Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 90
88
en örsmáar glórur brenna göt á myrkrið
einsog logandi vinalingar læðist upp stigann
og nú brýzt Tímóteus um í rekkjuvoðunum
með íeiknlegum dauðageig, berst í skelfingu
við að rífa sig lausan úr svitastorku rúmsins,
staulast útað glugga, en bjöminn í dyrunum
og glottir yfir tilhugsuninni að hremma hann,
veit úr hinum draumunum að hann á alls
kostar við hann, nú hefst flóttinn gegnum
fjandsamleg hús, hann svamlar yfir ár,
klifrar uppí tré, jafnvel strompa,
felur sig í forboðnum görðum og björninn
alltaf á hælum hans, loks gengur Tímóteus
öfugur upp tröppurnar heima og otar byssunni
sem hefði karmski bjargað honum, nema afþví
þetta var draumur, skotið reið ekki af þegar
hann bar hana að höfðinu uppnuminn af
skelfingu og hugðist drepa sig áðuren þessi
hökfandi óvættur hremmdi hann
það var engu líkara en þetta væri
vatnsbyssa og sú var raunin á
enda var Tímóteus við því búinn
því svona eru draumar alltaf, þetta er bara
draumur sem ég veit að tekur enda og endar
vonandi bráðum og ég vona til Guðs sem situr
á háum gullstól á himnum að hann endi
áðuren björninn kemur nær
en þegar ég finn lyktina af honum einsog núna
þá eru endalokin að nálgast, ég vildi honum lyki
áðuren hræðslulyktin kæfir mig,
skrítið hvað hún er lík ljónalykt í dýragarði,
skrítið af því allir segja að þau séu svo
huguð, en ég er alveg að deyja úr hræðslu
en núna skal ég vakna, nú kemur stóri
svarti hrammurinn og gengur af mér dauðum
ef ég vakna ekki núna, ég er að deyja, Tímóteus
vaknaðu, Tímóteus vaknaðu, Tímóteus, vaknaðu
Tímóteus, vaknaðu Tímóteus
„Ertu nú vaknaður Tímóteus? Ertu nú alveg viss?"
Faðir hans var kominn hálfa leið út að dyrum, en Tímóteus sveið enn í
öxlina sem faðir hans hafði þrifið í til að hrista hann. Hann var vanur að
koma inn klukkan hálfátta á hverjum morgni til að vekja hann í skólann
og var þá ekki kominn í nema nærbol og buxur, axlabandalykkjurnar héngu
niður, hann var á leið framá baðið til að raka sig. Tímóteus lá kyrr og tók