Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 6

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 6
4 FÉLAGSBRÉF OFBELDI — LANDRÁÐ — SVIK Frá því liaustið 1944 og fram á vor 1948, það er á hérumbil þremur og hálfu ári, féllu fimm ríki í Mið- og Suðaustur-Evrópu sem ránsfeng- ur í hendur kommúnistum, undir því yfirskyni að í þcim liefðu verið stofnuð „Alþýðulýðveldi". I hverju einasta þessara landa var þessu komið fram gegn vilja yfir- gnœfandi meirihluta íbúanna sjálfra. Þrátt fyrir hátíðlcga samninga, sem Stalin hafði gert bæði í Yalta og Potsdam og miða skyldu að því að vernda sjálfstæði Ungverjalands, Póllands, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu og Búlgaríu, og þrátt fyrir margend- urtekin loforð af liálfu kommúnista um frjálsar og óháðar kosningar í þessum löndum, var hver einasti snefill borgaralegs frelsis og lýðræð- is afmáður í þessum löndum. Og potturinn og pannan í þessari sögu launráða og svika var liin kommún- istiska forusta í Kreml. Hvernig var þetta hægt? spyrja menn. Hvaða vélabrögð gerðu komm- únistum það unnt að ná algeru ein- ræðisvaldi í löndum, þar sem þeir voru í algerðum minnihluta? Hvaða aðferðum beittu Ivreml og hand- bendi hennar til þess að grafa und- an og kollvarpa hverri stjóm, sem mynduð var í þessum löndum upp úr rústum síðari heimsstyrjaldar? Það er von að menn spyrji. Og það cr gott, að menn spyrji. Því að skilningur á ofbeldisaðferðum þeim, ógnunum, hótuniun, blekkinguin og launráðum, sem beitt var gegn borg- aralegum ríkisstjómum þessara landa, og stjómmálaflokkum þeim og einstaklingum, sem ekki vildu fylla flokk kommúnista, er fyrsta skrefið í þá átt að vísa af höndum hinni almennu ógnun, sem kommún- isminn er öllu mannlegu frelsi. En rætur þessarar byltingatækni má rekja alla leið aftur til rússnesku byltingarinnar. Stjórnmálalcg arfleifð Jieirra Len- ins og Stalins var fólgin í þeirri tækni, livemig fámennur, harðsnú- inn og samhentur hópur getur koll- varpað borgaralegu þjóðskipulagi þrátt fyrir andúð og mótspymu alls þorra þjóðarinnar og það meira að segja gegn vilja meirihluta verka- manna, alveg andstætt því, sem Karl Marx hafði haldið fram, að slík bylting kæmi sem eðlisbundið lög- mál, þegar auðvaldsríki veslaðist upp af innri meinsemdum og vesal- dómi. Lenin varð fyrstur til að forma þessa kenningu og beita henni. Og hún er ákaflega einföld: „Það tjáir ekki að vera að bíða eftir þeim meirihluta, sem aldrei fæst, enda er hans ekki þörf. Allt og sumt, sem þarf, er harðsnúinn hópur á ákveðnum stað á úrslitastund. Þetta lögmál hemaðarfræðinnar er einnig lögmál hins pólitíska sigurs í þeirri grimmu baráttu milli stétta, sem vér nefnum byltingu“. Svo mörg era þau orð. Þetta lögmál kann hver einasti kommúnisti um víða veröld og er reiðubúinn til þess að beita því. Lenin sagði einnig: „Bolsévíkar áttu stormsveitir í hemum, sem á úrslita-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.