Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 19

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 19
FÉLAGSBRÉF 17 um enn sem fyrr mikil vonbrigði. Þrátt fyrir þaS, þó að þeir hefðu alla kosningavélina í höndum sér, fengu þeir ekki nema 1.112.000 at- kvæði. Það var 5 % aukning frá því, sem áður var. En allt um það voru kommúnistar nú orðnir öflug- asti flokkur þingsins með 22% at- kvæða að baki sér. Þar með voru örlög Ungverjalands ráðin. Smá- bændaflokkurinn hafði aðeins fengið 15 % atkvæða. Um haustið hélt Rakosi áfram ofsóknum sínum á hendur lýSræðis- 'flokkunum, og lét meðal annars þann boSskap út ganga, að Jafnaðar- mannaflokkurinn yrði að sameinast kommúnistaflokknum. Áður en árið var liðið, var svo komið, aS Zoltan Pfeiffer, foringi óháða flokksins, var orðinn landflótta maSur. Sama máli gegndi um Karoly Peyer, jafnaðar- mannaleiStogann, sem harðast hafði barizt á móti samsteypu Jafnaðar- mannaflokksins og kommúnistaflokks- ins. Aðrir meiriháttar leiStogar lýð- ræðissinnaðra flokka burgu lífi sínu með því aS fara einnig í útlegð. Snemma árs 1948 bauð Rakosi, aS bæði óháði flokkurinn og Bænda- flokkurinn skyldu leystir upp og bannaðir. Smábændaflokkurinn var þá orðinn gersamlega áhrifalaus minnihluti. f febrúar 1948 komu launkommúnistar og allskonar Moskvuvinir því til leiSar, að mikil „hreinsun“ var gerð í Jafnaðar- mannaflokknum. Yoru þá reknir úr honum allir þeir, er hafa vildu í fullu tré við Moskvu og kommúnista. 1 marz voru svo leifar flolcksins kúgaSar til samsteypu við kommún- istaflokkinn með þeim heilindum af liálfu kommúnista, sem einkennir slíkar samsteypur þeirra. Annars þótti hlýða aS dulklæða þessa samsteypu með nafnbreytingu, og var þessi samsteypa kommúnista skírð Sameinaði verkamannaflokkur- Bakosi (til liœgri) óskar jafnaðar- mannaforingjanum Szakasits til ham- ingju með „sameiningu“ floklcanna. inn. í kosningunum 1949 beitti hann hinni viSurkenndu Sovétaðferð, og var þá aSeins einn listi í kjöri með „sameiginlegum“ nöfnum frambjóS- enda. Nú mátti sýnast sem vélræSi kommúnista og ofbeldi hefðu náð tilgangi sínum í Ungverjalandi, og að fullur sigur væri unninn. En eftir var þó einn óbugaður einstaklingur. Það var kaþólska kirkjan undir for- ustu Mindszenty kardinála. Klerkar höfSu að vísu undanfariS sætt alls konar harðræðum og ofsóknum, en kirkjan var óbuguð á meðan Minds- zenty stóð uppi. Nú var lagt til at- lögu við hann, 26. desember 1948 var liann tekinn höndum, og eftir

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.