hafði þessi kona: að þegja á þann hátt að maðuxinn
ímyndaði sér að hún væri að hlusta á hann, — og vera ósýnileg í nálægð
sinni ef einhverjum væri þægð í því.
Þetta var ein af hinum frægu menntuðu stúlkum frá Bandaríkjum Ameríku:
og hafði yfir sér þann hreinlætisblæ sem jaðrar stundum við gerilsneyðingu.
Allt svo hreint og þrifið og snyrt og snurfusað. Það liggur við að allt jarð-
neskt hafi verið skrubbað burt, en er þá allt himneskt? Eins og sálirnar sem
sleppa upp úr hreinsunareldinum til himna. Hvað er eftir? Þú hugsar: col-
gatetannsápa, þú hugsar ilmvatn Chanel fimm, naglalakk Dupont, deodor-
ant odorono (leitið sérfræðings ef þér hafið þráláta fílapensla eða ofholdgun).
En hefur þér gleymzt að kannski er þama kona sem hefur ekki fundið sína
heitu nótt. Draumurinn hefur grafizt eins og bannlýst þrá. En hinar heims-
frægu lyktir víkja einstaklingunum til hliðar, um sinn.
Maðurinn sem fylgdi henni var rauðbirkinn og freknóttur með ljóst hár,