Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 10

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 10
8 FÉLAGSBRÉF skapa í þjóðinni lamandi ótta, rugl- ing og úrræðaleysi, en koma um leið ringulreiS á allt hagkerfi lienn- ar. Þetta gerðist samtímis því, sem Stalin öskraði það hástöfum út yfir heiminn, að hann vildi, að Ungverja- land hlyti „réttlátan frið“. En þrátt fyrir þessar ógnir lét ungverska þjóðin ekki bugast, og foringjar hennar héldu einurð sinni, þó að reynslan kenndi þeim síSar, að þeir voru illa blekktir um raunverulegan tilgang Sovétherranna. Ungverjaland var lengi hemumið af fjölmemnun rússneskum lier, sem hafSi öll ráð landsins í hendi sér. Geysimikið af verðmætum þjóðar- innar, þar á meSal heilar verksmiðj- ur, var hrifsað og flutt úr landi. Styrjaldartjón Ungverja var metiS á 345 milljónir dollara. Af þeirri uppliæð var talið, að 124 milljónir dollara væri hin umfangsmiklu rán Sovéthersins. Hér við bættust 300 milljónir dollara, sem Moskva krafS- ist í stríðsskaSabætur. Skyldi greiða þá upphæð í vörum og afurðum á fyrirstríðsverSi, og varð meS því móti óhemjuleg blóðtaka. En sigr- aðir menn verða aS sætta sig við allt. SíSar tóku Sovétherrarnir að dul- klæða férán sín með því aS telja Sovétríkjunum hlutafjáreign í hinum þjóðnýttu fyrirtækjum alþýðulýð- veldanna, og tók þá fyrst í linúk- ana um arðrániS. En áSur en slíkt væri unnt, varS aS koma upp lilýð- inni leppstjóm, og smám saman tókst Sovétherrunum það, sumpart með svikum og bolabrögSum, sum- part meS beinum ofbeldis- og ógnar- aðgerðum Rauða hersins. 21. jan. 1945 var vopnahléssamn- ingur undirritaður í Moskvu milli Stórveldanna þriggja og Ungverja- lands. Nokkru áður, 21. desember 1944, hafSi bráðabirgSa þjóðfundur komið saman í Debrecen, sem er þorp í NorSaustur-Ungverjalandi, rétt hjá landamærum Rúmeníu. Þjóð- fundurinn var skipulagður sem nokkurskonar þjóðleg sjálfstæSis- samfylking, og samanstóð af Bænda- flokknum, Jafnaðarmannaflokknum, Smábændaflokknum, Alþýðusam- bandinu, sem liafið var í það veldi að verSa stjómmálaflokkur, sam- kvæmt kröfu kommúnista, og loks Kommúnistaflokknum sjálfum. Það herbragð aS þröngva Alþýðusam- bandinu, sem að verulegu leyti var á valdi kommúnista, þarna inn, hlaut auðvitaS að styrkja aðstöðu þeirra langt umfram það, sem sanngjarnt var samkvæmt lýðræðisreglum. Þetta herbragð hefur síSan gefizt kommúu- istum og launkommúnistum harla vel í mörgum löndum. Eins og aðrar bráSabirgðastjórnir, sem settust á laggir í Austur-Evrópu- ríkjunum í styrjaldarlok, var ung- verska stjórnin kölluS „Sameiningar- stjórn“. En í eðli sínu var hún ger- ólík sameiningarstjómum þeim, sem sumstaðar voru myndaðar á Vestur- löndum fyrir stríðið undir AlþýSu- fylkingarfánanum, eins og til dæm- is stjóm Leon Blums í Frakklandi á sinni tíð. I sjálfu sér hefur enginn betur lýst þessari sameiningarstjóm Ung- verjalands en Matyas Rakosi, sem lýsir á þessa leiS þeim stjómum, sem settar voru á laggir í Austur- EvTÓpu-ríkjum undir handarjaðri

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.