Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 29
27
„Þessir á kútter Marie Anne," sagði ég. „Voru þetta einhverjir fantar?"
„Djöfuls fantar." Matsveinninn svipti opinni kabyssunni og greip skörung-
inn. „Djöfuls fantar."
„Gaztu ekki hefnt þín á þeim?"
Matsveinninn skaraði rösklega í kabyssunni. Rauðum bjarma sfó á þrútið
andlitið. Svo kvað við hrottaleg rödd hans: „Hvurt ég hafi hefnt mín á þeim.
Nikolja hefnir alltaf. Ég meig í súpurnar!"
Nikolja skellti aftur kabyssunni og hló draugalegum hlátri.
—o—■
Það er bræla og skipin eru á leið til hafnar. Floti síldveiðiskipa brýzt gegn-
um særokið — og fjarðarkjaftamir gína við einn af öðrum, Axarfjörður og
Skjálfandi. Eyjafjörður og Skagafjörður. Og norðlenzku fjalljöfrarnir gnæfa
yfir skipin skrapandi ský og þokur loftsins.
Snögglega hættir veltingurinn. Thule brunar á sléttum sjó inn lítinn fjörð
og Hesteyri blasir við. Steingráir verksmiðjuskorstéinamir spúa reyk og
ódaun yfir botn fjarðarins. Stöðug umferð mótorbáta er út og inn fjörðinn og
skellirnir í vélunum bergmála í fjöllunum; klettaborgin sendir bergmálið
rétta boðleið í bungufjallið og bungufjallið varpar því í fjallið hinum megin
við fjörðinn; það er eins og fjöllin ræði saman, dimmum rómi og digurbarka-
legum eins og slíkum öldungum sæmir.
Nikolja er í góðu skapi og kveðst ekki ætla að bragða vín í þetta sinn,
enda sé líka eríitt að ná í sprútt hér, það þurfi að panta það gegnum símann
— frá Akureyri. „Nú ætla ég að sjá hvað hinir verða vitlausir," segir hann.
„Nú ætlar Nikolja nokkur að vera maður fyrir sinn hatt."
Út í skipið berast hvellir hlátrar stúlknaflokks sem saltar síld á stóru stein-
plani í íjöruborðinu. Gulir píramídar hlaðnir úr tunnum rísa allt í kring og
mislitir höfuðklútar stúlknanna blakta í brakandi sólskininu; menn og farar-
tæki eru á ferð og flugi um þorpið, vagnar skrölta á teinum, silfurlit síldin
iðar og vellur í rennum og þróm, bílskrjóðar flauta og svartir reykmekkir
svifa hratt meðfram fjallshlíðunum — til hafs.
Og flokkar sjómanna af ólíku þjóðerni þramma um þorpið, patandi út í
loftið og talandi annarlegar tungur, fjörugir og hnellnir menn af túndrum
Rússlands; síkátir og skrautgjarnir menn frá löndum víns og sólar, komnir
allt frá ftalíu og Spáni, loks ljóshærðir Norðurlandabúar, rósrauðir í framan
af drykkju, kempulegir menn, valtir á fótunum, laus höndin.
„Bonjour mam'selles bonjour!" kalla fransmennirnir til stúlknanna.
„Bonjour bonjour!" Bros stúlknanna er óvenju hýrt í dag og hendurnar
liprar því að það á að halda ball í rökkrinu í kvöld.
Þá er mér litið upp þorpsgötuna og sé hvar Nikolja matsveinn gengur upp
Hesteyri í fullum eldhússkrúða: í þvengmjóu buxunum með rauðköflóttu
svuntuna blaktandi — og hefur sett upp sparikaskeitið með hvíta kollinum.
Hann hefur kaskeitið beint, ekki á ská eins og spjátrungarnir; fas hans er
einbeitt og ákveðið. Hér fer enginn veifiskati; hér fer Nikolja nokkur matsveinn,