Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 25
FÉLAGSBRÉF 23 1. ágúst hófst hin sögulega og yfrið sorglega uppreisn. Og aldrei hefur bleyði, níðingslund og lævísi komm- únista afhjúpað sig augljósar en við það tækifæri. Mikolajczyk forsætisráðherra var um þessar mundir í Moskvu og átti við ærinn vanda að etja, meðal ann- ars þann, hvemig hinum umsetnu borgurmn Warsjár yrði komiS til hjálpar. En 4. ágúst, þegar ástæSur Warsjárbúa tóku að gerast ærið ískyggilegar og Rauði herinn sýndi engan lit á því að koma borginni til hjálpar, tilkynnti Stalín honum það, aS ef hann ekki kæmist að samkomu- lagi viS liina svonefndu þjóðfrelsis- stjóm kommúnista, myndi Sovét- Rússland auglýsa hana og viður- kenna sem hina einu löglegu stjóm Póllands. Þetta voru úrslitakostir, en annarsvegar haldið á lofti voninni um aSstoð við Warsjá. Augliti til auglitis viS þessa afar- kosti féllst Mikolajczyk forsætisráð- herra á þaS, að útlagastjómin í Lon- don skyldi deila völdum við Lublin- nefnd kommúnista, og að ný stjórn, sem skipuð væri ráðherrum beggjr aSila skyldi sætta sig við hina svo nefndu Cursonlínu sem austurlanda mæri Póllands. 9. ágúst, eftir af Mikolajczyk hafSi náð samkomulag við þrjá meðlimi Lublin-nefndarinn ar, fullvissaði Stalin hann persónu lega um, að RauSi herinn mjmdi veita Bor hershöfðingja alla þá að stoS, sem hann gæti í té látið. En í stað þess að standa viS þaí loforð, var Moskvuútvarpið látif birta þá fregn meS miklum gaura- gangi 14. ágúst, að „pólskar klíkur“ í London bæm ábyrgS á uppreisn- inni í Warsjá, sem á engan hátt hefði verið samræmd áætlunum Rauða hersins. Roosevelt og Churc- hill skárast í málið báðir og báSu Pólverjum aðstoSar, en það var svo fjarri því, að Sovétherramir tækju þaS til greina, og þaðan í frá komu Sovétleiðtogarnir alveg í veg fyrir það, aS Pólverjum bærist nokkur hjálp utan frá. Og ekki nóg með það. Flugvélar Rauða hersins hættu alveg aS ráðast á flugvélar nazista yfir Warsjá, eins og þær höfðu þó gert, éSur en uppreisnin hófst. Þeir vildu ekki, Stalin og fé- lagar hans, með neinu móti hindra nazista í því að brytja pólsku þjóð- ina niður. Síðar sakaSi svo forust- an í Moskvu Bor og forsætisráð- herrann fyrir það, að hafa fyrirskip- að „fávíslega og hvatvíslega upp- reisn“, þó að öllum væri ljóst, aS Moskva hafði ginnt Pólverja til að hefjast handa. Andrei Vishinsky varautanríkisráSherra Sovétstjómar- innar kallaði hina hetjulegu bar- áttu Pólverjanna „hreina ævintýra- Vishinsky — trúnaðarvinur Stalíns.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.