Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 45

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 45
FÉLAGSBRÉF 43 hans, ljóðasafnið „Valfart och vandringsdr“, sem enn er talin ein merkilegasta byrjanda bók í sænskum bókmenntum. Náði hún þegar svo miklum áhrifum, að næstum má kalla straum- hvörf. Næsta ár komu svo Ferðaminningar og hin átakanlega skáldsaga „Endymion“ (1889), samtíðarsaga um Arabana í Sýr- landi undir Tyrkjaveldi og ofurseldir áhrifum evrópskra ævin- týramanna, með það eitt fyrir augum að koma sér upp til met- orða og auðgast á niðurlægingu þessarar fornu menningar- þjóðar. Hin mikla fegurðarþrá og fegurðardýrkun skáldsins fékk einkum útrás í hinni miklu og einkennilegu skáldsögu „Hans Alienus“, sem er rituð ýmist í bundnu eða óbundnu máli (1892). En talið er að hann komi fyrst fram sem fullþroskað og alger- lega skýrt mótað skáld í hinni merku ljóðabók sinni „Dikter“ (1895). Þar koma fram skýrt mótaðir þeir drættir, sem síðar einkenna hann. Þar hefur hann fengið til fulls augun opnuð fyrir sögu liðinna kynslóða, ástinni og tryggðinni gagnvart föðurland- inu og hinni djúpu og innilegu kennd gagnvart átthögunum, sem ekkert sænskt skáld hefur átt í ríkari mæli eða lýst betur en hann. Hámarki sínu í frásagnarlist nær Heidenstam í næsta verki „Karolinema“ (1897—98), um norræna ófriðinn mikla og tímabil Karls tólfta. En hér kveður við nýjan tón, það er ekki lengur fegurðardýrkunin vegna sjálfrar sin eins og mest kemur fram í æskuverkunum, heldur siðferðileg fegurð, föðurlandsástin, tryggðin og skylduræknin í lífi og dauða, sem nú eru sterkustu þættirnir. Næst kemur smásögusafnið „Sankt Göran och dra- ken“, þar kemur einnig sterkt fram skylda mannsins gagnvart lífsköllun sinni, jafnvel í stríði við heitar, sterkar ástríður eins og ástina. í „Heliga Birgittas pilgrimsfdrd“ (1901) slær hann enn á sömu strengi, kröfuna um að uppfylla skylduna hvað sem það kostar. — í ljóðasafninu „Ett folk“ (1902) kemur fram hugsunin að skapa nýtt stórveldistímabil, ekki með vopnum og valdi, en með því að rækja kærleiksskylduna við þjóð og föður- land. — Margar af sögunum í smásagnasafninu „Skogen susar“ (1904) eru byggðar á sögulegum efnum, og eru sögur þessar hár-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.