Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 11

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 11
FÉLAGSBRÉF 9 rússnesku kommúnistanna og Rauða hersins með aðstoð innlendra föður- landssvikara og Stalinista. Hann seg- ir: „I orði kveðnu — til þess að eyða hinum fasistisku innrásarmönnum — settu kommúnistaflokkar þessara landa á laggirnar víðtæk andfasist- isk sambönd, samkvæmt ráðum og fyrirmælum, sem þeim voru gefin af félaga Stalin. Þessi sambönd tóku til smábændá, bórgara og í stuttu máli allra, sem fengnir urðu í fé- lagsskápinn vegrta haturs á Hitler og reiðubúnir til að taka upp bar- áttu fyrir frelsi lands síns“. Þessi sambönd voru með öðrum orðum varpa, sem kommúnistar drógu til þess að veiða í alla þá, sem báru í brjósti liatur til fasista og nazista, en sem þeir frá önd- verðu tetluðu sér að nota eingöngu til þess að kúga þessar þjóðir undir yfirráð kommúnista. Og livernig voru svo fulltrúarnir valdir til þessa bráðabirgðaþjóð- fundar, sem stóð að baki liinni ung- versku bráðabirgðastjórn"? Þeir voru valdir af liinum svokölluðu þjóð- nefndum, en þær voru valdaráns- tæki, sem kommúnistar notuðu mjög í Austur-Evrópu eftir hrun Þýzka- lands. Kommúnistar komu þeim upp í öllum þessum löndum í skjóli Rauða hersins og hvarvetna tóku þær sér héraðsstjómarvöld og lögroglu- vald. Þar sem Rauði herinn, sem hafði sín ákveðnu fyrirmæli um al- gera undirokun þessara landa, vakti yfir öllum framkvæmdum, liggur það í hlutarins eðli, að kommúnistar og handbendi þeirra höfðu yfirtök í liverri „þjóðnefnd" að heita mátti. En þó ekki algerlega. Þjóðfundur- inn varð að vísu mjög litaður þjónk- un og hollustu við kommúnista, en borgaralegir flokkar og lýðræðis- sinnár áttu þó allmyndarlegan hóp þjóðfundarmanna, sem neituðu að beygja sig fyrir þvingunum Rauða hersins. Þetta varð til þess, að með- limum Debrecen-stjórnarinnar var harðbannað að koma inn á, eða hlutast til um mál á „athafnasviði" Rauða hersins. Stjórnin liafði aðeins mjög takmörkuð Völd á „baksvið- inu“, þar sem Rauði herinn þóttist hafa unnið 'verk sitt til fulls. Hins- vegar höfðu „þjóðnefndir“ kommún- ista frjálsar hendur til þess að reka Sovét-áróður sinn, hvar sem var í landinu. Með aðstoð þeirra var pólitískri lögreglu hvarvetna komið á fót og tólc hún unnvörpum hönd- um þá, Sem sakaðir voru um sam- vinnu við fasista og nazista. Stóð hún um þetta starf sitt beint undir yfirráðum upplýsingaþjónustu Rauða hersins. Að sjálfsögðu tók hún og höndum fjölda manns, sem algerlega voru saklausir af þessháttar sam- vinnu, og voru þá einkum tíndir úr þeir, sem líklegastir þóttu til and- spymu gegn kommúnistum. Hinsveg- ar gerðist nú samtímis það ldálega fyrirbrigði, áð ýmsir ósvífnustu slagsmálahundar og gróðabraskarar úr hópi Nazista sóra ákaft af sér alla hollustu við íjttí félaga og voru með fögnuði og stolti teknir inn í Kommúnistaflokkinn. Pólitíska lög- reglan ungverska var t.d. að miklu leyti mönnuð fyrrverandi nazistum, enda treystu kommúnistar þeim auð- sæilega bezt til hryðju- og glæpa- verka þeirra, sem vinna skyldi.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.