Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 46

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 46
44 Óþarfi að þéra mig, herra dómari, greip ég fram í fyrir honum og rétti úr mér; óstyrkur minn var horfinn með öllu. Hann setti dreyrrauðan undir silfurgrdrri hárkollunni. Um stund var algert hljóð í salnum. Síðan leitaði hönd mannsins löturhægt þangað sem hamar hans lá á borðinu. Hann greip um hann, öruggu og hægu taki. Rödd hans var lág og svipur hans fyrirmannlegur, án minnstu glettni, er hann mælti: Slík framkoma og orðalag móðgar dómstólinn. Auk annarra afbrota yðar hafið þér nú unnið yður til eilífrar óhelgi. Ég dæmi yður til dauða! Síðan sló hann hamrinum í borðið; og mér hefði fundizt eðlilegast, að ég hnigi dauður niður samstundis; jafnvel réttlátt; svo virðulegt var þetta hamarshögg. En því fór fjarri. Við hamarshöggið óx mér ásmeginn. Ég færðist allur í aukana og fann fyrst á þeirri stundu, hve sterkur ég var, ungur og hraustur — og átti mörgu ólokið. Ég fann vöðva mína eflast á samri stundu. Þeir tútnuðu og hnykluðust; ég varð vaxinn sem hinn frægi Atlas; herðabreiður, sterkur, viðbúinn öllu. Þeir sprengdu fatagarmana utan af mér; það munaði minnstu, að ég stæði nakinn. En nú, þegar ég í fyrsta skipti á ævinni fann, að sérhver hreyfing mín myndi verða áreynslulaus, aðeins ef ég hefði geð í mér til að hreyfa mig, þá stóð ég öldungis grafkyrr. Fyrirmennirnir í salnum urðu samt gripnir mikilli skelfingu við þessi undur og stórmerki, og létu sækja tíu fíl- eflda berserki til að koma mér í bönd. En þess þurfti semsagt ekki. Ég hlýddi skilyrðislaust, þegar mér var varpað í fangelsið. Þar var ég næturlangt og svaf mjög vel. Eins og ekkert hefði gerzt; ekkert stæði til. Ég var vakinn árla morguns og spurður, hvort ég óskaði nokkurs sérstaks; hvort ég vildi fá svínasteik eða annan þann matarrétt, sem ég hefði mætur á. Ég sagði nei takk. Þá laumaðist svartklæddi öldungurinn inn fyrir klefa- dyrnar með biblíu sína í hvítmjúkum höndunum og tautaði eitthvað, sem ég lagði ekki eyru við. Hann vakti tæpast athygli mína fyrr en hann rétti bókina að mér og mæltist til, að ég kyssti á hana. Ég kyssti á bókina, og það var myglulykt af henni. Síðan var ég leiddur út. Mér var stillt upp við vegg. Þar stóð ég einn míns liðs; aleinn. Ég minntist þess, sem vinur minn brezkur hafði eitt sinn sagt og ég hafði þá hlegið að: One is always alone. — Nú stóð ég hér einn uppi við vegginn, vaxinn sem Atlas, reiðubúinn að taka við byssukúlunum. Svo tók ég við þeim. Fjórir menn hleyptu á mig úr rifflum. Þau skot hæfðu öll í mark. Sterklegur líkami minn gein við kúlunum. Brjóst mitt þandist. Ég reyndi að vera eins beinn í baki og ég gat; og glotti. Aldrei fyrr hafði ég kunnað að meta til fulls mikil- leika og styrk tækninnar; svo mikið barn hafði ég verið. Nú svelgdu vöðvar mínir skotin. Þegar kúlurnar lentu- í brjósti mér splundruðust þær, hver og ein. Þúsund örvaskeyti spruttu út úr einni og sömu kúlu. Það var út af fyrir sig dásamlegt. Ég miklaði hugvit mannsandans; aldrei fyrri sem nú. Svo kiknaði ég í hnjáliðum og féll niður með veggnum. Starfsmenn fangelsisins drógu hræ mitt burt. Skömmu síðar var ég jarðsunginn frá lútherskri kirkju. Það var, nánar til- tekið, á degi heilags Tímóléons, tæpri viku fyrir jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.