Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 7

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 7
FÉLAGSBRÉF 5 stöðum og úrslitastundum tryggðu oss meirihlutann“. Hann var þá að vísu að rita um stjórnbvltinguna í nóvember 1917. En það voru ná- kvæmlega sömu aðferðimar, sem hann beitti gegn þeim vinstriflokk- um og mönnum, sem höfðu stutt hann til valda. Hann gjöreyddi jafnaðarmönnum og bændaflokks- mönnum jafn miskunnarlaust og liann hafði gjöreytt aðalsmönnum og kapitalistum Rússlands. Stalin og helztu þjónar lians bættu síðan all- verulega um aðferðir Lenins. Ári eftir að Bolsévíkar náðu völd- um í Rússlandi gerði Bcla Kun, vin- ur Lenins, hliðstæða byltingu í Ung- verjalandi og tókst að halda landinu í helgreipum rauðrar ógnarstjórnar í fjóra mánuði. Ástæður þær, er til þess lágu, að stjórn Bela Kuns féll, voru síðan rækilega rannsakaðar af kommúnistum og lærdómar hennar innprentaðir kommúnistum um víða veröld. Ungversku byltingarleiðtog- amir sluppu flestir til Moskvu ásamt leiðtoga sínum. Á meðal þeirra var Matyas Rakosi, sem sneri aftur til Ungverjalands 1944 til þess að svíkja ungversku þjóðina undir 'ok kommúnismans í skjóli Rauða hers- ins. En kommúnistaleiðtogar Pól- lands, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Búlgaríu hagnýttu sér einnig ræki- lega reynsluna frá Ungverjalandi. Það var löngu ráðið í innstu her- búðunum í Kreml, að næsta tilraun skyldi ekki misheppnast. Matyas Rakosi hefur gert ýtarlega grein fyrir því í ritvun sínum, með hvaða aðferðum lýðræði og mann- réttindi voru afmáð í landi hans. Ræður hans og rit hafa verið viður- kenndasta handbók kommúnista um það, hvernig eigi að koma komm- únismanum á utan vébanda Sovét- Rússlands og forskriftum hans var fylgt af meiri og minni nákvæmni í öllum fimm leppríkjunum. Fyrst kom boðorð Lcnins um hinn „liarðsnúna hóp“, sem beitt skyldi á úrslitastund. Harðsnúni liópurinn, sem beitt var í Ungverjalandi og hinum leppríkjunum, var Rauði her- inn, sem á árunum 1944—1945 flæddi yfir alla Austur-Evrópu frá Saxelfi suður að Dóná. Rússar voru margbúnir að skuldbinda sig til þess að virðn frelsi og sjálfstæði þeirra ríkja, sem Rauði herinn leysti undan oki Nazista, en virtu þær skuldbind- ingar engis. Rauði herinn var þvert á móti miskunnarlaust notaður til þess að troða kommúnistum inn í stjómir viðkomandi landa og of- sækja, taka höndum og lífláta þá, sem líklegastir yrðu til þess að veita kommúnistum mótspymu. Rakosi hefur skýrt þetta hlutverk Rauða hersins öllum mönnum betur. Hann segir í fyrirlestri fyrir ung- verska verkamenn 29. febr. 1952: „Hvert var hlutverk Rauða hersins í sköpun Alþýðulýðveldisins 1 Hinn hetjulegi her Sovétsambandsins frels- aði oss undan hinni geigvænlegu ánauð þýzkra fasista og ungverskra áhangenda þeirra. Hann verndaði oss einnig gegn stjómmálalegum af- skiptum Vesturveldanna". Þessi vemd var ríkulega látin í té hinum örfámennu kommúnista- flokkmn, á sama tíma sem aðrir bandamenn Rússa í styrjöldinni vom að afvopna og flytja burt heri sína. Hér skapaðist því ærið ójöfn að-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.