Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 15

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 15
13 kom niður dalverpið. Á þeirri stundu varð hugur hennar lygn sem fljótið og feginn þess þunga niði. Hún breiddi hvítan dúk á borðið, kveikti ljós á þremur kertum og brenndi berki þar til skálinn ilmaði. En þegar hann nálgaðist, lauk hún upp dyrum hússins, svo faðmur þess stæði opinn, þegar Hadrían kæmi heim. Á meðan kertin brunnu, gekk hún um beina, og á meðan hann neytti mat- ar, horfði hún á hendur hans, virti fyrir sér bjart enni hans og dökkar brúnir. En þegar hún hugsaði um hinn bratta veg, sem hann hafði gengið, gat hún ekki lengur dulið hugrenningar sínar og spurði: — Hadrían, fannst þú nokkuð, Hadrían? Hann leit upp, og svipur hans var bjartur og augun Ijómuðu af heitri gleði. — Fatíma, sagði hann, — ég fann perlu, rauða perlu . . . Hann lagði perluna í lófa henni og mælti: — Fatíma, hörund þitt er sem geisli, er sem brim við strönd. Perlan glitraði í hönd henni, og perlan var sem blóð og eldur, og ljómi hennar bar skin kvölds og morguns. Og þó hélt hún, að hann hefði ekki enn fundið það, sem hann leitaði, því byrgði hún andlitið í höndum sér um leið og hún spurði: — Hadrían, fannst þú ekkert annað, Hadrían? Hún heyrði nið fljótsins, og þó var þögn; hún sá kertaljósin speglast í aug- um hans, og þó var þar myrkur. — Hadrían, hvíslaði hún meðan arinninn kulnaði. — Hadrían, hvíslaði hún meðan ljósin drukknuðu í heitu vaxinu. Og er hún leit upp, var stóllinn hans auður. Þá gekk hún út í nóttina og hrópaði nafn hans, en myrkrið svalg rödd hennar. Hún hljóp milli trjánna, og grein- arnar rifu klæði hennar. 1 dögun mætti hún gamalli konu, sem kom frá fljótsbakkanum með ker í hendi, og hún greip um axlir konunnar og sagði: — Gömul kona, þú heyrðir orð af börum deyjandi móðui', — hvemig var klæðið góða? — og af hvaða toga voru þeir þræðir spunnir? En konan mælti: — Fatíma, hví spyrð þú? — er ekki umhyggja þín sem ára dags og logi arins. Því segi ég: Hvergi var bjartari vefur sleginn en í húsi þínu, ung kona. Þá gekk hún inn dalverpið, upp með fljótinu, — og hún þrýsti perlunni að brjósti sér, breiddi faðminn mót dimmum straumi og hvíslaði nafn hans, og rödd hennar var blíð og þrungin trega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.