Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 80

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 80
78 ásamt þessari fordæmdu sál í hyldjúpum brunni. Aleinn, og Poe og Karioíi og herra Hyde og bær undir íelli, sem ber naínið Öxl, og morðingi er drepur gesti, sem að garði bera, og það er hella yfir rúminu þínu, sem fellur á þig og mer þig til bana jafnskjótt og þú festir blund. Blár himinn hvelfist yfir þér, og þú heldur að þú öðlist fró af því að stara inn í þennan hreina bláma, en þá er hann orðinn að bláum augum, og þú byrgir andlit þitt í örvæntingarfullri þrá eftir hvíld. En í eyrum þér er niður blóðs, og rödd sonar þíns er í straumi þess, og aflvana líkami hans færist í kaf í iðu þess ... Snemma í föstu kemur kona þín til þín og heilsar með kossi, heit og þreytt eftir langa ferð. Hún roðnar í vöngum og vörum og hvíslar að þér með kvíða og gleði, að ávöxtur einnar nætur í trássi og sælu sé hjarta hennar nærri. Þá flýtirðu þér að grípa hendur hennar og rödd þín verður heit og knýjandi: — Komdu sæll, sonur minn óborni, drengur minn liðni. Komdu sæll og öruggur, því faðir þinn er nú annar en sá sem gat þig. Og þú ert ekki lengur í húsi, þar sem helhvatinn býr. Hann mun ekki koma og skipa mér eða móður þinni að drepa okkar barn undir belti, hann getur hvenær sem er auglýst íbúð til leigu.fyrir bamlaus hjón, við þurfum aldrei framar á henni að halda, við sem eigum þrjú börn, eitt óborið, eitt lífs og eitt liðið. Sonur. Þú skalt fá að leika þér í grasi í sólskini í ferskum blæ, við hlið móður þinnar í blómastóði, í skjóli föður þíns á teigi. Hönd móður þinnar mun hvorki visna af trega né heldur mun hún þerxa tár af hvarmi svartar nætur. Móðir barnanna minna mun hlæja við tveim sonum á tryppi eða kálfi hjá moldarvegg, í skjóli bæjar, þar sem hún á sér rætur. Kona mín. Farðu og berðu jörð þinni kveðju mína. Segðu henni, að ég hafi hugsað í vetux og grandskoðað hug minn og játazt við eðli mitt, segðu henni að upp á síðkastið hafi mig dreymt í búri einn einasta draum, draum um hana. Skilaðu til hennar, segðu henni orð mín: — Of seint hef ég anzað þér, jörð mín. I sumar kem ég með son minn við hönd og kyssi þig rjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.